Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 75

Frjáls verslun - 01.09.1975, Page 75
ur út. Breytingar á staðnum standa jafnvel fyrir dyrum. # Sicjtún, Suðurlandsbraut Sigtún að Suðurlandsbraut 26 er veit- inga- og skemmtistaður og var húsið sérstaklega hannað, með tilliti til þess- háttar reksturs. Húsið er yfirleitt opið frá kl. 20 á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og eins lengi og leyfilegt er. Bingó er alltaf á þriðju- dagskvöldum. Staðurinn rúmar 900 gesti og eru fjórir barir þar. Hljómsveitir leika alhliða tónlist og er lágmarksaldur gesta 20 ár. Aðalsalurinn er leigður út til fundarhalda og skemmtana. Matur er ekki seldur út. í ráði er að stækka staðinni á næsta ári þannig að gesta- fjöldi geti orðið 1500 en fyrir hendi eru möguleikar á að stækka hann svo að rúm verði fyrir 2500 gesti. Yrði staður- inn þá á fjórum hæðum. 0 Þorskaffi, Brautarholti Þórskaffi að Brautarholti 20 er skemmtistaður án vínveitingaleyfis og þar er ekki seldur matur, en nú er unn- ið að stækkun staðarins og þegar við- bótin verður tekin í notkun, verða þar væntanlega matar- og vínveitingar. Eins og er tekur staðurinn 339 gesti og er opinn fjögur kvöld í viku. Hljómsveitir leika nýju og gömlu dansana. Lág- marksaldur gesta er 16 ár. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi # Hotel Loftleiðir Hótel Loftleiðir við Reykjavíkurflug- völl rúmar um 430 hótelgesti, en í hótel- inu eru tveir veitingastaðir. Veitinga- búðin, eða terían, er opin frá kl. 05.00 til 20,00 daglega og komast þar 100 gestir í sæti. Þar eru hverskonar veitingar fá- anlegar á hóflegu verði og boðið er upp á rétti dagsins. Blómasalur rúmar um 130 manns og er hann opinn frá kl. 12,00 til 14,30 og frá kl. 19,00 til 23,30. Þar er lögð áhersla á 1. flokks veitingar og sérstaklega mælt með köldu borði í hádeginu alla daga. Við hliðina á blóma- salnum er stór bar, sem er opinn á lög- legum tímum. Fjöldi sala er leigður út til fundarhalda, skemmtanahalds og veisluhalds og rúma þeir upp í 300 manns. í hótelinu er margvísleg þjón- usta svo sem snyrtistofa, verslun, sund- laug, gufubað, hárgreiðslustofa, flugaf- greiðsla o. fl. # INfaust, Vesturgötu Veitingastaðurinn Naust er fyrst og fremst vandaður matstaður og rúmar hann 175 gesti, 125 í matsal og 50 á bar á efri hæð. Staðurinn er opinn frá kl. 10 til 23,30, til kl. 01 á föstudagskvöldum og til kl. 02 á laugardagskvöldum. Sér- staklega er þar mælt með Naust special steik, blönduðum sjávarréttum, körfu- kjúklingum, humarhölum í s'kel og franskri lauksúpu og svo að sjálfsögðu þorramat á þorranum. Tíu manns sjá um þjónustu. Á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum er leikin borðhljóm- list fyrir matargesti og danshljómlist eftir kl. 10. Lágmarksaldur gesta er 20 ár. Staðurinn er ekki leigður út og mat- ur er ekki seldur út þaðan. # Hótel Holt, Bergstaðastræti Auk þess að vera hótel, sem rúmar 95 gesti, er Hótel Holt einn besti veit- ingastaðurinn í borginni og rúmar veit- ingasalurinn 65 gesti. Hann er opinn frá kl. 7,30 til 10,30, síðan frá kl. 12,00 til 14,30 og loks frá kl. 19,00 til 23,30. Tíu manns vinna í veitingasal og þar er einn bar. Sérstaklega er mælt með glóðar- steiktu lambi, graflaxi, víkingasverði og tónum hafsins, en gestir geta annars valið úr fjölbreyttum matseðli. Hótel Holt selur mikið af veislumat út. Þing- holt er veislusalur í sama húsi sem rúmar 20 til 100 manns og er salurinn leigður út til veisluhalda. Bar er sam- byggður við salinn og er staðurinn allur hinn vandaðasti. Þar er einnig hægt að dansa, ef vill. FV 9 1975 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.