Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 49
Þegar F.V. heimsótti Eskifjörð
nýsöltuðum fiski.
hefi haft gaman af því að fylgj-
ast með kolmunnaveiðunum í
sumar, og hefi mikla trú á því
að kolmunninn geti gefið af
sér margvísleg hráefni á næst-
unni, en fyrst og fremst held ég
að hann verði veiddur til
bræðslu.
SKUTTOGARINN BREYTTI
ÖLLU
F. V.: Þið voruð með þeim
fyrstu að hefja útgerð skuttog-
ara á íslandi, og það á tímum
þegar menn voru ekki almennt
of hrifnir af skuttogarakaup-
um. Hverju breytti koma togar-
anna fyrir fyrirtækið, og livern-
ig er rekstri fyrirtækisins hátt-
að í stórum dráttum nú, og hve
margt er starfsfólkið?
Aðalsteinn: Já, það er rétt,
var saltfiskhúsið svo til fullt af
að við vorum, ásamt Norðfirð-
ingum, fyrstir til að hefja
rekstur , skuttogara, en árið
1972 kom Hólmatindur, sem
var byggður í Frakklandi. Við
komu togarans varð öll hrá-
efnisöflun öruggari þannig að
öll vinnsla varð stöðugri hjá
frystihúsinu og saltfisk- og
skreiðarvinnslunni. Við endur
bætur frystihússins vai’ð svo
ljóst, að einn togari væri ekki
nægilegur til hráefnisöflunar,
og því var Hólmanes keypt í
samvinnu við K. H. B., eins og
áður segir, og með afla þessara
tveggja skipa er fyrirtækinu
séð fyrir nægum bolfiskafla,
þegar við bætist sá afli sem það
fær af öðrum skipum sem frá
Eskifirði eru gerð út. Ég vil
ekki hugsa þá hugsun til enda.
hvar við stæðum nú, hefðu tog-
ararnir ekki komið til sögunn-
ar.
Þú spurðir um rekstur fyrir-
tækisins nú. Hann er orðinn all
margbrotinn, en sjálfsagt að
gefa lauslegt yfirlit yfir hann.
Fyrirtækið rekur nú hraðfrysti-
hús, saltfisk- og skreiðar
vinnslu, síldar (loðnu) bræðslu,
IV2 togara, en bæði skipin hafa
alla afgreiðslu hér á Eskifirði,
veiðarfæragerð, véla- og bif-
reiðaverkstæði, þurrkhús, og
svo er söltuð síld hjá Jóni
Kjartanssyni h.f., og kannske
gleymi ég einhverju. Starfs-
mannafjöldi er nokkuð breyti-
legur en trúlega oft um 200
manns, það er fimmti hver Esk-
firðingur. Vinnslan er stöðug
að heita má árið um kring,
nema hvað bræðsluna vantar
tilfinnanlega hráefni mikinn
hluta ársins, og þó svo að loðn-
an sé ágæt, og gaman að taka
við henni til bræðslu, þá vant-
ar hana samt þann ,,sjarma“
er síldinni fylgdi.
F. V.: Nú ert þú Aðalsteinn,
landskunnur undir nafninu
„Alli ríki“. Hvernig varð þér
við þegar þú heyrðir það nafn
í fyrstu?
Aðalsteinn: Þegar ég heyrði
þetta nafn fyrst, vissi ég að
fólk sagði það í háði. En það
var blaðamaður á Þjóðviljanum
sem sá um að opinbera nafnið
,,Alli ríki“ fyrir landsmönnum,
og ég hefi ekki tapað á því að
hafa fengið þessa nafngift, en
menn geta verið ríkir á ýmsan
hátt. Ég held, að maður sem er
bjartsýnn og ólatur verði aldrei
fátækur.
Ármúla 22. Sími 32140
Alls konar auka-
hlutir í allar gerðir bifreiða
FV 9 1976
49