Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 31
skemmu og geymslugjald er innlendur kostnaður og skal því ekki greiða toll af því að sjálfsögðu. Hins vegar er nauð- synlegt að greiða þessi gjöld t. d. eftir að tollafgreiðsla hef- ur farið fram og sýna kvittun fyrir því, annars fæst varan ekki afhent úr geymslu flutn- ingsaðilans. Á bakhlið aðflutningsskýrsl- unnar eru leiðbeiningar sem að gagni koma og þótt þær séu á ýmsan hátt ófullnægjandi er rétt að lesa þær áður en hafist er handa. # Adflutningsskýrslan Áður en skrifað er inn á þetta eyðublað er nauðsynlegt að vita nákvæmlega daggengi þess gjaldeyris sem greitt var með. Hægt er að tryggja sig gegn óþægindum með því að hafa eftirfarandi í huga: — Það gengi sem notað er við gerð aðflutningsskýrslu er sölugengi (ekki kaupgengi). — Vegna þess hve gengi er fJöktandi frá degi til dags er öruggast að fá það uppgefið með því að hringja í einhvern gjaldeyrisbankann. Ef notast er við gengistöflu úr dagblaði þá er eins gott að athuga vel dagsetningu hennar, ef hún er orðin nokkurra daga gömul borgar sig ekki að treysta henni. Þegar aðflutningsskýrsl- an er afhent á skrifstofu toll- stjóra er hún stimpluð með inn- færslunúmeri og dagsetningu. Sú dagsetning verður að vera í samræmi við skráð gengi á þeim degi. Ef þetta er ekki haft í huga þá er skýrslan ekki af- ereidd og er þar ekki við starfs- fólk Tollsins að sakast, því er engu síður illa við gengis- brevtingar en öðru fólki, en bað hefur ákveðnum reglum að fvlgja. Það er því góð pólitík að leggja aðflutningsskýrsluna inn í Toll sama daginn og hún er samin. — Eins og áður var tekið fram þarf að reikna 1% trygg- ingariðgjald á FOB verðið hvort sem varan var tryggð eða ekki. — Nú þarf að finna í hvaða tollflokki varan er sem á að tollafgreiða. Til þess þarf Toll- skrána margfrægu, en hún fæst á Hagstofunni. Það get- ur oft verið nokkuð snúið að finna rétta tollflokkinn, en það má auðvelda nokkuð með því að fá sér vöruheitaskrá, sem einnig fæst keypt á Hagstof- unni, en þar eru vöruheiti í stafrófsröð og vísað til toll- flokka í Tollskránni. Ef þrátt fyrir allt reynist ómögulegt að finna rétt tollnúmer fyrir vör- una þá er best að hafa sam- band við Tollstjóraskrifstofuna og spyrja. Þar eru nokkur „lifandi lexíkon“ sem eru vön að leysa úr slíkum flækjum þótt lausnin sé ekki alltaf öll- um að skapi. Þegar þú hefur við hendina rétt gengi og rétt- an tollflokk þá er bara að byrja að fylla út með hliðsjón af leiðbeiningunum á bakhliðinni á aðflulningsskýrslunni. Nú ætti frámhaldið að koma af sjálfu sér. # Hvað þarf að hafa í huga? Þegar búið er að reikna að- flutningsgjald af vöruverði (FOB) flutningsgjaldi og tryggingariðgjaldi skal vöru- gjald reiknast á þá upphæð ef greiða á vörugjald af vörunni. Ofan á aðflutningsgjald að við- bættu vörugjaldi skal síðan reikna sölugjald (söluskatt). Nú er það svo að ýmsar vörur eru undanþegnar vörugjaldi, en um vörugjaldið er til reglu- gerð og fæst hún í Viðskipta- ráðuneytinu. Þá er einnig til reglugerð um hvaða vörur sé heimilt að flytja inn með greiðslufresti og hvaða vörur verður að staðgreiða. Sú reglu- gerð fæst einnig í Viðskipta- ráðuneytinu. Þá er rétt að benda á að í dæminu hér að framan er gengið út frá því að verið sé að flytja inn vörur til eigin nota og því reiknað með að söluskattur sé greidd ur við tollafgreiðslu. Þetta er þó einungis í fæstum tilvikum þar sem mest af innflutningi er ætlað til endursölu og því ekki greiddur söluskattur strax. Þess í stað ber innflytj- anda að taka það fram á að- flutningsskýrslu að varan sé til endursölu og gefa upp sölu- skattsnúmer sitt í sérstakan reit. Þau skjöl sem þurfa að fylgja aðflutningsskýrslu eru: Vörureikningur með greiðslu- stimpli banka eða gjaldeyris- eftirlits og þarf vörureikning- urinn að vera í 3 eintökum. Ef varan er frá EFTA landi þarf EFTA-skírteini að fylgja að- flutningsskýrslunni. Ennfrem- ur skulu eftirfarandi skjöl fylgja: Farmbréf, frumrit og 2 afrit. Flutningsgjaldsreikningur í 3 eintökum. Auk þess tryggingarreikn- ingur í 3 eintökum og 3 eintök af reikningum fyrir allan kostnað sem greiddur er vegna vörunnar þar til hún er í höfn á íslandi. Það er alltaf inn- flytjandanum í hag að ganga rétt og skipulega frá þeim gögnum serri hann lætur fylgja aðflutningsskýrslunni, þau skulu hvorki vera of fá né of mörg. Þegar búið er að tollaf- greiða vöruna þ. e. aðflutnings- gjöld hafa verið greidd og þær álögur sem ríkissjóði hefur hugkvæmst að leggja á inn- flutning þann daginn, liggur leiðin til flutningafyrirtækis- ins, skipafélags eða flugfélags. Þar þarf að greiða þann kostn- að sem fallið hefur á vöruna frá því hún kom til landsins. Að því loknu er þér ekkert að vanbúnaði heldur tekur þú stefnu á þann vöruskála sem varan er geymd í og framvísar þar kvittunum Tollsins og færð vöruna afhenta. Vonandi hafa einhverjir byrjendur gagn af þessari upp- talningu sem hér er gerð og er þá tilganginum náð. FV 9 1976 31 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.