Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 17
/Ufyrirtækin:
Eru nú að rétta úr kútnum
eftir erfiðleika síðustu ára
Eftirspurn eftir áli hefur vaxið á helstu markaðssvæðum
Álframleiðsla heimsins liefur verið í öldudal undanfarin ár, en
nú bcrast fregnir frá stærstu álframleiðendum Norður-Ameríku
og Vestur-Evrópu um að framundan séu bjartari tímar. Verð á áli
á heimsmarkaðinum hefur hækkað, pantanir og eftirspurn cykst
og verksmiðjur sýna hagnað í fyrsta sinn í nokkurn thna.
Ein ástæðan fyrir batanum,
segja framleiðendur vera þá, að
þau ríki þriðja heimsins, sem
búa yfir boxítauði eða ódýrri
vatnsaflsorku gera ekki lengur
jafn miklar kröfur til stórfram-
leiðendanna og til skamms
tima. Umrædd ríki, sem hafa
fjárfest í álverksmiðjum heima
fyrir, hafa komist að raun um
að þær skila ekki þeim arði
sem við var búist. Um tíma
leit út fyrir að þetta framtak
myndi breyta hlutfallinu í ál-
framleiðslunni í heiminum, en
raunin er önnur, a.m.k. um
sinn.
# /Vukin eftirspurn
Aukin eftirspurn á bestu
markaðssvæðunum er undir-
staða batnandi ástands í ál-
framleiðslunni. Batnandi efna-
hagsástand í heiminum hefur á
ný skapað aukna þörf fyrir um-
búðir, byggingarefni, vélar,
bifreiðahluti og aðra fram-
leiðslu sem gerð er úr áli.
Stærstu álfyrirtæki Norður-
Ameríku — Alcoa, Alcan,
Reynolds og Kaiser — hafa til-
kynnt að reksturinn fyrstu sex
mánuði þessa árs hafi gengið
framar vonum. Sömu sögu er
að segja af „risunum" í Vestur-
Evrópu — Alusuisse og Pechin-
ey — sem hafa gert það gott
undanfarið. Eftirspurnin jókst
um 30% á fyrra helmingi árs-
ins miðað við 1975, sem var af-
ar slæmt ár og verðið hefur
„Hin hagstæða þróun á ál-
mörkuðun'um að undan-
förnu ýtir undir bað að við
notum þá heimild sem við
höfum um stækkun Álvers-
ins í Straumsvík“, sagði
Ragnar Halldórsson, for-
stjóri ísals, í viðtali við
Morgunblaðið 22. ágúst s.I.
„Við höfum hcimild til að
stækka verksmiðjuna um 10
þús. tonna framleiðslu á ári,
en engin ákvörðun hefur
cnnþá verið tekin í þcssum
efnum“, sagði Ragnar við
sama tækifæri.
hækkað að sama skapi og á
eftir að hækka meira á næstu
mánuðum. í ágúst tilkynnti Al-
coa m.a. að pundið af áli á
Bandaríkjamarkaði hefði
hækkað um 4 cent í 48 cent og
skömmu seinna hækkaði verð-
ið á heimsmarkaðinum um jafn
mikið, þ.e.a.s. að Kaiser-verk-
smiðjurnar riðu á vaðið með
hækkun heimsmarkaðsverðsins.
# Framleiðsluaukning
ekki nægileg
Ein ástæðan fyrir hækkandi
álverði er sú, að framleiðslu-
aukningin verður lítil í heim-
inum það sem eftir er af ára-
tugnum. Léleg afkoma áliðnað-
arins undanfarin ár leiddi til
þess að litið sem ekkert var
byggt af nýjum verksmiðjum
og stækkunum annarra var
frestað af sömu sökum.
Heildaraukning framleiðsl-
unnar á Vesturlöndum á tíma-
bilinu frá 1966 til 1972 nam
83 af hundraði, en á tímabilinu
frá 1973 til 1979 verður aukn-
ingin aðeins 26%. Heildarál-
framleiðslan í heiminum er nú
13,3 milljónir lesta, en áætlað
er að hún hækki ekki nema um
10% fram til ársins 1979, eða í
15,2 m. tonna. Álbirgðir í maí
s.l. voru 4,3 m. lesta en voru
4,9 m. í ágúst í fyrra.
# IMýting undir 80^o
Framleiðslunýting álvera í
fyrra féll niður fyrir 80 af
hundraði heildarframleiðslu-
getunnar, en í ár er talið að
hún hækki í 90% eða um 10%
og verði 100% um þetta leyti á
næsta ári. Það þýðir að skort.ur
á áli getur skapast á næsta ári,
FV 9 1976
17