Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 13
Gunnar Vagnsson, fjármálastjóri (Jfvarps um 10% og auglýsingastofurnar:
Gætum tapað stórviðskiptum á
framkvæmd þessarar tillögu
í skýrslu nefndar um skipulag og rckst'ur ríkisú tvarpsins, en Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, er for-
maður þeirrar nefndar, segir orðrétt undir millif yrirsögninni: „Afnuminn verði afsláttur auglýsinga-
deildar sjónvarpsins“:
„Frá upphafi hefur auglýs-
ingadeild sjónvarpsins veitt til-
teknum auglýsingastofum 10%
afslátt auk gjaldfrests fram yf-
ir aðra. Þegar sjónvarpið var að
hefja göngu sína var mikil á-
sókn frá ýmsum aðilum í það,
að sjónvarpið sjálft annaðist
gerð auglýsinga, en aðstaða var
af skornum skammti annars
staðar. Mun þessi veiting af-
sláttar í upphafi að einhverju
leyti hafa haft þann tilgang að
hvetja aðra til að koma á fót
aðstöðu til gerðar sjónvarps-
auglýsinga. Nú eru þessir byrj-
unarerfiðleikar yfirunnir og
hlutverki afsláttarins að því
leyti lokið. Öllu alvarlegra er
það, að afsláttur þessi og gjald-
frestur er bundinn við tiltekna
aðila, en öðrum er haldið utan
við. Þegar af þessum sökum er
vart verjandi, að þessari fyrir-
greiðslu af hálfu opinbers aðila
sé haldið áfram. Þessi afsláttur
nam um 3 m. kr. á árinu 1974.
Ólíklegt verður að telja, að af-
nám afsláttarins hafi greinan-
leg áhrif á auglýsingamagn, því
að vart er um nána keppinauta
að ræða. Af þessum sökum
leggur nefndin til, að sjónvarp-
ið hætti að veita afslátt af aug-
lýsingum og einnig verði af-
numin mismunun varðandi
gjaldfrest."
Þar sem hér er um verulegar
fjárhæðir að tefla árlega, leit-
aði FV til Gunnars Vagnssonar,
fjármálastjóra Rikisútvarpsins
og innti hann eftir hugsanleg-
um áhrifum, yrði þessi tillaga
að veruleika. í fyrsta lagi sagð-
ist Gunnar ekki geta fallist á
forsendu nefndarinnar fyrir því
að ,,afsláttur“ var veittur í upp-
hafi. Hann liti ekki á þetta sem
afslátt, heldur greiðslu fyrir
veitta þjónustu auglýsingastof-
anna. Hann sagði að þetta fyrir-
komulag væri víðast erlendis
og fengju auglýsingastofur víða
mun hærra hlutfall fyrir vinnu
sina en hér, enda litu erlendar
sjónvarpsstöðvar svo á að þessi
þjónusta væri mikilsverð.
Gunnar bjóst við að fram-
kvæmd þessárar tillögu yrði
mjög torsótt. Benti hann t. d. á
að erlendir aðilar, tugum sam-
an, hefðu viðskipti við Sjón-
varpið í gegnum auglýsinga-
stofur, en yrði tillagan að
veruleika, yrði Sjónvarpið að
sinna þessum auglýsendum
beint, en þeir eru ekki vanir
að skipta beint við fjölmiðla.
Varðandi innlenda viðskipta-
vini bjóst Gunnar við að Sjón-
varpið missti ekki viðskipti við
þá aðla, sem létu sér nægja þá
þjónustu, sem Sjónvarpið gæti
veitt með auknum tilkostnaði.
Hann benti á þá mikilvægu
þjónustu, sem auglýsingastofur
veittu Sjónvarpinu, sem m. a.
kemur fram í því, að Sjónvarp-
ið fær auglýsingarnar fullunnar
upp í hendurnar og stofurnar á-
byrgjast sjálfar greiðslur fyrir
hönd viðskiptavina sinna, sem
fækka viðskiptaaðilum Sjón-
varpsins, dregur úr innheimtu-
kostnaði og skapar aukið öryggi
fyrir greiðslum. Þær hafa aldr-
ei brugðist frá auglýsingastof-
unum. Varðandi það sem lesa
má úr tillögunni um að nokkrir
útvaldir njóti þessara kjara,
sagði Gunnar að þeir aðilar
væru nú 10—12 talsins og
byggðust þessi viðskiptakjör á
því að að viðkomandi gætu
veitt viðskiptavinum sínum al-
hliða þjónustu á sviði auglýs-
ingagerðar, annað lægi ekki til
grundvallar og væri þetta opið
öllum þeim, sem uppfylla þau
skilyrði.
Villandi upplýsingar
um laun fréttamanna
Vegna þeirrar fullyrðingar, sem fram kom í skýrslu
nefndar um skipulag og rekstur Ríkisútvarpsins, að frétta-
menn fréttastofu Sjónvarps hefðu allt að 75% heildarlauna
sinna fyrir yfirvinmu, leitaði FV skýringar hjá fjármála-
stjóra Útvarpsins, Gunnari Vagnssyni, og kom þá í ljós að
hér er um mjög villandi tölu að ræða.
Hlutfall yfirvinnu í heldartekjum fréttamannanna var að
meðaltali 24,5% árið ’71, 28,8% árið ’72, 25,4% árið ’73,
31,7% í fyrra og 30,6% til 31. maí sl. Vaktaálag er hér ekki
reiknað sem yfirvinna, enda er það sjálfsögð þóknun fyrir
afbrigðilegan vinnutíma. Þeir fréttamenn, sem einnig ero
dagskrármenn, fá laun fyrir dagskrárstörf sín, en villandi er
að nefna það yfirvinnu við fréttastörf, enda teljast þau
störf ekki til fréttastarfa og eru unnin utan vinnutíma
þeirra við þau. Ekki er óalgengt að einn ríkisstarfsmaður
sinni fleiri en einu verki fyrir ríkið, og tíðkast þá ekki að
leggja þóknun fyrir annað starfið ofan á þóknun fyrir hitt,
sem yfirvinnu, eins og gert er í skýrslunni, hvað þá að
reikna vaktaálag sem yfirvinnu.
FV 6 1975
13