Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 27

Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 27
breytileg. Mest er vald miðr stjórnar, þegar hún ákveður skiptingu þjóðarframleiðslu milli neyslu og fjárfestingar og jafnframt magn hverrar ein- stakrar neyslu- og fjárfesting- arvöru. Verð á neysluvarningi eru ákveðin af stjórnvöldum með það fyrir augum, að neyt- endur taki við honum og kom- ið sé í veg fyrir að miklar birgðir safnist. Ef takmarka á vald miðstjórnar yfir efnahags- lífinu, má gera það t. d. með því að láta magn og verð ein- stakra neysiuvörutegunda á- kvarðast af framboði og eftir- spurn á mörkuðum, en fela stjórnvöldum skiptingu þjóðar- framleiðslu milli neyslu og f jár- festingar og öll ráð um einstaka f járfestingarliði. í orðunum áætlanabúskapur miðstjórnar felst, að vald yfir gangi efnahagsmála er í fárra höndum, þ. e. a. s. í sömu hönd- um og halda um taumana í stjórnmálum. Mikil valdasöfn- un en óæskileg að margra dómi. Alkunn eru orð Actons lávarð- ar, að valdið spilli, alræðisvald gerspilli og stórmenni séu jafn- an illmenni. Jafnvel þó að ekki sé um gagngerða valdníðslu að ræðað virðist reynslan hafa sýnt, að fólki er ógeðfellt að búa við slíkt skipulag mála, einkum þegar mesti baráttu- móðurinn er runninn af því. MARKAÐSBÚSKAPUR Markaðskeríið er ekki mann- anna verk í sama skilningi og áætlanabúskapur og aðferðirn- ar, sem þar eru notaðar, svo sem línuleg prógrammering eða aðfanga- og afurðagreiningin (input — output analysis), heldur varð það til af sjálfu sér, ef svo má að orði kveða. Nokk- ur tími leið, þótt ótrúlegt sé, frá því þetta skipulag komst á atvinnulíf Vesturlanda, þar til menn gerðu sér nokkra grein fyrir eðli þess og eiginleikum. Og enn í dag er skilningurinn af skornum skammti. Höfuðeinkenni markaðskerf- isins er, að það er eina leiðin í efnahagsmálum, sem um er að velja, ef veita á einstaklingum, fyrirtækjum og byggðarlögum nokkuð sjálfræði, en sú skipan nýtur hylli ótrúlegra margra stjórnmálahópa. Hins vegar virðast margir umbótamenn ekki hafa gert sér grein fyrir framangreindri staðreynd, blá- köld sem hún er, og krefjast valddreifingar og fordæma markaðskerfið í sama orðinu. Jafnframt því, sem markaðs- búskapur er frumskilyrði þess, að heimili, fyrirtæki og byggð- arlög fái að ráða sjálf málum sínum, er hann ódýrasta og hagkvæmasta leið, sem um er vitað, til að safna og samræma þekkinguna, sem þessar eining- ar efnahagslífsins búa yfir. Verðbreytingarnar, sem leiða af samspili framboðs og eftir- spurnar, eru nokkurs konar boð, sem berast um hagkerfið milli neytenda og fyrirtækja án þess að menn leiði hugann að hinum dýpri orsökum, sem að baki liggja. Víðkunnur höfund- ur hefur tekið verðhækkun á tini, sem dæmi um þetta. Hugs- um okkur, að málmurinn hækki í verði af einhverri ástæðu — námur lengst úti í heimi hafi t. d. tæmst og framboð dregist saman eða ný not fyrir tin fundist og eftirspurn aukist. Hver sem orsökin er, þá bregð- ast notendur við verðhækkun- inni með því að halda sparlegar á málminum en áður, en jafn- framt berast keðjuverkanir um allt efnahagslifið. Verð hækkar t. d. ekki aðeins á tini, heldur á allri vöru, sem úr því er unnin, og á hráefnum, sem komið geta í stað þess. Þannig laga hinar fjölmörgu efnahagseindir, neyt- endur og framleiðendur, sig að breyttum aðstæðum. Þetta er hinn mikli kostur kerfisins, sparneytið í rekstri. Boðin, sem berast milli eininganna, eru ein- föld en segja það, sem þarf. Við- takendum í þessu dæmi er ef til vill ekki ljóst, hvers vegna tin hefur hækkað í verði, en þeir hlýða boðskapnum, sem í verðhækkuninni felst, og gera það þá hugsunarlaust. En hvers vegna ekki, siðmenningin vex eftir því sem fleira er gert hugsunarlaust, er haft eftir Al- fred Whitehead. En þessi eigin- leiki felur líka í sér hættu. Þar sem fæstir skilja, hvað er að gerast, er almennt álitið að þjóðfélag, sem treystir á fram- boð og eftirspurn, sé stjórn- laust, nema þá helst það lúti Verðbreytingar, sem leiða af samspili framboðs og eftirspurnar, eru nokkurs konar boð, sem ber- ast um hagkerfið milli neytenda og fyrirtækja án þess að inenn leiði hugann að hinum dýpri orsökum, sem að baki liggja. FV 6 1975 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.