Frjáls verslun - 01.06.1975, Qupperneq 55
Héraðsheimilið Valaskjálf,
Egilsstöðum, símar 97-1261 og 1262.
Gisting er ekki lengur fáanleg í Héraðsheimil-
inu þar sem verið er að byggja nýja gistiaðstöðu.
Heitur og kaldur matur er á boðstólnum alla
daga frá kl. 8.00 til 11.30 og kostar morgunmatui
kr. 495, kalt hlaðborð. Aðrar máltíðir eru eftii'
matseðli.
Dægrastytting: Egilsstaðir og umhverfi er fal-
legt hérað og daglega eru ferðir á firðina, að
Eiðum í Hallormstað og til fleiri staða.
Ilótelstjóri: Finnur V. Bjarnason.
Hótel Edda,
Eiðum, Suður-Múlasýslu.
Gisting: Herbergjafjöldi á hótelinu er 40, 82
rúm í eins og tveggja manna herbergjum. Enn-
fremur er svefnpokapláss í skólastofum. Hótelið
er opið frá 21. júní — 30. ágúst. Verð á eins
manns herbergi er 1875 kr. en verð á tveggja
manna 2420 kr. Morgunverður er á 415 krónur.
Verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt mat-
seðli. Veitingasalurinn er opinn frá kl. 8.00 —
23.30.
Dægrastytting: Við hótelið er sundlaug. Einn-
ig er laxveiði í Gilsá í ágústmánuði og silungs-
veiði í Selfljóti. Safnast margir veiðimenn á
hótelið vegna þess. Veiðileyfi á hótelinu. Um-
hverfið er fallegt og hentugt til gönguferða.
Hótelstjóri: Lára Sigurbjörnsdóttir.
Sumarhótelið Hallormsstað,
Gisting: Sumarhótelið Hallormsstað hefur yfir
að ráða 17 herbergjum í barnaskólanum á staðn-
um og 7 herbergjum í húsmæðraskólanum. Hægt
er að fá svefnpokapláss í skólastofum en þá
verða ferðamenn að hafa með sér útbúnað til
næturgistingar. Eins manns herbergi kostar kr.
1.500, en tveggja manna herbergi kostar kr.
2.000. Einnig er hægt að fá aukarúm í herbergi
sem kostar kr. 500. Morgunmaturinn kostar kr.
380, en máltíðir frá kr. 750.
Dægrastytting: Hægt er að fara í gönguferðir
um Hallormsstaðaskóg. Einnig er hægt að fara í
dagsferðir að Skriðuklaustri eða að Valþjófsdal
t. d. Þá kjósa margir að fara í dags ökuferðir
kringum Lagarfljót eðia á hina ýmsu Austfirði.
Hótelstjóri: Ásthildur S. Rafnar.
Hótel Askja,
Eskifirði, sími 97-6261.
Gisting: Á Hótel Öskju eru sjö herbergi, eins
og tveggja manna og kostar rúmið þúsund krón-
ur. Hótelið hefur opið frá kl. 8.00 til 23.00 og
lengur ef þarf. Morgunverður kostar 410 kr. og
aðrar máltíðir eftir matseðli.
Dægrastytting: Silfurbergsnámur eru í næsta
nágrenni og þá Hólmaborg, sem nú hefur verið
friðlýst. Eskif jörður er miðsvæðis á Austf jörðum
og umhverfið er vel fallið til gönguferða.
Hótelstjóri: Kristjana M. Magnúsdóttir.
Hótel Höfn,
Hornafirði, sími 97-8240.
Gisting: Opið er allt árið og eru 40 herbergi í
hótelinu. Eins manns herbergi kostar 2100 og
3600 með sturtu. Tveggja manna kostar 3300,
4500 með sturtu og 4800 með baði. Morgunverð-
ur, hlaðborð, kostar 500 kr. og aðrar máltíðir eru
skv. matseðli.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á
hótelinu og sundlaug er í bænum. Hægt er að
fara í skemmtilegar göngu- eða ökuferðir um
nágrennið og frá Höfn eru farnar tvær ferðir í
viku í Skaftafell. Hótelgestir geta einnig fengið
leigða bíla.
Hótelstjóri: Árni Stefánsson.
Hótel Edda,
Kirkjubæjarklaustri, V-Skaftafellssýslu.
Gisting: 16 herbergi eru í hótelinu og kostar
eins manns herbergi kr. 1875 og tveggja manna
kr. 2520. Svefnpokapláss er einnig fyrir hendi,
rúm með dýnum. Opið er frá 15. júní til 31.
ágúst. Morgunverður kostar kr. 415 en aðrar
máltíðir skv. matseðli.
Dægrastytting: Umhverfi hótelsins er mjög
FV 6 1975
55