Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 86

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 86
Reykjanesi eða í kringum 10%. Á Norðurlandi er byggingar- starfsemi á vegum opinberra aðila u. þ. b. 23% af allri bygg- ingarstarfsemi. Þá kemur greinilega fram, að byggingar- starfsemi opinberra aðila hefur dregist töluvert saman á árinu 1972, en hefur þó aukist aftur árið 1973, nema á Norðurlandi, þar hefur ekki verið eins lítill vinnukraftur við opinberar framkvæmdir síðan fyrir árið 1969. Húsavík hefur mesta hlut- fallsaukningu á Norður- landi Á Norðurlandi f jölgaði mann- árum í byggingariðnaði jafnt og þétt 1970, 1971 og 1972, en mjög dró úr þeirri aukningu 1973. Hlutfallslega mesta aukn- ingin var á Húsavík, en þar hafa mannár í byggingariðnaði tvöfaldast á tímabilinu. Á Siglufirði hefur mannafli við byggingarframkvæmdir minnk- að 1970-1971, en aukist síðan. í sýslum Norðanlands hefur hlutfallsleg þróun mannára í byggingarstarfsemi verið lök- ust í Norður-Þingeyjarsýslu, en hins vegar hefur aukningin orðið hlutfallslega mest í Skagafjarðarsýslu. Byggingarstai-fsemi er til- tölulega mest á Hofsósi og Blönduósi Mannár í byggingarstarfsemi af beild í landinu er 11.9%, en á Norðurlandi 11.2%. Hlut- ur byggingarstarfsemi í at- vinnu íbúa á Norðurlandi er því mjög nálægt meðallagi. Ef litið er nánar á hlut byggingar- starfsemi í atvinnu innan ein- stakra sveitarfélaga, kemur í ijós, að af þrettán hreinum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi, eru átta, þar sem byggingar- starfsemi er fyrir ofan lands- meðaltal. Hlutfallið er hæst á Hofsósi og Blönduósi eða 18.4% og 17.9% af allri atvinn- unni. Lægstur er hlutur bygg- ingariðnaðarins á Þórshöfn og Raufarhöfn, 6.2% og 4.3%. Af öðrum sveitarfélögum á Norð- urlandi eru aðeins fjögur þar sem mannár í byggingarstarf- semi eru fyrir ofan meðallag. Þar er Svalbarðsstrandar- hreppur efstur með 26.6%. í flestum strjálbýlissveitarfélög- um á Norðurlandi er hins veg- ar hlutur byggingarstarfsemi mjög lítill. 30% íhúðarhúsa á Norður- landi 15 ára og yngri Heimildir fyrir aldursflokk- un íbúðarhúsa allt til ársins 1970 er að finna í skýrslu Fast- eignamats ríkisins um húsnæði á skipulagsskyldum stöðum. Ýmsir annmarkar eru á þess- ari skýrslu, svo sem, að tiltölu- lega mörg hús á hverjum stað hafa ótilgreindan aldur, en það rýrir mikið gildi upplýsing- anna. Byggingartími húsa er á reiki vegna mismunandi hug- taka um, hvenær hús eru fuil- byggð og viðbyggingar eru oft taldar með eldra húsnæði. Heimildir fyrir tölu húsa frá 1971-1974 eru frá heimamönn- um. Hlutfallslega mest af hús- næði með ótilgreindan aldur er á Hofsósi eða 73.1% og í Grímsey 30%. Samandregnar tölur yfir Norðurland sýna, að hlutfall húsa með ótilgreindan aldur er 12.2% og hús byggð fyrir 1930 eru 14.9%. Með öðr- um orðum, um 30% íbúðarhúsa á Norðurlandi eru 15 ára og yngri. Rúmlega 900 íbúðir á þétt- býlisstöðum á Norðurlandi hafa verið feknar í notkun síðastliðin fimm ár Frá árinu 1960 til og með árinu 1974 hefur 2291 íbúð verið tekin í notkun í þéttbýl- isstöðum á Norðurlandi. Þar af hafa 1218 íbúðir verið teknar í notkun á Akureyri. Næst flestar íbúðir hafa verið tekn- ar í notkun á Húsavík 235 og á Sauðárkróki 202 íbúðir. Mið- að við, að tímabilinu 1960-1974 sé skipt í þrennt, þá kemur eftirtalinn fjöldi íbúða, sem teknar hafa verið í notkun á hvert tímabil. Frá 1960-1964 koma 577 íbúðir, 1965-1969 voru 786 íbúðir teknar í notk- un og árin 1970-1974 voru 926 íbúðir teknar í notkun. Mest SJÁVARFRÉTTIR Nýtt tímarit um sjávar- útvegsmál, markaðsmál, tækninýjungar og margt fleira. Askriftasímar 82300 - 82302 86 FV 6 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.