Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 44
SamiiðarmaAur
Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði:
„Bjartsýnin verður aldrei
frá mér tekin”
Fimmti hver Eskfirðingur starfar hjá fyrirtækjum hans yfir háannatímann
Fáir íslendingar síðari ára, sem fást við útgerð og fiskverkun eru jgfn þekktir og Aðalsteinn Jóns-
son, útgerðarmaður á Eskifirði. Hann hefur verið einstaklega framtakssamur í útgerðarmálum,
„en líka haft heppnina með sér“, eins og hann orðar það. Hann var ,ungur þegar hann hóf þátt
töku í útgerð, og dirfska og bjartsýni ásamt dugnaði hafa gert hann að einum umsvifamesta
útgerðarmanni og fiskverkanda á landinu. Til marks um það má benda á, að umsetning fyrir-
tækja Aðalsteins og Kristins bróður hans var í fyrra um einn milljarður króna, en það er um
1 milljón á hvern íbúa Eskifjarðar, sem eru rúmlega 1000 talsins, og launagreiðslur námu yfir
200 milljónum króna. Ásamt rekstri fyrirtækja sinna hefur Aðalsteinn tekið þátt í fjölmörgum
störfum fyrir sjávarútveginn.
Aðalsteinn er fæddur 30.
janúar 1922 í Eskifjarðarseli,
er þá var í Reyðarfjarðar-
hreppi. Aðeins sex ára að aldri
missir hann föður sinn, Jón
bónda Kjartansson, og þá flyt-
ur móðir hans, Guðrún Þor-
kelsdóttir ,,út í bæ“, eins og
kallað var. Þar elzt Aðalsteinn
upp ásamt systkinum sínum
við mikla fátækt. Hann var
við sjó fram eftir aldri, og
rær m. a. frá Sandgerði,
Hornafirði, Hafnarfirði og að
sjálfsögðu Eskifirði.
Þegar Frjáls verzlun heim-
sótti Aðalstein fyrir stuttu, var
hann fyrst spurður hvenær
hann hafi hafið útgerð.
Aðalsteinn: Minn þáttur í út-
gerðarmálum hófst með því, að
ég, Hilmar Bjarnason, Þórlind-
ur Magnússon og Kristmann
bróðir minn gerum út aflaskip-
ið Björgu SIJ-9. Þórlindur var
skipstjóri og aðalmaður. Hann
var sérstakur afla- og dugnað-
armaður og bróðir Sigurðar
Magnússonar á Víði SU, og
kannast efalaust margir við þá
bræður. Þessi útgerð hófst
1946, og áttum við þennan bát
saman í 4 ár. Er hér var kom-
ið sögu vildi ég kaupa annað
Aðalsteinn Jónsson ásamt einni elztu starfsstúlkunni í frystihús-
inu á Eskifirði, Þórdísi G,uðjónsdóttur.
skip, en samkomulag varð ekki
um það, og upp úr því slitnaði
upp úr þessari félagsútgerð. Nú
var ákveðið að skipta útgerð-
inni, og dregið um hverjir yrðu
saman. Eg lenti með Þórlindi.
en þegar á reyndi vildi Þór-
lindur frekar vera einn, því ég
hafði þá jafnframt útgerðinni
gerst verkstjóri við frystihúsið
hér á Eskifirði. Þeir Hilmar og
Kristmann fengu bátinn í sinn
hlut, og var hann gerður út
frá Eskifirði í mörg ár eftir
þetta, og var ætíð mikið at'Ja-
og happaskip.
44
FV 9 1976