Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 7
í stuttu máli # Brezk ríkisfyrirtæki eyða 20% of mikið Verulega athygli hefur vakið að á sama tíma og hinum almenna Breta er sagt að herða sultarólina kemur í Ijós að hið opinbera og ríkisfyrirtæki þar í landi eyða 20% meira en allað er. Er þetta mál í rannsókn. Bæði þar og ann- ars staðar virðist tilhneiging til þess hjá fyrirtækjum sem eru alger ríkiseign að bjarga sér elcki upp á eigin spýtur held- ur leita beint til ráðuneytis með öll sín vandamál. Eru áreiðanlega dæmi um þetta hér á landi einnig. Reynslan vii’ð- ist betri af þeim félögunum sem rekin eru á hliðstæðan hátt og hlutafélög á al- mennum markaði. # Olían og pundið Tilhneigingar virðist gæta hjá olíu- löndunum að óska eftir greiðslum í doll- urum í ríkara mæli en áður í stað sterl- ingspunda. Er þetta m. a. rakið til þess að sum olíulöndin þurfi að greiða eign- arnámsbætur til bandarískra fyrir- tækja. Saudi-Arabía hefur þcgið um (10% tekna sinna i dollurum en um 40% í pundum en mun nú fara fram á til- tölulega aukningu dollaragreiðslna. Þá er verið að stofna banka í New York í samvinnu milli Araba og Bandaríkja- manna. Allt þetta er talið geta aukið á crfiðleika sterlingspunds þannig að gcngi þess falli á alþjóðamarkaði. # Pant en ekki byrja Dómsdagsspámennirnir hafa þagnað. Elestir sjá að vandinn á liðandi stund er að blása líl'i í efnahag þjóðanna en ekki að spara til þess að heimurinn far- ist ekki úr hráefna- og matvælaskorti. En enginn hefur viljað byrja að þenja seglin. Á þessu stigi virðist greinilegt að tckist hefur að ná þeim tökum á ástand- inu í iðnríkjunum stóru að krcppan verði ckki meiri en orðin er. Hins vegar getur dregist að úr rætist. Vestur-Þjóð- verjar hafa haft gildan gjaldeyrisvara- sjóð en ekki viljað örva efnahagslífið af ótta við verðbólgu, Frakkar hafa einnig farið varlega í sakirnar og Bandaríkja- menn. Bi’etar geta sig lítið hi*eyft. Nú hafa Vestur-Þjóðverjar og Fi’akkar snú- ið við blaðinu og ákveðið að hefja sókn. Bandai'íkjamenn segjast þegar liafa gert of mikið enda þótt aði’ir liggi þeinx á hálsi fyrir að liafa gert ol' lítið til að hrinda efnahagshjólinu af stað. # Stórverzlanir greiði með smáverzlunum ? I sumum löndum þykir fækkun vei*sl- ana hafa keyrt úr liófi fram og í Sví- þjóð hefur komið fram tillaga um að leggja skatt á stórverslanir sem yrði varið til stuðnings við minni verslanir. Þetta er áreiðanlega erfitt í framkvæmd en beinir athyglinni að því að heppilegt kunni að vcra að gera upp við sig fyrir- fram inn á hvaða brautir æskilegt er að beina breytingum á starfsháttum versl- unarinnar. # Verða 20 þús. hlutafélög leyst upp? Nú er liðinn frestur sá sem hlutafé- lögum í Danmörku var gefinn til að gera vissar ráðstafanir í sambandi við hlutafjáreignir sínar. Fæst þeirra hafa farið cftir þessum fyrinnælum og ef hið opinbera gerir alvöru úr fyrirætlunum sínum gæti málssókn af þess hálfu leitt til upplausnar um 20000 hlutafélaga þar i landi. # Skattamálin víða á döfinni Það cr víðar en hér sem skattamálin eru til umræðu. Þykja ýmsir frádrátt- arliðir orðnir handahófskenndir og koma þcim ríkustu lielst til góða. Bent er t. d. á að blindur maður lái ekki frá- drátt vegna liunds sem leiðir hann en forstjórinn fái frádrátt fyrir lúxuskerr- una sína. Þá hefur hin vaxandi verð- hólga þar sem hér gert fjámmnamynd- un í fasteignum og viðhald þeirra hag- kvæmara en áður og eru ekki allir á sama máli um ágæti þess. Hjá Norð- mönnum er olian að sjálfsögðu kapítuli út af fyrir sig. Hafa þeir nýlega scnt frá sér skýrslu þar sem rciknað er með mun hærri sköttum á oliuvinnslu en fyrir verðsprengingar Arabaríkjanna. FV 9 1975 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.