Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 19

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 19
Framkvæmd byggðarstefnu í Svíðþjóð: Sænska ríkið ætlar að keppa við einkaframtakið Sænsk stjórnvöld stefna að því að draga úr fólksflutningum frá norðurhéruðum landsins, þar sem lífsbaráttan er harðari en í suðurhlutanum, með því að koma á fót öflugum iðnaði, sem undirstöðu- atvinnuvegi þar um slóðir. Bærinn Lulea í Norbotten, er gott dæmi um þetta, en þar hefur verið byggður upp umfangsmikill stáliðnaður. Sænska ríkið stofnaði fyrir nokkrum árum fyrirtækið Nor- bottens Járnver A/B (NJA) í Luela, sem er kaupstaður fyrir botni Eystrarsalts. Á vetrum halda tveir kraftmiklir ísbrjót- ar opinni siglingaleið þangað, en án þeirrar þjónustu væri nánast vonlaust að starfrækja iðnað á þessum stað vegna vetr- arhörku. Undanfarin fimm ár hefur þetta gengið vel, en reynslan sýnir, að tíunda hvert ár er vetrarharkan slík, að oft er erfitt að halda Lulea í sam- bandi við umheiminn. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir íbúa Lulea, NJA og sænsku stjórn- ina, að halda siglingaleiðinni til bæjarins opinni næstu vetur, meðan verið er að stækka stál- verksmiðjuna þar. Stækkunin á að kosta 5.500 milljónir sænskra króna og að henni lok- inni á stálframleiðslan í Lulea að verða það mikil, að hún nemi 20% af heildarþörf V- Evrópu á hálf-tilbúnu (semi- finished) stáli árið 1980, en það er u.þ.b. 20 milljónir lesta af stáli á ári. UMDEILD ÁFORM Stækkunaráformin eru um- deild í Svíþjóð, enda er Lulea aðeins um 100 kílómetra fyrir sunnan heimsskautsbauginn og því háð veðri og vindum, meira en nokkurt iðnaðarsvæði þar í landi. Framkvæmdakþstnaður- inn og áætlanir hafa rokið' upp úr öllu valdi. Heildarkostnaðar- áætlun, sem samin var árið 1973, hefur tvöfaldast frá þeim tíma og ríkisframlög, sem þing- ið samþykkti fyrir ári, standast engan veginn. Framkvæmdastjóri NJA, John Edström, heldur uppi harðri baráttu til þess að halda verkinu áfram, en mótstaðan gegn því virðist frekar aukast en minnka. Ýmsir andstæðing- ar ríkisvaldsins benda á NJA og segja, að fyrirtækið sé fyrir- mynd ríkisreksturs eins og hann verði í framtíðinni i Svíþjóð. Þeir segja, að ríkið stefni að því að færa sig einnig inn á önnur svið iðnaðar- og efnahagslífs þjóðarinnar. NJA er eitt 30 ríkisfyrirtækja, sem eru innam ,,Statsföretag“-ríkis- samsteypunnar. Meðal ríkisfyr- irtækjanna má nefna hótel, veitingastaði, námur og skóg- ræktarfyrirtæki, en á sl. ári skiluðu þau samtals 985 millj- ónum Skr. brúttó hagnaði til ríkisins. 39.000 STARFSMENN Ríkisfyrirtækin hafa tæplega 39 þúsund manns í vinnu og hefur þeim fjölgað um 5.000 á fjórum árum. Starfsmenn ríkis- fyrirtækjanna eru um 4% af öllu starfandi fólki í Svíþjóð. Heildarframleiðsla þeirra nem- ur um 5.2% af heildarþjóðar- framleiðslunni. Andstæðingar ríkisrekstrarsins segja, að þetta hlutfall eigi eftir að aukast upp í 15—20% í náinni framtíð. Sjálfstæð stálfyrirtæki Svíþjóð- ar eru mjög andvíg ríkisfyrir- tækinu í Lulea, og mikill fjöldi stjórnmála- og framkvæmda- manna eru einnig í hópi and- stæðinganna. Þeir benda á, að það kosti ríkissjóð allt of mik- að að byggja stálverið á þess- um afskekkta stað og að enginn sé kominn til með að sanna að fólksflutningarnir til Suður- Svíþjóðar minnki með tilkomu stáliðjunnar. Þeir segja enn- fremur, að óviturlegt sé að festa svo mikið fjármagn í einni iðngrein á einum stað. Réttar væri að byggja upp fleiri smærri iðngreinar á fleiri stöðum í norðurhéruðunum. HART DEILT UM VERKSMIÐJUNA. Edström, framkvæmdastjóri, segir að á tímabilinu frá 1966 til 1970, hafi ríkið lagt fram einn milljarð sænskra króna og undanfarin ár hafi árlegt fram- lag ríkisins verið um 250 millj- ónir Skr. Hann segir, að þessi uppbygging hafi skapað at- vinnu, aukið nýtingu náttúru- auðæfa svæðisins og sannað um leið, að það sé rétt stefna, að byggja upp öflugan stáliðnað í Lulea. En það þarf mikinn sannfæringarkraft til þess að snúa andstæðingum stálversins, að sögn kunnugra. Fyrir skömmu sögðu t. d. tveir menn í stjórn NJA af sér og það er athyglisvert, að báðir eru fram- kvæmdastjórar annarra ríkis- fyrirtækja. Per Skjöld, yfir- maður Statsföretag, sem einnig situr í stjórn NJA, hefur gefið í skyn, að hann vilji losna úr henni. Þessir þrír menn eru sagðir hafa þá skoðun, að verk- ið sé allt of umfangsmikið og vafasamt að fjárfesta á þessum afskekkta stað. Forstjóri NJA og Rune Jo- hannson, iðnaðarráðherra, eru sannfærðir um að verksmiðjan þjóni tilætluðum tilgangi og að mikil þörf sé fyrir hana í Lulea. Ríkisstjórnin hefur gefið til kynna, að reynt verði að kom- ast hjá deilum sem þessum, og innbyrðis átökum í sambæri- legum framtíðarverkefnum sænska ríkisins. Búist er við, að meðal næstu verkefna ríkisins verði skipasmíðastöðvar, efna- iðnaður og fataefnaframleiðsla. . FV 6 1975 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.