Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 59
Framleiðir 1000—1200
metra af dúk á degi
hverjum
Samtök prjönastofa norðanlands
hafa starfað í þrjú ár
Þegar blaðamaður FV var á ferð' um Blönduós fyrir skömmu, var
haft samband við Zophanías Zophaníasson, en hann er kunnur
athafnamaður. Zophanías er framkvæmdastjóri Pólarprjóns, sem
stofnað var 1970, stjórnarformaður í Samtökum prjóna- og sauma-
stofa Norðurlands, auk þess sem hann liefur rekið umboðs- og
heildverslun á staðnum í 10 ár. Fyrst var Zophanías beðinn að
segja frá starfsemi Pólarprjóns og hvað valdið hefði því að sauma-
stofur spruttu upp eins og gorkúlur á þessu ári, sem fyrirtækið
var stofnað.
aðgerða er útséð um að nýju
húsin fái hitaveitu fyrir
veturinn. Við höfum leitað eft-
ir því að fá bor til að bora
eftir heitu vatni og okkur
fyndist eðlilegt að starfandi
hitaveitur sem vantar vatn
væru látnar sitja fyrir tilrauna-
borunum annars staðar þar sem
óvíst er með árangur.
ÖNNUR MÁL
— Mikið húsnæðisvandamál
er á Hvammstanga, þrátt fyrir
að mikið sé byggt. Byrjað var á
10 íbúðum í sumar og eru þá
Þórður Skúlason, sveitarstjóri.
alls 30 íbúðir í smiðum á mis-
munandi byggingarstigi.
Hreppurinn er að byggja 4
leiguíbúðir, sem verða fokheld-
ar á næstunni.
í skólamálum er aðalvanda-
málið, hversu erfitt er að halda
uppi bekkjardeildum vegna
skorts á nemendum á grunnr
skólastiginu.
—_ Verið er að vinna að und-
irbyggingu nýs íþróttavallar og
áhugi er fyrir að byggja sund-
laug og íþróttahús.
— Þá býr öll heilsugæsla,
sjúkrahús og elliheimili við
þröngan húsakost, svo og
starfsfólk þessara stofnana.
— Að lokum sagði Þórður að
mikil vöntun væri á fólki í
flestar starfsgreinar á staðnum
og til dæmis hefði gengið illa
að koma gatnagerðinni áfram
vegna manneklu, svo ekki
væru líkur á atvinnuleysi í
framtíðinni.
Pólarprjón, Blönduósi:
— Já, það er óhætt að segja
að þetta hafi flætt yfir eins og
alda. Það var fyrir frumkvæði
Álafoss, vegna aukins útflutn-
ings á unnum fatnaði. Þá varð
kápa frá Dyngju, sem fram-
leidd var fyrir American Ex-
press, kveikjan og grundvöll-
urinn að þessum útflutnings-
iðnaði fyrir stofurnar úti á
landi, sem síðan hefur aukist.
Þá var heldur ekkert vit í öðru
en að flytja út fullunnar
prjónavörur í stað bandsins
eingöngu. Sem dæmi má nefna,
að flík sem í fer 1 kg af bandi
er seld á 5—6 þúsund krónur,
en bandkílóið kostar 950 krón-
ur.
BYRJAÐ MEÐ TVÆR VÉLAR
— Við byrjuðum fyrst með
tvær prjónavélar og framleidd-
um voð fyrir okkar sauma
stofu. Þegar saumastofurnar
spruttu upp í kringum okkur
jukum við prjónaframleiðsl-
una. Það er óhagkvæmt að hafa
prjónastofu á hverri sauma-
stofu. Einn maður getur fylgst
með fimm vélum, en hver stofa
hefur ekkert að gera við þess-
Zophanías Zophaníasson (t. h.) ásamt Sigurði Gunnlaugssyni,
framkvæmdastjóra Samtaka prjóna- og saumastofa Norðanlands.
FV 9 1976
59