Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 12
Postur og sími:
Mannflesta ríkisstofnunin
með 1715 starfsmenn
Velta stofnunarinnar 1954-1974 jókst um 336% ■ raunverulegu
verðmæti með árið 1974 sem grundvölt
í síðasta hefti Frjálsrar verzlunar var birt skrá yfir 50 stærstu fyrirtæki og stofnanir á íslandi.
Á skrá þessari var Póstur og sími í efsta sæti. Það er því nokkuð forvitnilegt að fræðast nánar
um rekstur þessarar stofnunar. Svo vill til að nýlega var birt skýrsla sérstakrar nefndar, sem
hafði það verkefni að gera tillögu um nýtt skipulag Pósts og síma. Þeirra verður getið síðar en í
skýrslu nefndarinnar er líka að finna fróðlegar upplýsingar um stöðu og viðfangsefni stofnunar-
innar nú.
Rekstur póst- og símastarf-
semi er meðal elstu greina rík-
isrekstrar í landinu. Eru elstu
ákvæði um póstþjónustu frá ár-
inu 1776, en lög um símastarf-
semi voru fyrst sett árið 1905.
Með lögum nr. 40/1929 um
stjórn póstmála og símamála
er fyrst byrjað á sameiningu
rekstrar póst- og simstöðva.
Með lögum um póst- og síma-
málastjórn nr. 8/1935 var
starfsemi ríkisins á sviði þess-
ara tveggja þjónustugreina
sameinuð í eina stofnun. Það er
athyglisvert, að sams konar
sameining átti sér stað í Dan-
mörku árið 1927, er danska
póststjórnin og danska síma-
og ritsímaþjónustan voru sam-
einuð í eina stofnun.
Stofnunin heyrir nú sam-
kvæmt lögum nr. 73/1969 um
Stjórnarráð íslands undir sam-
gönguráðuneytið, en allt frá
1935 til 1970 heyrði stofnunin
beint undir ráðherra sam-
göngumála og póst- og síma-
málastjóri hafði stöðu til jafns
við ráðuneytisstjóra gagnvart
ráðherra.
VELTAN 18,4 MILLJARÐAR
í FYRRA
Árið 1975 varð velta Pósts
og síma samtals 18,4 milljarðar
kr. Er þá talið bæði viðskipta-
velta stofnunarinnar, þ.e.
greiðslur sem eru hluti af þjón-
ustu hennar, eins og t.d. póst-
gírógreiðslur og aðrar peninga-
sendingar, og ennfremur
rekstrarvelta stofnunarinnar.
Rekstrarveltan ein nam 4,8
milljörðum króna. Síðari upp-
hæðin er sú upphæð, sem fram
kemur í rekstrarreikningi við-
komandi árs .Af þessu tvennu
er ljóst, að sú velta, sem fram
kemur í rekstrarreikningi eða
fjárlögum gefur ekiki rétta
mynd af umsvifum stofnunar-
innar.
Enginn almennur, afgerandi
mælikvarði er til, sem nota má
til samanburðar á mikilvægi
eða umsvifum ríkisstofnana.
Hér að framan hefur verið
bent á vandamálið að miða við
veltuna. Mælikvarði, sem þó
má nota til nokkurrar tilvísun-
ar, er fjöldi starfsm. Af með-
fylgjandi yfirliti um tíu mann-
flestu stofnanir ríkisins árið
1975 kemur í ljós, að Póstur og
sími er lang mannflesta ríkis-
stofnunin. Var starfsmanna-
fjöldi hennar 1715. Er þá mælt
í stöðugildum. Næst mannflesta
stofnunin er Landsspítalinn. Er
hann ekki hálfdrættingur, því
starfsmannafjöldi þar er sam-
tals 630. Þær fimm mannflestu
stofnanir, sem næst Pósti og
sima koma, hafa í sinni þjón-
ustu samtals færri starfsmenn
en Póstur og sími eða 1612.
YFIRLIT YFIR TÍU MANN-
FLESTU STOFNANIR
RÍKISINS 19751
Starfsm.
Stofnun fjöldi
1. Póstur og sími 1.715
2. Landsspítalinn 630
3. Kleppsspítalinn 288
4. Lögreglan í Reykjavík 249
5. Rafmagnsv. ríkisins 246
6. Háskóli íslands 199
7. Landhelgisgæslan 164
12
FV 9 1976