Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 24
Greinar og viitBI Háskólinn -eftir dr. Guðmund lliagnússon, prófessor Málefni háskólans ber ósjaldan á góma. Tilviljun virðist þó oft ráða því hvað athygli vekur. Almenn umræða um hann hlýtur að bera vott um að miklar kröfur séu gerðar til hans og starfa við kennslu, rannsóknir, stjórnsýslu eða nám. Að bví leyti ætti stofnuninni sem slíkri að vera athyglin kærkomin. Því er þó ekki að ncita að margvíslegs mis&kilnings gætir í al- mennri umræðu um málefni skólans. Mun ég leitast við að gcra grein fyrir þróiun undanfarinna ára, nokkrum málum sem eru í deiglunni í háskólanum og bæta við nokkrum hugleiðingum á stangli. Þau viðhorf sem hér birtast eru að sjálfsögðu mín eigin en ekki endilega samnefnari stofnunar- innar, enda er háskólinn myndaður af einstaklingum, alveg eins og þjóðfélagið, bar sem tjáninga- frelsi ríkir og valddreifing er sennilega meiri en í nokkurri annarri opinberri stofnun. fslendingar eru eina þjóðin í Norðurálfu sem man til upp- hafs síns. Það má einnig rekja skólagöngu þeirra af talsverðri nákvæmni. Fyrri tíma menn sóttu nám til virðulegra menntasetra á meginlandinu en um langan aldur var Kaup- mannahöfn miðstöð þeirra er utan héldu. En flestir lærðu af eigin rammleik fyrir utan þá er sóttu nám til Odda, Haukadals, biskupssetra og presta. Reyndar má rekja nám óslitið til Skál- holtsskóla og í Skólabæinn svo- nefnda sem síðar varð Lærði skólinn í Reykjavík. Það fer því vel á því að Skólabærinn skuli nú vera í eigu háskólans, en honum hlotnaðist bærinn að gjöf fyrir fáeinum árum. Bæði húsin eru skráð við Suðurgötu. Skólagangan er sögulega samfelld. # lltþensla mennta- kerfisins Öllum er Ijóst að mennta- kerfið hefur þanist gífurlega út á undanfömum áratugum. Kemur þar margt til. A'llflest- um — ef ekki öllum — hefur verið gert fjárhagslega kleift að stunda nám, tækniþjóðfé- lagið krefst nýrra tegunda starfskrafta og þekkingarleit eykst. Fjölgun nemenda og námsgreina svo og efling rann- sókna krefst fleiri kennara, nýs húsakosts, aukins fjármagns, vísindalegra vinnubragða. Þetta hlýtur að koma við pyngju almennings annaðhvort óbeint með aukinni skatt- heimtu eða beint í skólagjöld- um og fyrirgerðu kaupi við að stunda ekki frekar aðra vinnu en nám. Útþenslan hlýtur þá jafn- framt að skilja spor eftir sig á vinnumarkaðnum, einkum á meðan stigbreytingin á sér stað. Vinnuveitendur missa af mannskap, sem fer i nám eða störf í menntakerfinu. Allur al- mesmingur vill fá eitthvað fyr- ir Skattinn sinn. Forsvarsmenn atvin-nuveganna vilja fá fólk með hagnýta menntun. Há- skólanemar eru á þeim aldri, sem er að byrja að fá kosninga- rétt og vill láta skoðanir sinar umbúðalaust í ljós þótt ekki sé nema til að andæfast gegn pabba og mömmu. Og um kaup og kjör fræðaranna hafa flestir talsverðar meiningar, ekki síð- ur aðrir en þeir sjálfir. Af öllu þessu má vera Ijóst að við mörg vandamál er við að glíma í skólakerfinu og að því er háskólann varðar er vit- að að nemendum mun þar fjölga áfram á næstu árum, þar sem fjölmargir árgangar munu vaxa úr grasi, en eftir það gæti orðið allstöðugt aðstreymi að skólanum um skeið. # Efling háskólans Byggingar háskólans voru lengi vel fjármagnaðar af happdrættisfé eingöngu. Var reyndar talið á sínum tíma að „gamla húsið“ — eða aðalbygg- ingin — mundi endast í hundr- að ár. Mér er tjáð að ekki hafi heldur verið gert ráð fyrir að konur stunduðu þar nám að ráði. Leingi vel voru allar bygg- ingar hás'kólans fjármagnaðar með happdrættisfé. Síðan 1971 hefur háskólinn einnig fengið fé á fjárlögum til framkvæmda. Nær allt rekstrarfé háskólans kemur úr ríkissjóði. Á yfir- standandi ári er reiknað með nær 55 millj. kr. á fjárlögum í framkvæmdafé úr ríkissjóði, en framlag Happdrættis Háskóla fslands er áætlað um 190 millj. kr. Auk þess hefur Árnastofn- unarhluti Árnagarðs verið byggður af ríkisfé en á 24 FV 9 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.