Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 57
fagurt og margt að sjá. Hótelið er þægilegur án-
ingarstaður fyrir ferðafólk á leið umhverfis land-
ið.
Hótelstjóri: Margrét ísleifsdóttir.
Hófel Edda,
Skógum, A-Eyjafjöllum, sími um Svignaskarð.
Gisting: 69 rúm eru í 32 herbergjum og svefn-
pokapláss með rúmum og dýnum. Eins manns
herbergi kostar kr. 1875 og tveggja manna kr.
2520. Opið er frá 14. júní til 31. ágúst. Morgun-
verður, hlaðborð, kostar kr. 415.
Dægrastytting: Setustofur með sjónvarpi eru í
hótelinu, ennfremur sundlaug á staðnum og heit
útilaug er í um 15 mín. akstur frá Skógum,
Seljavallalaug. Undir Eyjafjöllum er fagurt og
umhverfið tilvalið til gönguferða. Frá Skógum
er stutt til Dyrhólaeyjar, Víkur í Mýrdal og Sól-
heimajökuls m. a.
Hótelstjóri: Áslaug S. Alfreðsdóttir.
Gistihúsió Hvolsvelli,
Hlíðarvegi 5 ,sími 5134.
Gisting: í hótelinu eru fimm tveggja manna
herbergi. Fyrir einstakling kostar gistingin 1500
kr. og 2200 fyrir tvennt. Morgunverður er fram-
reiddur í borðstofu og kostar 450 kr. Aðrar mál-
tíðir eru ekki á boðstólnum.
Dægrastytting: Hvolsvöllur er mjög miðsvæð-
is á Suðurlandi og þaðan er stutt til Eyjafjalla,
Mýrdalsjökuls, Heklu, Víkur, í Þórsmörk og á
sögustaði Njálu. Hótelið útvegar veiðileyfi á
vatnasvæði Rangár og víða.
Hótelstjóri: Rannveig Baldvinsdóttir.
Hótel Vestmannaeyjar
Gisting: Hótel Vestmannaeyjar hefur upp á að
bjóða 30 gistiherbergi eins, tveggja og þriggja
manna, en einnig er hægt að útvega svefnpoka-
pláss. Opið er allt árið. Verð á eins manns her-
bergi er kr. 2.175, tveggja manna kr. 2.975 og
þriggja manna kr. 3.985, morgunverður er inni-
falinn í herbergjaverði. Baðherbergi er á hverj-
um gangi. Verð á hádegis- og kvöldverði er frá
kr. 495. Ennfremur er á hótelinu veitingabúð
sem er opin alla daga frá kl. 07.00—23.30 og
selur alla algenga grillrétti. Veitingasalur með
vínbar er opinn frá kl. 12.00—23.30.
Dægrastytting: Hótelið sér um ferðir með litl-
um og stórum bílum um eldstöðvarnar og
Heimaey, sýnd er hin öra uppbygging Vest-
mannaeyjarkaupstaðar. Bátsferðir (eingöngu yf-
ir sumartímann) eru farnar þrisvar daglega, far-
ið er meðfram hraunjaðrinum, skoðuð fuglabjörg
og siglt inn í hella. Einnig er margt merkilegt
að sjá í Eyjum, svo sem hinn nýja gíg Eldfells og
hraunið. Vestmannaeyingar eiga mjög sérstakt
náttúrugripasafn, sem flestir skoða meðan dval-
ist er í Eyjum. Það er stórkostleg sjón að sjá,
hversu ötullega hefur verið unnið að uppbygg-
ingu Heimaeyjar.
í sjálfu hótelinu er setustofa með sjónvarpi og
ennfremur er diskótek með vínbar. Að vísu er
ekki sundlaug í Eyjum, hún fór undir hraunið í
gosinu, en það er góð saunabaðstofa fyrir hendi.
Hótelstjóri: Birgir Viðar Halldórsson og
Konráð Viðar Halldórsson.
Hrunamannahreppi, sími um Galtafell.
Vel sett í nánd við hina þekktu ferðamanna-
staði svo sem Heklu, Þjórsárdal, Gullfoss, Geysi
og Skálholt er hótelið á Flúðum.
Gisting: Hvað gistingu varðar hefur hótelið
28 herbergi. Átta af þeim herbergjum eru sér-
byggð góð gistiálma þar sem öll herbergin eru
með baði og auk þess sum þeirra með útisetlaug.
Verð á eins manns herbergi án baðs er kr.
1500, en tveggja manna herbergi án baðs kostar
kr. 2000, Herbergi með steypibaði og útisetlaug
kostar kr. 2800.
Athygli skal vakin á því að þeir sem óska að
dvelja á hótelinu þrjá sólarhringa eða lengur
geta fengið þau kjör að greiða aðeins kr. 2.500 á
dag fyrir gistingu, morgunverð og tvær máltíðir.
í þessu verði er miðað við herbergi án baðs.
Veitingaþjónustan er fyrst og fremst miðuð
við sölu á mat fyrir hópferðafólk sem pantað
hefur fyrirfram og lögð er áhersla á hraða af-
greiðslu annarsvegar og hagkvæmt verð hins-
vegar.
FV 6 1975
57