Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 51
Skipasmíðastö& Þorgeirs og Ellerts:
IMýtt sementsflutninga-
skip í smíðum
Þrítugasta og þri&ja skipift,
sem stöðin smíðar
Haraldur Sturlaugsson.
1« BÁTAR A línu í haust
—í sumar hefur Haraldur
verið á handfæraveiðum út af
Eldey. Tólf menn eru á bátn-
um og hafa fiskað um 350 tonn
á tveim mánuðum, en í fyrra
varð heildaraflinn hjá þeim 500
tonn. Þessar veiðar eru mikil
atvinnubót, en gallinn er sá að
veiðisvæðið þolir ekki marga
báta. Þá settum við línubeiting-
arvél í Rauðsey til reynslu, áð-
ur en þeir fóru á sumarloðnuna.
Reynslan var það góð að mein-
ingin er að hefja þær veiðar
aftur eftir haustsíldveiðar.
Gerðir verða út héðan frá
Akranesi einir 10 bátar á línu
í haust, sem ekki hefur skeð
í langan tíma. Ástæðan fyrir
þessari breytingu eru friðunar-
aðgerðirnar í Faxaflóa fyrir
dragnóta- og togveiðum. Við
teljum það mikinn sigur fyrir
okkur að ekki skyldi verða
opnað aftur fyrir þeim veiðum
eins og heyrst hafði að stæði
til.
HAUSTSÍLDVEIÐAR
— Haustsíldveiðarnar eru
mikið mál fyrir okkur, sem við
höfum beðið eftir með óþreyju.
Við reiknum fastlega með að
stofninn eigi eftir að vaxa mjög
ört og á þar af leiðandi að
skapa mikla atvinnumöguleika.
Hér var áður saltað í 24.000
tunnur þegar mest var. í fyrra
var saltað í tæpar 5000 tunnur,
en nú vonumst við til að auka
það magn verulega.
— Ef þú spyrðir hvað er
Akranes, þá yrðu flestir til að
svara að Akranes væri sjávar-
útvegur og útgerð. En það er
rangt, því hér á Akranesi vinna
allflestir við iðnað, en þar með
er ég ekki að segja að sjávarút-
vegurinn sé þýðingarlaus fyrir
staðinn. Þannig mælti Þorgeir
Jósefsson, framkvæmdastjóri í
Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts á Akranesi.
— Þegar fyrirtækið var
stofnað 1928 var það vélsmiðja
og tók að sér tréviðgerðir á
skipum, en síðan snérist það
við og járniðnaðurinn tók við
og er nú 80% af öllum verk-
efnum. Tíu árum seinna tók ég
mig út úr fyrirtækinu og
byggði dráttarbraut, en 1964
sameinaðist hún vélsmiðjunni.
Nú rekum við trésmiðju, stál-
skipasmíði, rafmagnsverkstæði,
blikksmiðju og höfum fengist
við húsasmíði, þó í litlum
mæli sé.
— Hvað hafið þið smíðað
mörg skip?
— Nú er verið að smíða skip
númer 33. Það er sements-
flutningaskip fyrir Sements-
verksmiðjuna og á að flytja
laust sement í tönkum. Það á
að verða tilbúið næsta vor,
áður en aðalannirnar hefj-
ast. Þetta skip var boðið út og
kom lægsta tilboðið frá Hol-
landi, en okkar var 4—5 millj-
ónum hærra. Við fengum samt
verkefnið enda tilboð okkar
mjög líkt, þar sem flutningar
skipsins frá Hollandi og öll til-
færsla á peningum var eftir.
— Þið' eruð að ljúka við
sniíði fyrsta skuttogarans. Hver
er ástæðan fyrir því að' ekki
var farið fyrr út í smíði skut-
togara hér og hvernig kemur
þessi smíði út kostnaðarlega?
— Jú, það er rétt. Júlíus
Havsteen er fyrsti skuttogarinn
sem við smíðum og einnig í-
burðarmesta skipið, hvað tæki
Þorgeir Jósefsson í vinnusal skipasmíð'astöðvarinnar.
FV 9 1976
51