Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 67

Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 67
Matvælaiðnaður Stærsta iðngrein landsmanna háð óvenju miklu eftirliti verðlagsyfirvalda 40% vinnuafls í framleiðsluiðnaði á Islandi starfar við matvælaiðnað Sú venja hefur myndast hér á landi, að skipta matvælaiðn- aði í nokkra flokka, sem er ekki óeðlilegt, með tilliti til þess, að hann er stærsta iðngrein lands- manna. Giskað hefur verið á að 40 af hundraði þeirra, sem vinna í framleiðsluiðnaði á ís- Iandi, starfi við matvælaiðnað. Stærsti hlutinn starfar í fisk- iðnaði, sem er yfirleitt alltaf talinn sérstaklega. Þá er al- gengt að telja kjöt og mjólkur- iðnað sér. Þessar starfsgredhar falla undir flokka 201 til 204 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu íslands. Númer 205 er niður- lagning, niðursuða og reyking matvæla. I þessum flokki koma saman kjötvörur og innfluttar og íslenskar fiskafurðir. Hvað sem öllu líður, eru þessir vöru- flokkar matvælaiðnaður og jafnframt framleiðsluiðnaður. Það sem hér verður fjallað um frekar eru flokkar 206 til 213. í þessum flokkum er að finna mjög fjöl'breytta fram- leiðslu matvæla, sem er að verulegu leyti unnin úr erlend- um hráefnum. ÓVENJUMIKIL FRAM- LEIÐNI í ALMENNUM MAT- VÆLAIÐNAÐI Stærsta atvinnugreinin af þessum er það sem kallað hefur verið almennur matvælaiðnað- ur. Þessi iðngrein er mjög fjöl- breytt, en hefur þá sérstöðu að hafa óvenju mikla framleiðni á hvern einstakling, sem þar vinnur. Þetta byggist á því að í þessari grein eru mörg fyrir- tæki, sem eru tækn.ilega há- þróuð. Samkvæmt tölum frá 1972 var framleiðsla svipuð á mann í almennum matvælaiðn- aði eins og í álframleiðslu og miklu hærri en í nokkurri ann- arri iðngrein. Stærstu flokkarnir í þessari grein eru smjörlíkisgerð, kaffi- gerð, framleiðsla og blöndun á tilbúnu skepnufóðri. Þá bætist nú í þennan flokk nýr iðnaður, þar sem er framleiðsla á þang- mjöli. Meðal annarra fram- leiðsluvara í þessari grein má nefna frystingu, þurrkun og niðursuða ávaxta og grænmetis, framleiðslu á sultu og safti, majonesi, bökunarfeiti, bökun- ardufti, bökunardropum, tóm- atsósu og kryddvörum. Loks má geta þess að súrsun hvals heyrir undir þennan flokk. VÍSITÖLULEIKUR Yfirleitt er það sameiginlegt öllum greinum matvælaiðnaðar að þær eru undir óvenju miklu I verksmiðjusal Coca Cola við Bæjarháls. Flöskurnar renna á færibandi úr jivottavél og gegnum- lýsingu. FV 9 1975 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.