Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 35

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 35
Jón Egilsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar: Akureyri er ekki samkeppnisfær á meðan flugvöllurinn er of stuttur — Það vantar 500 metra upp á að flugvöllurinn á Akureyri sé næglilega Iangur til þess að taka. á móti stórum millilandavélum með góðu móti. Á meðan svo er verður staðurinn aldrei samkeppnis- fær við höfuðborga.rsvæðið um ferðamenn. Reykjavík ræður öllu í ferðamálum og við erum möt- uð. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir okkur, sem vinnum að ferðamálum á Norðurlandi. — Þetta sagði Jón Egilsson forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar í viðtali við Frjálsa verslun fyrir skömmu. Jón telur að Norðurland sé ekki síður áhugavert fyrir er- lenda ferðamenn en Suðurland og því beri að bæta úr þeim at- riðium sem rýra möguleika norðanmanna til þess að laða til sín ferðamenn og það þurfi að gerast sem allra fyrst. SKIPULEGGJA ÞARF BÆJARFERÐIR — Þegar við verðum búin að fá flugvöllinn lengdan þá þurf- um við að snúa okkur að ein- stökum atriðum, sem betur mega fara. Ef við lítum t. d. á Akureyri, með augum ferða- mannsins, þá er margt sem bet- ur mætti fara. Við þurfum t. d. nauðsynlega að skipuleggja ferðir um bæinn þar sem það markverðasta væri undirstrik- að, söfn heimsótt og fleira í þeim dúr, sagði Jón. Ferðaskrifstofa Jóns gegnir fjölþættu hlutverki. Eitt af verkefnunum er að taka á móti erlendum ferðamannahópum, sem koma með flugvélum til Akureyrar. Er ekið þaðan með hópana austur í Mývatnssveit og þaðan er þeim ekið aftur á Akureyrarflugvöll og síðan flogið aftur til Reykjavíkur. Bílstjórar Jóns fara daglega í þessar ferðir og stundum er farið í fleiri en eina ferð vegna mikillar þátttöku, því einhvern vegin er það orðið svo að er- lendur ferðamaður getur helst ekki heimsótt landið án þess að geta sagt frá því heima að hann hafi komið til „lake Mývatn". En þó þetta sé ágætt svo langt sem það nær, þá hefur Jón sín- ar athugasemdir við fyrirkomu- lagið. AKUREYRI — MÝVATN — HÚSAVÍK — Ég held að við þyrftum að reyna að notfæra okkur tæki- færið betur. Það er margt fleira að sjá á Norðurlandi en Mý- vatn. Húsavík hefur upp á mjög góða aðstöðu að bjóða. Þar er nýtt hótel og margt að sjá. Ef Akureyri og Húsavík gætu komið á samvinnu í ferðamál- um þá ættu báðir aðilar að geta hagnast á því. Ég gæti hugsað mér ferðir þannig skipu- lagðar að ferðamenn kæmu til Akureyrar með flugi, ækju héð- an til Mývatnssveitar og síðan til Húsavíkur þar sem þeir gistu. Síðan væri komið til Ak- ureyrar, bærinn og nágrenni skoðað og gist hér næstu nótt og flogið síðan til Reykjavíkur. Þetta væri ferð sem gæfi ferða- manninum miklu meira en hraðferðirnar sem við skipu- leggjum nú í Mývatnssveit. VÍÐA SKORTIR AÐSTÖÐU FYRIR FERÐAFÓLK Síðan vék Jón að því að margt væri að skoða og sjá í nágrenni Akureyrar, en litlu staðirnir við Eyjafjörð þyrftu að gera stórátak til þess að geta tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi væri að. Víða væri engin aðstaða til þess að taka á móti fólki í gistingu og 35 Jón Egilsson á Ferða- skrif- stof,unni. FV 6 1975 i

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.