Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 83
IÐNflÐUR Byggingariðnaðurinn álíka stór og framleiðsluiðnaðurinn Eftir Ólaf Sigurðsson Byggingariðnaður er ein af stærstu atvinnugreinum íslendinga. Nokk.ur undanfarin ár hafa á milli 11 og 12% starfandi manna í landinu unnið í byggingariðnaði. Þetta er nærri jafnmargt fólk og starfar í almennum framleiðsluiðnaði í landinu og til samanburðar má geta þess að það eru ekki nema rúm 6% sem starfa við fiskveiðar. Þegar talað er um byggingar- iðnað hér er átt við það sem kallað er hjá Hagstofunni bygg- ingar- og mannvirkjagerð. Það felur í sér bæði byggingar á í- búðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og byggingar hvers kyns mann- virkja svo sem vegalagningu, brúargerð, hafnargerð, raforku- framkvæmdir, símalagningu og aðra opinbera byggingarstarf- semi. Þá felur þetta einnig í sér starfsemi ræktunarsambanda. Þá ber að nefna húsnæði, húsa- málun, múrverk, pípulagningu, rafvirkjun og önnur störf iðn- aðarmanna. Loks ber að geta byggingar- og viðgerðarstarf- semi einkaaðila í eigin þágu sem er rúmlega 7 % af allri byggingarstarfsemi í landinu. Bygging íbúðarhúsnæðis hef- ur þá sérstöðu að þátttaka ein- staklinga í henni er miklu meiri en gerist í öðrum atvinnugrein- um. Allir íslendingar reyna að byggja yfir sig að einhverju leyti sjálfir enda eru þessi 7% ekki lítill hluti. Þá einkennist byggingariðnaðurinn allur af því að þar er sennilega einka- framtakið meira ráðandi en á nokkru öðru sviði atvinnustarf- semi. Af þeim fyrirtækjum sem starfa í byggingariðnaði eru um 25% sameignarfélög eða hluta- félög og 75% einkafyrirtæki. Þá er rétt að hafa í huga að þegar talað er um einkafyrir- tæki þá er það allt niður í 1 mann sem vinnur sjálfstætt. Flestar af stóru verksmiðjuein- ingunum eru sameignarfélög eða hlutafélög og ráða því yfir miklu stærri hluta af bygging- ariðnaðinum en fjöldi þeirra gefur til kynna. Alls eru um 1500 fyrirtæki eða rekstrarein- ingar í byggingariðnaði sem eru að sjálfsögðu mjög smá. 10.500 MANNS Árið 1973 störfuðu um 10.500 manns í byggingariðnaði. Segja má að byggingariðnaðurinn skiptist í þrjá nokkuð svipaða hluta að stærð. Stærsti þáttur- inn er byggingarstarfsemi fyrir- tækja af ýmsu tagi. Það felur í sér meðal annars virkjunar- framkvæmdir og ýmis önnur stórverk sem verktakafyrirtæki taka að sér, hvort sem það er gert fyrir opinbera aðila eða fyrir einkaaðila og hvort sem um er að ræða opinberar fram- kvæmdir eða íbúðarbyggingar. Við þennan þátt byggingariðn- aðar störfuðu þá 3445 menn eða rúmlega þriðjungur allra sem störfuðu á þessu sviði. Næsti þáttur að stærð er húsasmíði, húsamálun, múrverk, pípulagn- ingar, rafvirkjun, veggfóðrun og svo framvegis, sem. iðnaðar- menn framkvæma. Við það störfuðu árið 1973 3280 menn. Þriðji þátturinn er síðan fram- kvæmdir hins opinbera sem það sjálft hefur með höndum. Þar er um að ræða vegagerð, og brúargerð, hafnargerð, vita- byggingar, raforkuframkvæmd- ir, símalagningu og aðrar bygg- ingar og viðgerðarstarfsemi hins opinbera. Algengt er að fólk átti sig ekki á hvar skilin eru á milli framleiðsluiðnaðar og bygging- ariðnaðar. Þetta á sérstaklega við um þá þætti framleiðslu- iðnaðar sem beinlínis þjóna byggingariðnaðinum. Meðal stærstu greina framleiðsluiðn- aðar er framleiðsla á ýmsum hlutum sem þarf í byggingar svo sem framleiðsla á sementi, steinsteypu, veggeiningum og hellum, gluggum, hurðum, inn- réttingum, ofnum, einangrun og ýmsu fleira. BREYTINGAR í AÐSIGI Húsbyggingar á íslandi hafa fram á okkar tíma verið fyrst og fremst með þrennu móti. Til aldamóta bjuggu menn í torf- húsum. Þá tóku við timburhús, venjulega járnklædd og máttu heita allsráðandi framundir 1930. Eftir það hafa steinhús byggð með hefðbundnum hætti verið nær eina tegundin af hús- um sem reist hafa verið á ís- landi. Nú sjást þess nokkur merki að breyting sé að verða á þessu. Þegar er farið að fram- leiða hér mikið af fjölbreyttum húsum úr einingum og farið að nota tækni fjöldaframleiðslu við byggingu steinhúsa. Því má bú- ast við að meiri breytingar verði í byggingariðnaði hér á næstu árum, en verið hafa á undanförnum áratugum. FV 6 1975 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.