Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Síða 14

Frjáls verslun - 01.09.1975, Síða 14
væru orðnir harðir keppinautar trébátanna, Sjálfur sagðist Jón tortrygginn gagnvart plastbát- um og sagðist vera sannfærður um að trébátarnir hefðu aUtaf vinninginn yfir þá, sérstaklega hér við land. Slippfélagið í Reykjavík: Þar er engin nýsmíði í gangi um þessar mundir og nokkur ár frá því að stöðin var með þann- ig verkefni síðast. Nú er það fyrst og fremst hreinsun og málun og ýmis konar viðhald skipa sem stöðin fæst við. Þór- arinn Sveinsson hjá Slippfélag- inu sagði að starfsmenn fyrir- tækisins væru milli 50 og 60 og merktu þeir engan samdrátt. Dröfn hf. í Hafnarfirði: Að imdanförnu hefur stöðin verið með all mörg verkefni í sam- bandi við viðgerðir á bátum, en auk þess er langt komið smiði 38 smálesta trébáts, sem er enn á nafni stöðvarinnar. Um 40 starfsmenn vinna hjá stöðinni og samhliða bátasmíði og við- gerðum vinna þeir við smíði innréttinga í stærri byggingar. Vigfús Sigurðsson hjá Dröfn sagði að meira væri að gera nú eftir sum-arfrí en það var fyrr í sumar, en hvað það entist lengi væri erfitt að spá um. Dráttarbraut Keflavíkur: Engar nýsmíðar eru hjá stöð- inni um þesar mundir en nægi- leg verkefni við viðgerðir. M. a. er verið að vinna við stóra við- gerð á m.b. Sigurpáli, sem skemmdist af eldi. Hann þarfn- ast nýrra innréttinga og nýrra tækja og auk þess þarf að yfir- fara hann allan. Árni Björg- vinsson hjá Dráttarbrautinni sagði að greiðsluörðugleikar út- vegsins í dag gerðu stöðinni erf- itt fyrir og sömuleiðis skortur á lærðum mönnum til skipa- smíða. Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Að sögn Óskar Guðmundssonar yfirverkstjóra er stöðin með næg verkefni við viðgerðir, m. a. 5 stóra stálbáta, en mörg ár eru liðin síðan Skipasmíðastöð Njarðvíkur fékkst síðast við ■nýsmíði. Milli 50 og 60 manns vinna í stöðinni. Daníel Þorsteinsson og Co., Reykjavík: Nokkur ár eru lið- in síðan stöðin var síðast með nýsmíðar og er nú eingöngu unnið við viðgerðir þar. Að sögn Sigurðar Guðjónssomar, skrifstofustjóra, eru trygg verk- efni í u. þ. b. mánuð fram í tímann en þá fer að skorta verkefni. Um 25 starfsmenn eru hjá stöðinni. Jóhann Gíslason, Skipasmiða- stöð, Hafnarfirði: Hjá Jóhanni er verið að smíða 4 tonna opinn vélbát fyrir Óskar Þórðarson í Breiðafirði..Báturinn verður af- hentur fljótíega. Þá er verið að ganga frá samningum um srniði tveggja kappróðrarbáta, sem eiga að fara til Seyðisfjarðar. Að sögn Jóhanns er miklu minna að gera hjá stöðinni nú en áður og kvaðst hann þeirrar skoðunar að þeir þyrftu að fara að leita fyrir sér með verkefni af öðru tagi. Ástæðurnar fyrir samdrættinum taldi Jóhann vera þær, að mikið væri kom- ið af bátum af þeirri gerð sem þeir smíða og eins væru plast- bátarnir orðnir harðir keppi- nautar. Jóhann sagði að sér dytti einna helst í hug einhver verkefni í sambandi við smiði innréttinga í stálskip. í stöð- inni vinna 3 menn, en þegar flest var voru starfsmemnirnir 8—9. Vör hf. á Akureyri: Að sögn Hallgríms Skaftasonar hjá Vör er stöðin með 29 tonna trébát í smíðum, en hann er 7. bátur- inn í raðsmíðaðri seríu. Þessi bátur mun fara til Raufarhafn- ar. Vör hefur nægileg verkefni fram í apríl 1976, en eftir það hefur ekki verið samið um neinar smíðar. Nokkrir aðilar hafa þó rætt um smíðar án þess að gera bindandi samninga. Hallgrímur sagði að svo virtist sem nú væri farið að þrengja að með nýsmíðar á trébátum, em því meira sótt á um við- gerðir. Taldi hann að þetta gerðist alltaf þegar erfiðir tím- ar væru. áaðhalda veislu? SELJUM ÚT HEITAN VEISLUMAT KALT BORÐ smuríhmud veislubnuið ISLENSK FYRIRTÆKI '75-76 er komin út ÍSLENSK FYRIRTÆKI er skipt niður í: Fyrirtækjaskrá Viðskipta-og þjónustuskrá Umboðaskrá Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302 14 FV 9 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.