Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 51
Staðarskáli, Hrútafirði
Gisting: Eins, tveggja og þriggja manna her-
bergi. Verði á eins manns herbergi er kr. 1.090,
tveggja manna herbergi kr. 1.700 og þriggja
manna herbergi kr. 2.550.
Hádegisverður kostar frá kr. 500. Kvöldverður
frá kr. 600. Heitir smáréttir, kjúklingar og grill-
steikur fást alian daginn. Einnig kaffi og smui't
brauð.
í tengslum við veitingaskálann er rekin fjöl-
breytt ferðamannaverzlun. Einng benzín- og oliu-
afgreiðsla með þvottaaðstöðu fyrir bílinn.
Dægrastytting: Setustofa er í gistiskálanum
með sjónvarpi. Sundlaug er að Réykjum 10 mín.
akstur. Þar er einnig gufubaðstofa. Á Reykjanes-
tanga er byggðasafn Húnvetninga og Stranda-
manna, þar er m. a. Hákarlaskipið Ófeigur.
Skammt neðan við skálann rennur Hrúta-
fjarðará, kunn laxveiðiá ennfremur er Síká rétt
hjá.
Allt umhverfið er skemmtilegt til gönguferða,
mikið fuglalíf og margt að skoða.
Hotel Edda,
Reykjum, Hrútafirði, sími um Brú.
Gisting: 74 rúm eru í 37 tveggja manna her-
bergjum. Einnig er svefnpokapláss í skólastofum.
í þeim eru kojur með dýnum. Hótelið er opið
írá 1. júlí til 31. ágúst. Eins manns herbergi
kostar 1875 og tveggja manna kr. 2520. Morgun-
verður, hlaðborð, kostar kr. 415. Aðrar máltíðir
eru ekki fáanlegar.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er í
hótelinu. Á Reykjum er einnig sundlaug með
gufubaði. Þar er minjasafn Húnvetninga. Um-
hverfið er skemmtilegt til gönguferða.
Hótelstjóri: Óráðiinn 11. júní.
Hotel Edda,
Húnavöllum við Reykjabraut, A-Húnavatnssýslu,
sími um Blönduós.
Gisting: Á hótelinu eru 40 rúm í 22 herbergj-
um, eins og tveggja manna. Einnig er svefn-
pokapláss í kennslustofum. Eins manns herbergi
kostar kr. 1875 og tveggja manna kr. 2520. Opið
er frá 21. júní til 31. ágúst. Morgunverður kostar
kr. 415 en aðrar máltiðir eru skv. matseðli.
Veitingasalur er opinn frá kl. 8.00 til 23.30.
Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og
sundlaug er við hótelið. Margir hótelgestir veiða
í Svínavatni, skammt frá. Umhverfið er fagurt
og hentugt til gönguferða.
Hótelstjóri: Helga Helgadóttir.
Hótel Blönduós,
Blönduósi, sími 95-4124, er opið allt árið og þar
eru 30 herbergi.
Gisting: Eins manns herbergi kostar 1350 kr.
án baðs og 1800 með baði. Tveggja manna her-
bergi kostar 2700 kr. án baðs og 3200 með baði.
Þá er einnig svefnpokapláss, sem kosta 500 kr.
fyrir nóttina. Morgunverður kostar 400 kr. en
annar matur eftir matseðli.
Dægrastytting: Umhverfis Blönduós eru falleg-
ar sveitir, fjölbreytt landslag og margir fallegir
staðir, en hótelið er fremur hugsað sem viðkomu-
staður en dvalarstaður til einhvers tíma.
Hótelstjóri: Haukur Sigurjónsson.
HÓtel Höfn,
Lækjargötu 10, Siglufirði, sími 96-71514.
Gisting: 14 herbergi eru á hótelinu. Eins
manns herbergi kostar 1790 kr. Tveggja manna
2536 kr. og hjónaherbergi kr. 2835. Bað er á
gangi. Einnig er hægt að útvega svefnpokapláss
eftir 1. júlí. Opið er allt árið. Morgunverður
kostar 380 kr. en aðrar máltíðir eru skv. mat-
seðli. Veitingasalurinn er opinn frá kl. 8 til 23.
Dægrastytting; í bænum eru forvitnilegar
minjar frá síldarárunum, sundlaug er í bænum,
gufubað og golfvöllur. Skemmtileg gönguleið er
upp í Hvanneyrarskál og sést þaðan til Gríms-
eyjar m. a. Hægt er að fara á skiði yfir sumarið.
lúaglega fara áætlanabifreiðir frá Siglufirði til
Akureyrar og koma aftur að kvöldi. Hótelið
getur útvegað veiðileyfi í Miklavatni og útbýr
hótelið nestispakka fyrir gesti í þær dagsferðir.
Hótelstjóri: Steinar Jónasson.
Hótel Akureyri,
Hafnarstræti 98 sími 96-22525.
Gisting: Gistiherbergi eru 19 og opið er allt
árið. Verð. á eins manns herbergi er 1800 kr. á
tveggja manna kr. 2700 og á þriggja manna kr.
3300. Morgunverður kostar 300 kr. en aðrar mál-
tíðir eru ekki fáanlegar á hótelinu.
FV 6 1975
51