Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 12

Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 12
ara eftirlit með virkni fram- leiðslunnar og fl. Teiknivinnu, þar sem megin- áhersla er lögð á að aðlaga teikningar hlutunum sem áður er minnst á. Eru það þá ein eða fleiri teikningar sem sýna hvern hlut. í þessum hluta er farið út í fleiri og niákvæmari teikningar auk þess sem verk- lýsingar eru greinilega skýrðar út á hverri teikningu. Með teikningunum fylgja efnislistar yfir allt efni sem nota á til smíða á hverjum hlut. Mark- miðið með þessu er fyrst og fremst það, að gera smiðunum kleift að ganga beinna til verks og að koma í veg fyrir vafa- atriði sem seinka framkvæmd- um. Framleiðsluaðferðir, en í þeim hluta felast tilraunir til að einfalda vinnubrögð og að- ferðir við smíði skipsbotnsins. Þegar hafa verið teknar upp nokkrar nýjar aðferðir ogmætti þar sérstaklega nefna smiði byrðingsins, sem nú er smíðað- ur á svokölluðu pinnaplani. Þar eru böndin ásamt hyrnum og fl. soðin á byrðinginn og er hann er fullgerður er honum lyft upp á garðana þar sem skipið á að rísa. Þar er hann látinn falla að dekkjum og þiljum. Áður var bandreist á görðum og byrðingsplötumar felldar þannig á böndin. Var þá unnið í talsverðri hæð og við mun örðugri aðstæður. Með þessum breytingum nást líka meiri vinnuafköst. Verkþjálfun, en í henni felst aðstoð ráðgjafanna við smiðina á verkstæðunum, en þá eru smiðunum kynntar ýmsar að- ferðir við hina eiginlegu fram- leiðslu, t. d. skurð, suðu og fl. Undir þessum lið er einnig ætl- unin að halda námskeið fyrir smiðina. Þegar Svejsecentralen hefur svo lokið verkefni sínu í þess- um þremur skipasmíðastöðvum er ætlunin að aðrar stöðvar hér á landi fái miðlað fróðieiknum. VERKIN UNNIN Á BESTA STAÐ í STÖÐINNI — Það má í stuttu máli segja, að þetta nýja fyrirkomulag geri starfsmönnunum kleift að vinna verk sitt á besta stað í stöðinni við bestu aðstæður í stað þess að þurfa að vinna á versta stað við verstu aðstæður, sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, þegar hann var inntur eftir árangri af ráðgjafarstarfsem- inni. Slippstöðin byrjaði á smiði skuttog£u-a á síðasta ári, þ. e. um leið og ráðgjafarstarfsemin hófst, og sagði forstjórinn að árangurirun væri mjög jákvæð- ur það sem af væri og virtist hafa reglulegan sparnað í för með sér auk þess sem yfirsýn með verkinu væri auðveldari. — Á þessu stigi málsins er útlit fyrir að þetta nýja vinnu- fyrirkomulag muni gera verkið 20% ódýrara en það hefði orð- ið með hefðbundinni vinnuað- ferð. Reynist það rétt, þá segir það mikið um gildi þessarar ráðgjafarstarfsemi, sagði Gunn- ar. Jón Sveinsson í Stálvík hafði sömu sögu að segja og Gunnar. Hann kvaðst vænta sér mjög mikils af ráðgjafarstarfinu og telur að nýju vinnuaðferðimar, sem Danirnir kenna, bæti mik- ið samkeppnisaðstöðu íslensku stöðvanna. — En það er ekki nóg að fá ráðgjafarþjónustu, ís- lenskur skipaiðnaður krefst þess að ráðamenn hér horfi meira til innlendra smíða en til innflutnings á erlendum skip- um, mismunandi góðum, sagði Jón. VERKEFNI EINSTAKRA STÖÐVA í framhaldi af þessu leitaði Frjáls verslun upplýsinga hjá hinum ýmsu skipasmíðastöðv- um, bæði smáum og stórum, um hvaða verkefni þær væm með og hvernig horfur væru um þessar mundir. Stálvík: Þar er nú verið að smíða alhliða veiðiskip fyrir Matthías Óskarsson í Vest- mannaeyjum. Skipið mun geta stundað togveiðar, skutdrátt, hringnótaveiðar, neta og línu- veiðar og verið auk þess með flotvörpu. Skipið er um 150 tonn og verður tilbúið til af- hendingar innan nokkurra vikna. Þá er búið að semja um smíði tveggja togara, en það eru Einar Ólafsson og fl. á Suðureyri sem kaupa annan þeirra, en hinn fer til Sæfinns hf. i Reykjavík. Undirbúninigur að smíði á skipi Sæfinns er haf- inn. Jón Sveinsson forstjóri sagði að stöðina vantaði samn- inga um 1—2 skip til viðbótar ef vel ætti að vera, en hann var þó bjartsýnn á framtíðina og kvaðst sannfærður um að það birti til hjá þeim eins og öðr- um innan skamms. Slippstöðin á Akureyri: Þær nýsmiðar sem þar er unnið að, er skuttogari sem fer til Sand- gerðis, en hann er 470 tonn að stærð. Áætlað er að hann verði tilbúinn til afhendingar um mánaðamótin feb.—mars 1976. Þá er búið að semja við Þórð Óskarsson á Akranesi um sams konar togara og verður hann væntanlega afhentur eigendum í jan. 1977. í febrúar á næsta ári kemur til stöðvarinnar tog- araskrokkur sá sem Útgerðar- félag Dalvíkur er að láta smíða í Noregi. Sá togari verður 420 tonm og er ætlunin að Slippstöð- in sjái um frágang á vél og ýmis konar útbúnaði. Aðalvél togarans verður af gerðinni Wichmann, en það er Einar Farestveit sem hefur umboð fyrir þær vélar hér á landi. Að sögn Gunnars Ragnars er verið að ganga frá samningum við einn aðila í viðbót um smíði skuttogara og ef hægt verður að fá einn samning um smíði til viðbótar, þá hefur stöðin samfelld verkefni við nýsmíðar fram í ágúst 1977. Þorgeir og Ellert á Akranesi: í stöðinni er nú verið að smíða tog- og nótaskip fyrir Bessa hf. í Vestmannaeyjum. Skrokkur- inn er klár núna og verið að ganga frá vélum. Ætlunin er að togarinn verði tilbúinn snemma á næsta ári. Stöðin er búin að 12 FV 9 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.