Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 61
Talsmenn verzlunarsamtakanna spurðir:
Hver er staða verzlunarinnar?
Frjáls verzlun bað framkvæmdastjóra Verzlunarráðs Islands, Þorvarð Elíasson, að lýsa í
stuttu máli viðhorfum sínum til síðustu aðgerða í efnahagsmálum, þróunarinnar undan-
farna mánuði og hverju hann vildi spá um framvindu mála. — I síðasta blaði svöruðu
þessari spurningu framkvstj. Kaupmannasamtakanna og framkv.stj. Fél. ísl. stórkaup-
manna og Bílgreinasambandsins.
Afgreiðsla álagningarákvæða
jákvæð en ekki niðurstaðan
Eftir mjög mikla lækkun á álagningarakvæðum í kjölfar tveggja
gengisfcllinga var heimilað af verðlagsnefnd að þau hækkuðu aft-
'ur þannig nð nokkur hluti lækkunarinnar fékkst aftur reiknaður
inn í álagningarákvæðin. Hið jákvæða við afgreiðslu málsins
verður að teljast meðferð málsins á síðasta stigi, en ekki niður-
staðan.
- segir
Þorvarður
Eliasson
Þorvarður
Elíasson,
fram-
kvæmda-
stjóri
Verzlunar-
ráðs
íslands.
Enda þótt ekki sé hægt að
segja að álagningarákvæðin
hafi nú fremur en áður verið
ákveðin á þann hátt, að meiri
skynsemi verði við komið í
verðútreikningum, þá er því
ekki að neita að málið var nú
lagt fram af hálfu verðlagsyfir-
valda á málefnalegri hátt en átt
hefur sér stað um langt skeið.
Hið neikvæða við þróun verð-
lagsmála er aftur á móti að svo
virðist sem verðlagsákvarðanir
séu stöðugt að komast í miðr
stjórnarlegra form og að fjar-
lægjast markaðskerfið. Sérstak-
lega má benda á að á síðustu
árum hafa fulltrúar verkalýðs-
hreyfingarinnar verið svo til
einráða um afgreiðslu mála í
verðlagsnefnd og á sama tíma
hafa verzlunarmannafélögin
falið A.S.Í. að fara með kjara-
samninga fyrir sína hönd. Það
er því óeðlilega mikið vaid, sem
er komið í hendurnar á alþýðu-
samtökunum, þar sem þau hafa
tvö andlit og snýr annað að á-
kvörðun kaupgjalds, en hitt að
ákvörðun verðlags og bæði eru
í yfirburða valdaaðstöðu hvort
á sínum stað.
FV 6 1975
61