Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 11

Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 11
Skipasmíðastöðvarnar: Næg verkefni út næsta ár- Stálskipasmíði á uppleið Umfangsmikil ráðgjafastarfsemi danskra aðila tíl að bæta samkeppnisaðstöðuna íslensk stálskipasmíði er á uppleið og það sama er að segja um rekstrarafkomu þeirra stöðva sem hana stunda. Stöðvarnar hafa næg verkefni út árið 1976, en hvað þá tekur við er erfitt að segja til um á þessu stigi málsins. Það fer mikið eftir aflabrögðum. Hvað við kemur verði, þá eru innlendu stöðvarnar samkeppnisfærar við þær erlendu. Annars er afstætt að tala um verð. Það er spurn- ing hvort togari sem er ódýr í innkaupum, en þarf að byrja á því að liggja í höfn til viðgerðar, sé í raun og veru ódýr. Hjá íslenskum skipasm íðastöðvum er þetta óþekkt fyrirbæri, enda vita skipasmiðir hér hvaða álag bíður skipanna í kr ing um landið. Þetta var kjarninn í því sem Guðjón Tómasson, fram- kvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiða sagði þegar hann var inntur eftir horfunum í ís- lenskum skipasmíðum. En hvað er um að vera í ís- lenskum skipasmíðastöðvum? Það má ef til vill telja umfangs- mikla ráðgjafarstarfsemi danska fyrirtækisins Svejse- centralen meðal þess sem er mankverðast í iðnaðinum um þessar mundir. Tilgangur ráð- gjafarstarfseminnar er að bæta samkeppnisaðstöðu stöðvanna með enn betri skipum og styttri afgreiðslutíma en þeim sem stöðvarnar geta nú boðið upp á. Einnig er tilgangurinn að draga úr framleiðslukostnaði. Ráðgjafarstarfsemin fer fram í þremur skipasmíðastöðvum um þessar mundir, þ. e. í Slipp- stöðinni á Akureyri, hjá Þor- geiri og Ellert á Akranesi-og Stálvík í Garðahreppi. UPPHAF MÁLSINS Upphaf þessa máls var það, að Iðnþróunarstofnun íslands í samvinnu við Iðnaðarráðuneyt- ið og Iðnþróunarsjóð gerði samning við Svejseoentralen um ráðgefandi starfsemi við ís- lenska skipaiðnaðinn. Fyrr- greindir aðilar sjá einnig um fjármögnun verkefnisins að stórum hluta. Danirnir skipu- leggja smíðarnar, en íslensku tæknimennirnir fylgja þeim eftir og kynnast vinnubrögðum þeirra um leið og þeir vinna samkvæmt verkáætlun þeirra. Smiðinni skipta Danirnir niður í eftirtalda fjóra þætti: Hlutaskiptingu, en með henni er meint að skipinu er skipt í ákveðna hluta (sektioner), þar sem hver hluti fær sitt ákveðna númer. Þessir hlutar eru síðan miðdepillinn bæði í sambandi við teikningar og framleiðslu og er hver ihluti þá sjálfstæð eining. Markmiðið með þessu er hreinni og hagkvæmari vinnubrögð, auðveldari yfirsýn bæði við teikningar og fram- leiðsluáætlanir, svo og örugg- FV 9 1975 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.