Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Side 82

Frjáls verslun - 01.09.1975, Side 82
HFrá ritsijórn Óþægileg flugáætlun Nú fer sá tími í hönd, þegar bróðurpart- urinn af farþegum íslenzku flugfélaganna í áætlunarflugi milli íslands og annarra landa verða kaupsýslumenn, og ýmsir aðr- ir, sem eiga annað erindi til útlanda en að skoða sig um og skemmta sér. Ferðaúr- valið minnkar, þar eð mesta ferðamanna- tímanum er lokið og verður svo fram á næsta sumar. Islendingar eiga þess þó kost eftir sem áður að komast daglega til helztu ákvörðunarstaða erlendis og er það óneit- anlega góð þjónusta miðað við allar að- stæður í alþjóðlegum flugmálum nú. Hitt er svo annað mál, að íslenzku flug- félögunum er tæpast lengur stætt á því að bjóða mönnum upp á þá brottfarartíma, sem viðgangast hér á íslandi. Þegar milli- landaflug var á sínum tíma rekið frá Reykjavíkurflugvelli var brottfarartími yf- irleitt um áttaleytið að morgni en flugtími til London eða Kaupmannahafnar var þá um tveimur klukkustundum lengri en nú. Þó að hraðfleygari tæki hafi verið notuð um árabil er enn haldið í þennan sama brottfarartíma, sem þýðir að farþegar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að rífa sig upp fyrir allar aldir til að komast á flugvélina, fyrir klukkan sex, ef vel á að vera. A þetta sérstaklega við um vetraráætlun flugfélag- anna en möguleikarnir eru að sjálfsögðu nokkru meiri á sumrin. Það kann að vaka fyrir Flugleiðum að hafa sem flesta möguleika opna á fram- haldsflugi til annarra borga í Evrópu eftir komu flugvéla á helztu áfangastaöi félags- ins í álfunni. Á þessu yrði þó sáralítil breyt- ing þó að brottför af íslandi væri ekki nema svo sem einum klukkutíma seinna en nú er. Yfirleitt er nefnilega „dauður tími“ á flugvöllunum í Kaupmannahöfn og Lond- on þegar íslendingar koma þangað. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands gegna ferðir þess síðarnefnda milli íslands og Evrópu býsna mikilvægu hlutverki fyrir flutninga Loftleiða á N-Atlantshafsleiðinni, þar sem farþegar þurfa í mörgum tilfellum að skipta um flugvélar hér á landi og fljúga hluta leiðarinnar í áætlunarflugi Flugfé- lags Islands. Það skal játað, að í mörg horn er að líta við samning flugáætlunar, sem taka þarf tillit til allra þessara þátta. En íslenzkir flugfarþegar vona, að ákvarðanir um brottfarartima héðan af Islandi og aðr- ir þjónustuþættir Flugleiða miðist fyrst og fremst við að veita íslenzkum flugfarþeg- um sem bezta þjónustu. Kynning málstaðarins Mörgum er spurn, hvernig íslenzk stjórn- völd hafi staðið að kynningu á málstað okkar í landhelgismálinu á þessum við- kvæmu tímum eftir útfærslu fiskveiöilög- sögunnar í 200 mílur. Við útfærsluna í 50 milur var einhver viðleitni sýnd til að hafa frumkvæði í kynningarmálum, þó að mis- jafnlega tækist til hjá blaðafulltrúa þáver- andi ríkisstjórnar í því efni eins og svo mörgu öðru. Allavega var gefið út kynn- ingarrit, sem fór nokkuð víða og gerð var sérstök kvikmynd til dreifingar til erlendra sjónvarpsstöðva. Ekki fara sögur af neinu slíku við út- færsluna í 200 mílur. Fremur dauft hefur verið yfir kynningu málsins út á við og, að því er virðist, fyrst og fremst treyst á frum- kvæði erlendra blaðamanna, — þeirra, sem enn leggja sig fram um að túlka sem flest sjónarmið í málum. Þannig hafa viðtöl, sem fulltrúar áhrifamikilla blaða eins og Die Welt og Financial Times, hafa átt við ís- lenzka ráðamenn, orðið málstað íslendinga í landhelgismálinu til mikils gagns. Eins og svo oft áður eru kynningarmálin gjörsamlega látin sitja á hakanum. Enn munu þó fyrirfinnast einhverjar fyrningar kynningarritsins um 50 mílurnar í hirzlun- um hjá utanríkisráðuneytinu. Hitt er þó fremur djarfleg afgreiðsla málsins, ef rétt er, sem hermt er, að erlendir blaöamenn hafi fengið þetta mæta rit afhent síðustu vikurnar úr höndum íslenzkra embættis- manna með þeim athugasemdum, að rök- semdirnar hefðu ekkert breytzt, heldur ætti bara að strika yfir 50 mílurnar og setja 200 í staðinn! 82 FV 9 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.