Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 83

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 83
IÐNflÐUR Byggingariðnaðurinn álíka stór og framleiðsluiðnaðurinn Eftir Ólaf Sigurðsson Byggingariðnaður er ein af stærstu atvinnugreinum íslendinga. Nokk.ur undanfarin ár hafa á milli 11 og 12% starfandi manna í landinu unnið í byggingariðnaði. Þetta er nærri jafnmargt fólk og starfar í almennum framleiðsluiðnaði í landinu og til samanburðar má geta þess að það eru ekki nema rúm 6% sem starfa við fiskveiðar. Þegar talað er um byggingar- iðnað hér er átt við það sem kallað er hjá Hagstofunni bygg- ingar- og mannvirkjagerð. Það felur í sér bæði byggingar á í- búðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og byggingar hvers kyns mann- virkja svo sem vegalagningu, brúargerð, hafnargerð, raforku- framkvæmdir, símalagningu og aðra opinbera byggingarstarf- semi. Þá felur þetta einnig í sér starfsemi ræktunarsambanda. Þá ber að nefna húsnæði, húsa- málun, múrverk, pípulagningu, rafvirkjun og önnur störf iðn- aðarmanna. Loks ber að geta byggingar- og viðgerðarstarf- semi einkaaðila í eigin þágu sem er rúmlega 7 % af allri byggingarstarfsemi í landinu. Bygging íbúðarhúsnæðis hef- ur þá sérstöðu að þátttaka ein- staklinga í henni er miklu meiri en gerist í öðrum atvinnugrein- um. Allir íslendingar reyna að byggja yfir sig að einhverju leyti sjálfir enda eru þessi 7% ekki lítill hluti. Þá einkennist byggingariðnaðurinn allur af því að þar er sennilega einka- framtakið meira ráðandi en á nokkru öðru sviði atvinnustarf- semi. Af þeim fyrirtækjum sem starfa í byggingariðnaði eru um 25% sameignarfélög eða hluta- félög og 75% einkafyrirtæki. Þá er rétt að hafa í huga að þegar talað er um einkafyrir- tæki þá er það allt niður í 1 mann sem vinnur sjálfstætt. Flestar af stóru verksmiðjuein- ingunum eru sameignarfélög eða hlutafélög og ráða því yfir miklu stærri hluta af bygging- ariðnaðinum en fjöldi þeirra gefur til kynna. Alls eru um 1500 fyrirtæki eða rekstrarein- ingar í byggingariðnaði sem eru að sjálfsögðu mjög smá. 10.500 MANNS Árið 1973 störfuðu um 10.500 manns í byggingariðnaði. Segja má að byggingariðnaðurinn skiptist í þrjá nokkuð svipaða hluta að stærð. Stærsti þáttur- inn er byggingarstarfsemi fyrir- tækja af ýmsu tagi. Það felur í sér meðal annars virkjunar- framkvæmdir og ýmis önnur stórverk sem verktakafyrirtæki taka að sér, hvort sem það er gert fyrir opinbera aðila eða fyrir einkaaðila og hvort sem um er að ræða opinberar fram- kvæmdir eða íbúðarbyggingar. Við þennan þátt byggingariðn- aðar störfuðu þá 3445 menn eða rúmlega þriðjungur allra sem störfuðu á þessu sviði. Næsti þáttur að stærð er húsasmíði, húsamálun, múrverk, pípulagn- ingar, rafvirkjun, veggfóðrun og svo framvegis, sem. iðnaðar- menn framkvæma. Við það störfuðu árið 1973 3280 menn. Þriðji þátturinn er síðan fram- kvæmdir hins opinbera sem það sjálft hefur með höndum. Þar er um að ræða vegagerð, og brúargerð, hafnargerð, vita- byggingar, raforkuframkvæmd- ir, símalagningu og aðrar bygg- ingar og viðgerðarstarfsemi hins opinbera. Algengt er að fólk átti sig ekki á hvar skilin eru á milli framleiðsluiðnaðar og bygging- ariðnaðar. Þetta á sérstaklega við um þá þætti framleiðslu- iðnaðar sem beinlínis þjóna byggingariðnaðinum. Meðal stærstu greina framleiðsluiðn- aðar er framleiðsla á ýmsum hlutum sem þarf í byggingar svo sem framleiðsla á sementi, steinsteypu, veggeiningum og hellum, gluggum, hurðum, inn- réttingum, ofnum, einangrun og ýmsu fleira. BREYTINGAR í AÐSIGI Húsbyggingar á íslandi hafa fram á okkar tíma verið fyrst og fremst með þrennu móti. Til aldamóta bjuggu menn í torf- húsum. Þá tóku við timburhús, venjulega járnklædd og máttu heita allsráðandi framundir 1930. Eftir það hafa steinhús byggð með hefðbundnum hætti verið nær eina tegundin af hús- um sem reist hafa verið á ís- landi. Nú sjást þess nokkur merki að breyting sé að verða á þessu. Þegar er farið að fram- leiða hér mikið af fjölbreyttum húsum úr einingum og farið að nota tækni fjöldaframleiðslu við byggingu steinhúsa. Því má bú- ast við að meiri breytingar verði í byggingariðnaði hér á næstu árum, en verið hafa á undanförnum áratugum. FV 6 1975 83

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.