Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 37
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
IViagnaukning í útflutningi
prjónafatnaðar jan. — júl. 15%
Um 950 þúsund skinn flutt út í fyrra
— Fyrstu 7 mánuði ársins
hefur magnaukning í útflutn-
ingi prjónafatnaðar verið um
15%, úr 139,3 tonnum 1975 upp
í 159,9 tonn á þessu ári. Verð-
mætisaukning hefur þó orðið
meiri, eða 36% sé miðað við
meðalgengi dollars, en sé mið-
að við meðalgengi þýska marks-
ins er aukningin 48%. Verð-
mætisaukning milli ára liggur
því vart undir 40% og reiktia
má með, að verðmætisaukning-
in verði jafnvel meiri, þar seni
að stór hluti útflutnings á sér
ekki stað fyrr en upp úr miðju
ári.
Þessi orð eru höfð eftir Ólafi
Haraldssyni hjá Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins, en hann
vinnur þar að sérstöku verkefni
í sambandi við uppbyggingu
á ullarframleiðslu og skinna-
vinnslu til aukningar á útflutn-
ingi og verðmætisaukningu
þessara vara. Sagði Ólafur, að
reikna mætti með á næstu
tveimur til þremur árum, að
hægt væri að auka verðinæti
útflutningsins í ullar- og skinna-
vörum þrefalt miðað við árið
1974, og allt bendir til þess, ;;ð
það ætli að takast.
Hér á landi starfa 5 framleið-
endur að skinnaframleiðslu og
rúmlega 20 prjóna- og sauma-
stofur, sem vinna úr ull að
mestu eða öllu leyti.
• SÍS, Álafoss og
Hilda hf. stærstu
útflutningsaðilarnir
Samband íslenskra samvinnu-
félaga er stærsti útflutningsað-
Ólafur Haraldsson, vinnur að
sérstöku verkefni hjá Útflutn-
ingsmiðstöðinni.
afur, að hér þyrfti að verða
stór breyting á, þar sem stærsti
hluti verðmætasköpunarinnar á
sér stað við að breyta skinnum
í vel hannaðan og vel unninn
fatnað.
# Um 950 þús. skinn
seld úr landi í fyrra
Á árinu 1975 virðast hafaver-
ið notuð milli 50—60 þúsund
skinn, sútuð, til fatafram-
leiðslu innanlands, en skinna-
fjöldi sem kemur til vinnslu á
hverju ári er á bilinu 900 þús-
und til ein milljón. Á síðasta
ári voru um 950 þúsund skinn
seld úr landi á hinum ýmsu
vinnslustigum.
§ lllest af skinnum
til Póllands
ilinn á A-Evrópu mörkuðum og
hefur nú í ár stóraukið þátt sinn
í V-Evrópu og einnig í Banda-
ríkjunum. Álafoss flytur hins
vegar mest út til V-Evrópu, og
hefur enn verið með mikla
aukningu á þeim markaði að
sögn Ólafs. Á þetta eingöngu
við útflutning á ullar- eða
skinnavörum. Hilda hf. flytur
út ullarvörur, aðallega til
Bandaríkjanna og er fyrirtækið
stærsti útflutningsaðilinn í ull-
arvörum á Bandaríkjamarkaði.
Hilda hf. hefur á þessu ári einn-
ig náð þó nokkurri sölu í V-Ev-
rópu.
Að sögn Ólafs er útflutning-
ur á fatnaði úr skinni óveruleg-
ur ennþá, en hins vegar er út-
flutningur mikill á sútuðum og
ósútuðum skinnum. Sagði 01-
Langstærsti hlutinn af skinn-
unum fer til Póllands og þó
nokkuð magn til Svíþóðar, en
mun minna er flutt til annarra
landa. Sagði Ólafur, að nú í ár
hefði Sambandið náð allstói*um
samningi til sölu á skinnfatnaði
til A-Evrópulanda, þannig að
allt bendir til þess, að það verði
nálega 100% aukning á notkun
fullunninna skinna til fatafram-
leiðslu innanlands.
Af ullar- og skinnavörum
var mest flutt út af loðsútuð-
um skinnum og húðum fyrstu
7 mánuði ársins, eða 384,2 tonn
að verðmæti 563,9 millónir
króna. Mest fékkst fyrir prjóna-
vörur úr ull, eða 590,1 milljón
fyrir 160,1 tonn. Af ullarbandi
og ullarlopa voru futt út á
þessum sama tíma 145,8 tonn
að verðmæti 164,5 milljónir
króna.
FV 9 1976
37