Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 66
Samlíðarmaéur Gísli V. Einarsson, formaður Verzlunarráðs Islands: Verðum að forðast miðstýrt einokunarmarkaðskerfi - Það hefur komið málefnum landbúnaðarins oð sjávarútvegsins í alvarlegt óefni FV.: — Sumir ræðumenn á nýafstöðn'u Viðskiptaþingi rifj- uðu upp, að áð’ur hefðu verið haldnar ráðstefnur og fundir um hagsmunamál verzlunarinn- ar og gerðar þar ályktanir, sem því miður hefðu haft lítið að segja. Er ástæða til að ætla., að þessu verði öðru vísi farið um niðurstöður Viðskiptaþingsins? Gísli: — Einn fundur markar ekki afgerandi spor í hagsmuna- málum nokkurrar stéttar og á það einnig við um Viðskipta- þing, en ætlunin er, að í kjöl- far þess fylgi nokkuð víðtæk kynningarstarfsemi á þeim mál- um, sem þar voru rædd og þeim niðurstöðum, sem þar var komizt að. í þessum skilningi er Viðskiptaþingi þess vegna ekki lokið. Við getum því ekki, fyrr en eftir ár, dæmt um, hvort árangur þess er sá, sem vænzt hefur verið. FV.: — Að hve iniklu leyti getur Viðskiptaþing orðið ráð- andi afl 'um stefnumótun verzl- unarsamtakanna og samkoma sem veitt yrði viðmóta athygli og þinghaldi bændastéttarinnar eða útvegsmanna t. d? Gísli: — Hvort Viðskiptaþing verður stefnumótandi á sama hátt og þing bænda og útvegs- manna fer eftir tvennu: í fyrsta lagi, þátttöku aðila viðskipta- lífsins í þinghaldinu og í öðru lagi fer það eftir því, hvert stefnt verður í efnahagsmál- um og sérstaklega viðskipta- málum hér á landi á næstu árum. Mikilvægi og áhrif þinghalds bændastéttar og út- vegsmanna mótast að mestu leyti af því, hvað þessir at- vinnuvegir eru orðnir miðstýrð- ir og fjarlægir frjálsu mark- aðskerfi. Hjá þessum atvinnu- vegum hefur ákvarðanavaldið dregizt saman og margar mikil- vægustu og örlagaríkustu á- kvarðanir eru nú teknar af rík- isvaldinu eða opinberum aðil- um, sem eru stöðugt að beita valdi sínu og hlutast til um rekstur þessara atvinnugreina. Af því leiðir, að stéttirnar hljóta að byggja upp þinghald sem kemur inn í þetta miö’- stýrða kerfi á sama hátt, til þess að stéttirnar sjálfar geti tekið sameiginlegar ákvarðanir í helztu hagsmunamálum sín- um. Verði horfið frá frjálsu markaðskerfi í verzlunarmál- um og í stað þess komi ákvarð- anir miðstjórnarvalds þá hlýtur það að leiða til þess að kaup- sýslustéttin myndar mótvægi sem gerir henni kleift að taka einnig sameiginlegar ákvarðan- ir og þá ekki sízt í verðlagsmál- um. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, sem er, hvort kaupsýslustéttin eigi að taka upp einokunarstefnu sem rekin yrði af einum miðstjórnaraðila um allt land eða hvort viðhalda eigi viðskiptafrelsi. Það er því engin tilviljun að fyrsta við- fangsefni Viðskiptaþings er hið frjálsa markaðskerfi. Með þvi vill þingið leggja áherzlu á, að það er ekki verzlunin sem bein- ir þróuninni inn á þá braut aði varpa hinu frjálsa markaðskerfi fyrir róða og taka upp mið- stýrt markaðskerfi. Verði þró- unin sú, þá bera opinber stjórn- völd alla ábyrgð; verzlunin mun í þeim leik aðeins fylgja eftir, nauðug eða viljug. Ég veit ekki hvort stjórnvöld sjá í hvert óefni þau hafa komið málefnum landbúnaðar og sjáv- arútvegs með því að þrýsta miðstýrðu markaðskerfi upp á þessa atvinnuvegi. Þá verða af- leiðmgarnar margfalt afdrifa- ríkari og erfiðleikarnir óviðráð- anlegir fyrir stjórnvöld. FV.: — Finnst bér fjölmiðlar hafa gert þinginu skil, eins og efni stóðu til? Gísli: — Ég held, þegar á allt er litið, að ekki sé hægt að segja annað en að fjölmiðlarnir hafi gert þinginu sæmilega góð skil. Þingið var ekki haldið í neinum æsifréttastíl og þess vegna ekki við því að búast að með það væri farið sem slikt, en öll dag- blöðin, útvarpið og sjónvarpið greindu frá því oftar en einu sinni og ég geri ekki ráð fyrir að því sé lokið hjá þessum aðil- um. FV.: — Hvernig myndir þú 66 FV 6 19715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.