Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 77

Frjáls verslun - 01.06.1975, Síða 77
Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn Raufarhöfn hefur skipt um hlutverk - fólksflótti nú úr sögunni Blómatími Raufarliafnar voru síldarárin. Staðurinn óx og mikið fjármagn rann í gegu- um hendur heimafólksins. Það voru byggðar síldarverksmiðj- ur, og heimamcnn voru bjart- sýnir á framtíðina. En svo hætti síldin að láta s já sig. Raufarhöfn liætti að vera pen- ingauppspretta og stór hluti í- búanna flutti b’urtu. í mörg ár var stöðug fólksfækkun á Rauf- arhöfn og á tímabilinu frá 1967 —1973 var ekki eitt einasta hús byggt á staðnum. Þá urðu tíma- mót í sögu Raufarhafnar. Heimamenn horfðust í augu við þá staðreynd að þeir gæt'u ekki lengur treyst á tekjur.af síld- veiðum. Það var stofnað hluta- félag með þátttöku sveitarfé- lagsins og hcimafólks og menn sneru sér að bolfiskveiðum og fiskvinnslu. Og nú hefur brugð- ið svo við að fólki á Raufarhöfn cr aftur að fjölga, húsnæðis- skortur farinn að láta bera á sér og 12 hús eru í smíðum. — Það má eiginlega segja að Raufarhöfn sé staður sem hef- ur skipt um hlutverk. Þessi hlutverkaskipti eru vissulega erfið fyrir stað eins og Raufar- höfn, en hið nýja hlutverk skapar staðnum framtíð. Bær án hlutverks er dauðadæmdur. Við höfum nú horfst í augu við það að síldin kemur ekki aftur, alia vega ekki í þeirri mynd sem hún kom hingað einu sinni, og við þurfum að skapa okkur nýja framtíð. — Þetta sagði Heimir Ingimarsson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn i viðtali við Frjálsa verslun fyrir skömmu. F.V.: — En hvaða hlutverk cr þa.ð sem staðurinn ætlar sér og hvernig er hann undir það búinn að mæta því? Hcimir: — Með stofnun hlutafélagsins Jökuls var fram- tíðin mörkuð að miklu leyti. Jökull gerir út skuttogarann Rauðanúp og rekur frystihús, þar sem heimabátum hefur einnig verið sköpuð löndunar- aðstaða. En því miður er Rauf- arhöfn enn mjög illa undir það búin að verða útgerðarbær. Héðan eru gerðir út 30 smærri bátar og skilyrði fyrir þá eru slæm. Öll hafnarmannvirki hér eru frá síldarárunum og miðuð við þáverandi þarfir. Við stönd- um því frammi fyrir því að Heimir Ingimarsson. þurfa að endurbæta höfnina mikið. Fyrst þarf að byggja löndunarkant fyrir neðan frystihúsið og munum við byrja á því verki árið 1976. Þá erum við með áætlanir um að byggja vinkillagaðan varnar- garð í höfninni fyrir smábáta. Það er mjög brýnt verkefni þar sem bátarnir eru í hættu frá náttúrunnar hendi. Þegar við höfum komið höfninni í viðun- andi horf getum við farið að hyggja að nýjum leiðum í hrá- efnasköpun, en persónulega er ég mjög spenntur fyrir því að hér verði sköpuð meiri fjöl- breytni í atvinnulífinu. Ég held að einhæf atvinnn fæli alltaf frá. Það er á hverj- um stað ákveðinn hópur sem t. d. getur ekki hugsað sér að vinna í frystihúsinu og það fólk hefur litla sem enga at- vinnumöguleika á Raufarhöfn. Við eigum mikið af ónotuðu húsnæði frá síldarárunum. Ef við nýttum það mætti skapa hér mun fjölbreyttara atvinnu- líf, en það sem er hér í dag. Gerði það staðinn meira freist- andi fyrir aðkomufólk. F.V.: — En hvernig er stað- urinn sjálfur undir það búinn að taka við fólki í hugsanlegar nýjar atvinnugreinar? Heimir: — Raufarhöfn hefur verið byggð í hrotum, ef þann- ig má að orði komast. í hvert skipti sem síld kom hingað að ráði, kom kippur i bæinn. Þetta setur sinn svip á staðinn og þessu fylgir vafasamur arfur. — Ég þarf að fara talsvert aft- ur í tímann til þess að geta út- skýrt hvað ég á við. Hér áður keyptu ráðamenn sér gjarnan vinsældir með því að gefa svo og svo mikinn afslátt af álögð- um útsvörum, þannig að raun- verulegar tekjur sveitarfélags- ins urðu kannski aðeins hluti af því sem þær hefðu getað orðið lögum samkvæmt. Hér runnu miklir fjármunir í gegn, en þessir fjármunir skildu lítið eftir sig. í litlu samfélagi eins og Raufarhöfn eru allar meiri- háttar framkvæmdir þungur baggi og hefði því ekki veitt af því fjármagni, sem heimilt var að krefjast við álagningu út- svara. Við þurfum götur, skóla, hafnarmannvirki, félagsheimili og þannig mætti lengi telja. Þessu var lítið sinnt á meðan síldin fékkst. Þá gerðist það að sildin hvarf og heimamenn sátu eftir og fátt bar þess merki að hér hefðu ótrúlegar peninga upphæðir runnið i gegn. Síldar- árin skiluðu bókstaflega engu af sér fyrir Raufarhöfn. Þess vegna verðum við nú að horf- ast í augu við að eiga ótrúlega mikið ógert. FV 6 1975 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.