Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 50
Haraldur Böðvarsson og Co., Akranesi:
Beðið eftir haustsíldveiðum
með óþreyju
Rætf við Harald Sturlaugsson, forstjóra
Þann 17. nóvember 1906 var útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
Haralds Böðvarssonar og Co. á Akranesi stofnað og verður fyrir-
tækið því 70 ára á þessu ári. Það verður ekki reynt að rekja sögu
fyrirtækisins hér enda efni í heilt blað. Hins vegar hafði blaða-
maður FV samband við Harald Sturlaugsson forstjóra og innti
hann eftir rekstrinum á síðasta ári.
— Nú er liðið eitt ár frá því
við fengum skuttogarann Har-
ald Böðvarsson AK 14, en þrír
bátar voru seldir til að mæta
þeim kaupum. Útgerð togarans
hefur gengið mjög vel og ekki
vantar nema 10 tonru upp á að
ársaflinn nái þrjú þúsund tonn-
um, sem gerir í aflaverðmæt-
um rúmar hundrað milljónir.
Taka verður með í reikninginn
að áhöfnin var algjörlega óvön
veiðum með skuttogara, en
hún var áður á Höfrungi III.
Auk togarans gerum við út
þrjá báta: Rauðsey, Skírni og
Harald. Þá erum við hluthafar
í Krossvík, sem er sameigin*
legt hlutafélag frystihúsanna á.
staðnum og gerir út skuttogar-
ana Ver og Krossvík.
Agæt vetrarvebtíð
— Vetrarvertíðin kom ágæt-
lega út. Það kom ágætur hálfs-
mánaðar kafli í marz. Þá feng-
um við mjög stóran þorsk,
þorsk sem ekki hefur sést í
mörg ár og ég haldið að væri
útdauður. Megnið af aflanum
fer í frystihúsið og hefur efcki
fallið úr vinnudagur frá því um
verkfall. í fyrra voru aðeins
tvær vikur af árinu það daufar
að segja varð upp kauptrygg-
ingu. Heildaraflamagn frá ára-
mótum til loka ágúst er 6000
tonn. í vetur höfum við reynt
nýja aðferð við verkun skreið-
ar. Ástæðan var fyrst og fremst
sú að verið er að endurnýja
hjallana og eins var magnið
það mikið, að síðan í haust höf-
um við þrísetið hjallana.
Skreiðin er tekin inn í sérstakt
þurrkhús, þegar hún er á á-
kveðnu stigi og þar er flýtt
fyrir henni með blæstri, sem
líkist útiloftinu sem mest.
Þessi aðferð hefur gefist vel og
auðveldar okkur að losna við
framleiðsluna, en krefst geysi-
mikillar umönnunar og þekk-
ingar svo skreiðin ekki skemm-
ist. Framleiðslan er orðin um
200 tonn af þurrkaðri skreið á
þessu tímabili.
Starfsstúlkur í frystihúsinu í kaffitíma úti undir berum himni.
50
FV 9 1976