Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 85
Frá ráðstefnu um byggingarmál á Morðurlandi Samdráttur gerir vart við sig í norðlenzkum byggingariðnaði Samdráttur g-erir nú vart við sig í norðlenzkum byggingariðnaði og fyrir skömmu efndi Fjórö- ungssamband Norðlendinga til ráðstefnu um málið í samráði við Landssamband iðnaðarmanna og samtök meistara á Norðurlandi. Árið 1973 gekkst Fjórðungssambandið fyrir húsnæðiskönnun á Norðurlandi og var sú könnun bætt fyrir ráðstefnuna. Kemur bar fram að áætluð bygginga- liörf íbúðarhúsnæðis í fjórðungnum árið 1974 var 312 íbúðir, en aðeins tókst að ljúka 244 'þeirra í fyrra, eða 78% af þörfinni. Á skorti 68 íbúðir. Áætluð byggingarþörf árið 1975 er 316 íbúðir, en áætlað er að fullgerðar verði 298 íbúðir, eða 94,3% af þörfinni. Á vantar þá 18 íbúðir, svo að ,skuld‘ áranna ’74 og ’75 verður því 86 íbúðir. Jón Geir Ágústsson, byggingarfulltrúi á Akureyri, telur að það bil vcrði að vinna ,upp árið 1976. í byggingu fyrri hluta ársins 1975 eru 762 íbúðir. Lóðaút- hlutun ársins 1975 er orðin fyr- ir 318 íbúðir. Áætla má að haf- in verði bygging 90% þeirra íbúða eða 286. Eins og áður sagði er áætlað að fullgerðar íbúðir á þessu ári verði 298 og verða því í byggingu árið 1976 750 íbúðir og að auki nýbyrj- anir þess árs, sem áætla má að verði 300 íbúðir. Samtals yrðu því 1050 íbúðir í bygg- ingu seinnihluta árs 1976. Áætlaður fjöldi fullgerðra íbúða á því ári er 28% af þeim ibúðum, sem í byggingu eru, og er þar stuðst við fram- kvæmdir ársins 1975. Sam- kvæmt því verða fullgerðar íbúðir 1976 samtals 294. Á vantar 11 íbúðir. Standist þessi áætlun verða fullgerðar ibúðir áranna 1974- 1976 því alls 836, en voru sam- kvæmt könnuninni áætlaðar 933, en það er 97 íbúðum of lítið samkvæmt áætlun um íbúðarþörf á Norðurlandi. Er þetta 89.6% af íbúðarþörf þess- ara 3ja ára. Þegar áætlanir ein- stakra staða eru athugaðar sést að á árinu 1974 eru það aðeins Blönduós og Akureyri, sem byggðu umfram áætlaða þörf og Svalbarðseyri byggði samkvæmt áætlun. Samkvæmt tölum um íbúðarþörf og full- gerðar íbúðir árið 1975, en báð- ar þær tölur eru áætlaðar, þá nær Árskógshreppur sinni áætlun, en Hvammstangi, Skagaströnd, Hofsós, Grímsey, Dalvík, Akureyri, Raufarhöfn og Þórshöfn byggja umfram áætlun ársins. Þegar hins veg- ar tölur beggja áranna 1974 og 1975 eru skoðaðar kemur í ljós að á Hvammstanga er byggt samkvæmt áætlun, en á Skaga- strönd, Hofsósi, Dalvík og Ak- ureyri er byggt umfram áætl- un. Öttast samdrátt Þær blikur eru nú á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar að margir óttast að mjög dragi úr húsbyggingum. Útlit er fyrir að ekki verði hafin bygging nægilega margra ibúða á árinu 1975 sbr. það sem áður er sagt (skuld áranna 1974 og 1975 samtals 86 íbúðir), þannig að flytja þurfi fjölda íbúðarbygg- inga fram á árið 1976, sem verður að teljast mjög óæski- legt. Enda þótt hafin verði bygging 286 íbúða á þessu ári, er ástæða til að óttast, eins og nú horfir í efnahagsmálunum, að nýbyrjanir ársins komist skammt á veg á sumrinu og þá er stoðum kippt undan at- vinnuöryggi i byggingariðnaði á komandi vetri. Þetta leiðir einnig af sér að á árinu 1976 verður álag i byggingariðnaði langt umfram það eðlilega, ef stefna skal að því að byggja það íbúðarhúsnæði, sem þörf er á. Allar horfur eru á því að verulegar sveiflur verði í iðn- greininni enn einu sinni, verði ekkert að gert, og þar með verði bæði að þola íbúðarskort og mikla erfiðleika í byggingar- iðnaði, sagði Jón Geir í fram- söguræðu. Fjölgun mannára í bygg- ingariðnaðinum Það kom fram á ráðstefnunni að mannárum í byggingarstarf- semi hefur í heild fjölgað nokkuð í landinu. Dálítill sam- dráttur varð þó árið 1970, sem stafar aðallega af minni byggingarframkvæmdum við Straumsvík og Búrfell. Á Norðurlandi hefur byggingar- starfsemi einnig aukizt jafnt og þétt og er hið sama að segja um aðra landshluta. Sé t. d. miðað við úrvinnslugreinar, þá hefur hlutfall byggingarstarf- semi úrvinnslu aukist að mun, sé miðað við árabilið 1969-1973. Á landinu öllu var t. d. hlut- fall byggingarstarfsemi af úr- vinnslugreinum 24.9% árið 1969, en 25.8% árið 1973. Á Norðurlandi voru hlutföllin 21.9% árið 1969 og 23.9% árið 1973. Opinberar framkvæmdir hafa aukist á Norður- landi Byggingarstarfsemi á vegum hins opinbera hefur verið 25- 30% af allri byggingarstarf- semi í landinu 1969-1973. Mest hefur hún verið í Reykjavík eða um 35%, en minnst á FV 6 1975 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.