Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 76
fær það aðstöðu í gamla sam-
komuhúsinu á Húsavík í sára-
bætur. En þrátt fyrir lélega að-
stöðu hefur leikfélagið starfað
af töluverðum krafti og hyggur
nú á utanlandsferð í sumar.
Mun það fara með „Eg vil
auðga mitt land“ til vinabæjar
Húsavíkur, Álaborgar og áuk
þess til einnar af útborgum
Kaupmannahafnar.
SKATTTEKJUR AF
KÍSILGÚR VERULEGAR
Að lokum kom bæjarstjórinn
inn á iðnað á Húsavík, en eins
og fram kom í upphafi greinar-
innar þá er iðnaður mikill á
staðnum.
— Við erum staðsett í miðju
blómlegu landbúnaðarhéraði,
sagði bæjarstjórinn, og hefur
það orðið til þess að skapa rnik-
inn mjólkuriðnað hér og iðhað
tengdan sláturhúsinu, sem er
eitt af fáum sinnar tegundar hér
á landi. Sláturhúsið uppfyllir
gæðakröfur Ameríkumarkaðar-
ins og höfum við notfært okkur
það og flutt út þó nokkuð magn
af kjöti þangað. Þá er umtals-
verður fiskiðnaður hér. Og þar
sem við erum að tala um iðnað
þá má ekki gleyma Kísilgúr-
iðjunni, sem flytur framleiðslu
sína út héðan frá Húsavík. Bæj-
arfélagið hefur haft verulegar
skatttekjur af kísilgúrnum og
einnig hafa drjúgar tekjur kom-
ið inn í greiddum hafnargjöld-
um. Að vísu eru tekjur þessar
tímabundnar vegna samninga
við ríkið, en er á meðan er. Á-
hrif þessarar verksmiðju eru
ómælanleg fyrir bæjarfélagið
og héraðið allt.
(!
IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIN
FRIGABOHN'* dagoi-dl
KÆLIBLASARAR
Afkösl 500 til 50.000 kcal/klsf.
SCOTSMAN
ÍSMOLAVÉLAR
SKELÍSVÉLAR
co ca El f=I3
FRYSTIVELAR
1/z til 80 hö.
FRYSTI- OG KÆLISKÁPAR
fyrir stór eldhús
n
FRYSTI- OG K/ELIKLEFAR
samsettir úr einingum
FRYSTIKERFI
KRISTINN S/EMUNDSSON
SAFAMÝRI 71 - SÍMI 30031
Almennt leiguflug með
farþega og vörur bæði innan-
lands og til nágrannaland-
anna.
Aðeins flugvélin fær betri
þjónustu en þér.
FLUGSTÚÐIH
REYKJAVÍKURFLUGVELU
SÍMI 1I42E
76
FV 6 1975