Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 29

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 29
löndunum, sem leggja mikla á- herslu á öran hagvöxt. Oft er vitnað í árangur Sovétríkjanna á tímabilinu milli heimsstyrj- aldanna, t. d. á árum fyrstu fimmáraáætlananna tveggja, 1928—1937, en þá var vöxtur þjóðarframleiðslu 4,8% til 11,9 % á ári. Þetta er mjög góður árangur, enda þótt frammistaða Japans undir öðru skipulagi hafi ekki verið síðri, og reynd- ar var hagvöxtur háþróaðra Vestur-Evrópuþjóða einnig mjög ör á upphafsskeiði iðn- þróunar. Athyglisvert í þessu sam- bandi er að bera saman fram- leiðsluaukningu í þátttökulönd- um Comecon og í meðlimalönd- um OECD. Nákvæm rannsókn á tímabilinu 1950-1967 sýnir, að afköst á vinnandi mann jukust að meðaltali um 4,1% á ári í miðstjórnarlöndum Austur-Evr- ópu, en um 4,1% á Vesturlönd- um. Framleiðsluaukning varð hins vegar mest í þeim OECD- löndum, þar sem tekjur á mann eru álíka lágar og í Austur-Evr- ópu. Hér er einkum um Suðiur- Evrópulönd að ræða, en þar var framleiðniaukning 5,1% á ári að meðaltali þetta tímabil. Framleiðsluaukning er undir því komin í fyrsta lagi, hve stór hluti þjóðartekna er tekinn frá neyslu og varið til að auka og bæta framleiðslutækin. Á um- ræddu tímabili vörðu Comecon- lönd að meðaltali nokkuð stærri hluta þjóðartekna til fjárfest- ingar en löndin í OECD eða 26,0% samanborið við 21,7%. En ekki nægir, að fjárfesting sé mikil, hún verður einnig að vera hagkvæm og skila góðum arði, ef framleiðni á að aukast. Spyrja má, hve mikla fjárfest- ingu hafi þurft til að auka meðalafköst vinnandi manns um 1 % í þessum ólíku hag- kerfum. Svarið virðist vera, að kostnaður hagvaxtar í þessum skilningi sé mun meiri í Aust- ur-Evrópu en á Vesturlöndum. Það er eftirtektarvert, að lang- ódýrast er að auka afköst í lág- tekulöndum OECD, sem mest svipar til Austur-Evrópuþjóðr anna. Margt fleira kemur til álita, þegar rætt er um framleiðni- aukningu, svo sem fjárfesting í menntun og rannsóknum. Ekki gefst tóm til að ræða það hér, en hafa verður i huga, að sam- anburður af þessu tagi er vandasamur og taka ber öllum niðurstöðum með fyrirvara. Fátt bendir þó til þess, að vaxt- argeta hagkerfa, þar sem mið- stjórn rekur áætlanabúskap, sé meiri en í markaðskerfi, nema síður sé. SAMANBURÐUR HAGKERFA Að lokum nokkur orð um samanburð hagkerfa, sem segja má, að hafi nú um áratugi ver- ið vinsæl innanhúsiþrótt. Ég vona að mér leyfist að skjóta hér inn lítilli sögu um slíkan samanburð, sem reyndar er ætt- uð frá Ráðstjórnarríkjunum. Sagan segir, að kennslukona í barnaskóla þar í landi hafi beð- Hagkerfi, sem rcynist vel í einu landi getur reynst illa í öðru landi. ið besta nemanda sinn að lýsa ástandinu í Bandaríkjunum. „Þar eru verkamenn allir at- vinnuausir. Svertingjum er stútað daglega án dóms og laga. Og allir eru óhamingjusamir,“ svaraði nemandinn. Kennarinn bað hann þá að lýsa málum í Sovétríkjunum: „Við höfum næga atvinnu. Ríkið sér fyrir öllu. Skólagjöld eru engin. All- ir eru hamingjusamir.“ „Þetta var afbragð“, sagði kennslukon- an, „og segðu okkur nú, hvað er kjörorð flokksins.“ og ekki stóð á svarinu: „Við verðum að ná Bandaríkjunum og fara fram úr þeim.“ Af þessu má vera ljóst, að hagkerfi verða ekki borin sam- an án þess að fyrst sé ákveðið, hvaða kröfur eigi að gera til þeirra. Ýmsar tillögur hafa komið fram um það mál, en yfirleitt er talið að mæla verði ágæti hagkerfa á fleiru en einu sviði. Kunnur fræðimaður hef- ur t. d. nefnt fimm slíka mæli- kvarða, en þeir eru: 1) hag- hvæmi í nýtingu framleiðslu- tækja, vinnu og auðlinda; 2) vaxtargeta; 3) raunverulegur hagvöxtur; 4) saðning neyslu- þarfa; 5) dreifing tekna. Nán- ari íhugun leiðir þegar í ljós, að lítil hjálp er í hagvísindun- um, ef gera á upp milli hag- kerfa eftir þessum leiðum, og verður þar að koma til persónu- bundið mat hvers og eins. í fyrsta lagi er ekki ljóst, hvern- ig gefa á hagkerfinu einkunnir á hverju prófi um sig. Vísindin eru t. d. þögul um það, hvaða dreifing tekna sé æskilegust eða hver skuli ráða framleiðslunni, neytendur eða stjórnvöld. Og takist okkur að ráða fram úr þessum vanda er öðrum að mæta, en hann er sá, hvernig vega eigi einstakar einkunnir til að finna meðaleinkunn. Segj- um sem svo, að í landi nokkru sé dreifing tekna mjög jöfn (og það sé talið æskilegt), en hag- vöxtur lítill og atvinnutæki vannýtt. Hvernig á að bera þetta hagkerfi saman við ann- að, þar sem dreifing tekna er herfilega ójöfn, en hagvöxtur mikill og framleiðslutækin hag- kvæmlega notuð? Sem fyrr seg- ir, verður slíkur samanburður ekki gerður með vísindalegum aðferðum. Við allt þetta má svo bæta, að hagkerfi, sem dug- ar vel í einu landi, getur af ýmsum ástæðum gefið slæma raun í öðru. Sá á kvölina, sem á völina. FV 6 1975 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.