Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 93

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 93
Skrifstofuvélar - Talstöðvar - Skrifstofutæki: Við viljum vekja athygli væntanlegra auglýsenda í þessum þætti á því, að panta pláss tímanlega svo tryggt sé, að viðkomandi frásögn komi á sem hæfilegustum tíma fyrir auglýsandann. PVE talstöðvar vinsælar Þörfin fyrir betri og öruggari talstöðvar í farartæki eykst sífellt. Með aukinni rafeindatækni hafa örbylgjustöðvar (VHF tíðni) rutt sér mikið til rúms. Þetta er eina tíðnisviðið þar sem notendur slíkra tækja hér á landi fá úthlutað eigin talrás. Þetta þýðir aukið öryggi og þægindi fyrir notand- ann, sem er óháður fjarskiptum annarra talstöðvaeigenda. Litlar líkur eru því á, að aðrir hlusti á hans eigin fjarskipti, og hvert kall sem heyrist á hans rás, er eingöngu fjarskipti hans eigim fyrir- tækis. PYE, sem er breskt fyrirtæki og leiðandi í þessari tækni, hef- ur selt hér mikið af þessum tal- stöðvum, aðallega til stofnana eins og lögreglu og annarrar öryggisþjónustu. En sífellt bæt- ast fleiri einkaaðilar við, t. d. steypustöðvar, verktakar, bank- ar og heildverzlanir. PYE bíla- og handtalstöðvar eru fyrir- ferðarlitlar og algjörlega hljóð- lausar, þar til kall berst, en ekki sífellt suðandi eins og önn- ur kerfi. Stöðvar sem þessar kosta frá um kr. 190.000, en arðsemisútreikningar sýna, að fjárfestingar- og rekstrarkostn- aður slíkra stöðva er aðeins um 2% af rekstri bíls — og r' PYE FM bílatalstöð og PYE vasatalstöð. ekki þykir það mikið, þegar ljóst er, að í flestum tilfellum geta eigendur svona kerfa spar- að allt að eina bifreið af hverj- um 5. Umboð fyrir PYE hefur Heimilistækni sf., Sætúni 8. REMINGTON RAND skjalaskápar Orka hf., Laugavegi 178, flytur inn Remington Rand skjala- skápana og er hægt að fá þá tveggja, þriggja, fjögurra og fimm skúffa. Skáparnir eru sérstaklega vel útbúnir, spjaldskrárkerfi, röðunarkerfi og þessháttar búnaður er fáanlegur m-eð skúffum í vandaðri útfærslu. Skáparnir sem eru fyrirliggjandi, eru í mild- um gráleitum lit. Þá hefur Orka einnig fyrirliggjandi eldtrausta skjalaskápa fra Remington Rand, tveggja og fjögurra skúffa. Verð beggja teg- unda er hagstætt í samanburði, en allar nánari upplýsingar er að fá í umboðinu Laugavegi 178, sími 38000. FV 6 1975 93

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.