Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 31
Ferðamál á IMorðurlandi
Ferðamannaaðstaða i Þingeyjar-
sýslum í góðri uppbyggingu
Að öðrum sýslum á íslandi ólöst’uðum ber mörgum saman um að Þingeyjarsýslur hafi upp á óvenju-
legan fjölbreytileika og fegurð að bjóða í lands lagi. Það hefur líka sýnt sig á undanförnum árum
að bæði innlendir og erlendir ferðamenn leggjamjög gjarnan leið sína þangað og á það þá ekki
síst við um Mývatnssvæðið. Þingeyingar eru no kkuð vel á vegi staddir með að skapa ferðamönn-
um viöunandi aðstöðu til gistingar og ætti það að verða til þess að örva enn aðstreymið.
Á undanförnum árum hefur
verið gert stórt átak í ferðamál-
um í Þingeyjarsýslum. Hæst
ber smíði glæsilegs hótels á
Húsavík, sem getur tekið á móti
68 gestum í herbergi og æ fleiri
skólar leggja húsnæði sitt undir
sumarhótel þegar kennslu lýk-
ur að vori. Það má t. d. nefna
Stóru-Tjarnarskólann, Hafra-
lækjarskóla, Laugaskóla, Skúla-
garð og Skútustaði og fl. en auk
þess er nýlega búið að opna
hótel á Raufarhöfn með her-
bergjum fyrir allt að 70 gesti.
Hótelið er rekið af veiðleyfa-
sölu í Reykjavík.
SAMGÖNGUBÆTUR
En það eru ekki bara gisti-
staðirnir sem hafa tekið fram-
förum. Sömu sögu er að segja
um samgöngurnar, þó enn sé
því miður allt of langt í land
með að ástandið í þeim málum
verði gott. — En á stuttum
tíma hefur fjöldi hópferðabif-
reiða stóraukist í héraðinu,flug-
völlurinn hefur verið endur-
bættur nokkuð og flugferðum
milli Reykjavíkur og Húsavík-
ur hefur verið fjölgað. í sumar
eru 5 ferðir á milli þessara
tveggja staða í viku og þar að
auki heldur Flugfélag Norður-
lands uppi tveimur ferðum í
viku milli Akureyrar og Húsa-
víkur. Auk þess flýgur Flugfé-
lag Norðurlands til Raufarhafn-
ar, Þórshafnar og Vopnafjarðar
og víðar í sýslunni. En aðstöðu-
leysi háir enn ferðamannaþjón-
ustunni í Þingeyjarsýslum og
eru uppi hugmyndir meðal
heimamanna um að byggja
ferðamálamiðstöð til þess að
vinna að skipulagningu ferða,
rekstri hótela og fleira sem við-
kemur ferðamönnum.
MARGT AÐ SJÁ í
NÁGRENNI HÚSAVÍKUR
Fyrir skömmu heimsótti
Frjáls verslun Hjört Tryggva-
son á Húsavík, en hann er einn
af helstu áhugamönnum um
ferðamál þar um slóðir. Hjört-
ur sagði að ferðamenn, sem
legðu leið sina um Þingeyjar-
sýslur þyrftu ekki að láta sér
leiðast, og var hann strax fáan-
legur til þess að gefa nokkrar
hugmyndir um skemmtilega
Náttúrufegurð
Mývatnssveitar
laðar
stöðugt til
sín fleiri
ferðamenn,
innlenda
og erlenda.
Mynd: Jón
Jóhannesson.
FV 6 1975
31