Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 47
gert út héðan frá Eskifirði. en síðasti Jón Kjartansson hlaut þau örlög að sökkva hér und- an Vattarnesi á landleið með loðnufarm 1973, og hefur Jón Kjartansson h.f. ekki gert út skip síðan, en starfrækt síldar- söltunarstöð o. fl. Flest árin sem félagið rak útgerð var mikil veiði bæði þorsk- og sildveiði, en þegar síldin hvarf af miðunum að mestu um 1967, sköpuðust vissulega allmiklir erfiðleikar í rekstri skipanna, því skip félagsins voru fyrst og fremst útbúin til þeirra veiða, þótt vissulega gætu þau lagt sig eftir öðru, sem að sjálfsögðu var gert. Aðalsteinn ásamt Kristni syni sínum, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í sumar í fríi frá skóla. LÖGÐU 500 ÞÚS. KR. í HRAÐFRYSTIHÚSIÐ F.V.: En hvenær gerist þið svo hluthafar í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h.f. og náið þar meirihluta hlutafjár? Aðalsteinn: Ég held að ég megi segja, að frá upphafi hafi rekstur frystihússins gengið erfiðlega. Árið 1960 var svo komið, að til mikilla vandræða horfði með rekstur hússins, og reyndar hafði sveitarfélagið orðið að greiða stórfé með því á hverju ári. Var þá ákveðið að auka hlutafé frystihússins í því skyni að reyna að koma rekstrinum á réttan kjöl. Eins og að framan segir, þá hafði rekstur Jóns Kjartanssonar h.f. gengið vel, og ákváðum við bræður því að leggja allt það fé er við áttum aflögu til hluta- fjárkaupa í frystihúsinu, eða um 500 þús. krónur, sem vissu- lega var talsverð upphæð þá. Með þessu hlutafé fengum við meirihlutaaðstöðu í félaginu, sem þá rak, auk frystihússins, nýlegt 140 smálesta skip, Hólmanes, litla síldar- og fiski- mjölsverksmiðju og saltfisk- og skreiðarverkun. Auk þess hafði félagið gert samning um smíði á nýju 150 lesta skipi sem kom seinnipart sumars 1960, og hlaut nafnið Vattarnes. Síðan höfum við bræður ráðið mestu um stjórn þessa fyrirtækis, og höfum skipt með okkur verk- um á þá lund, að ég hef ætið verið framkvæmdastjóri, en Kristinn stjórnarformaður. Ég held, að ég megi segja, að stöðugt hafi verið unnið að vexti fyrirtækisins, t. d. var ný og fullkomin síldarverk- smiðja tekin í notkun áriðl966, frystihúsið hefur verið fært í nýtízku horf, þannig að ég held að það sé með því full- komnastá á landinu í dag, salt- fisk og skreiðarverkun er kom- in i ný húsakynni, og skipastóll félagsins hefur verið endurnýj- aður. Það væri líka freistandi að telja upp endurnýjunina á skipaflotanum, enda eru skipin undirstaða vinnunnar í landi, en sú endurnýjun fór þannig fram, að árið 1963 var Hólmanes selt, og 250 lesta skip, sem líka hét Hólmanes, keypt í staðinn, Vatt- arnes var selt 1964, og 260 lesta skip, Krossanes, keypt í staðinn. Þessi skip voru seld á árunum 1971/72, og þá eignuðumst við skuttogarann Hólmatind, og 1974 kemur svo skuttogarinn Hólmanes, sem fyrirtækið á að hálfu á móti Kaupfélagi Hér- aðsbúa. F. V.: Hvernig hefur sam- starf ykkar bræðra gengi'ð? Aðalsteinn: Það hefur gengið vel. Segja má, að ég hafi stund- um verið einum of bjartsýnn, en Kristinn ef til vill einum of svartsýnn, þannig að við höfum vegið hvor upp á móti öðrum, og þannig hefur kannske tekist best að laga fyrirtækið að breyttum aðstæðum. F. V.: Hvort finnst þér skemmtilegra að standa í útgerð og fisltvinnslu um þessar mund- ir, eða þegar þú varst að byrja? Aðalsteinn: Það er ólíkt skemmtilegra að eiga við hlut- ina nú, og vissulega lærist margt á öllum þessum árum, og maður veit því eitthvað hvað um er að ræða. Það má ekki skilja hlutina svo, að við höf- um komið þessu öllu fram af eigin rammleik, því að við höf um jafnan notið stuðnings Landsbanka íslands, bæði við að koma ákveðnum fram- kvæmdum í kring þegar þær hafa verið á döfinni, og eins þegar rekstrarörðugleikar hafa steðjaðað, því að sjálfsögðu höf- um við ekki farið á mis við þá frernur en aðrir sem við þenn- an atvinnurekstur fást, — en í mínum huga er alltaf bjart framundan, og ekki síður held- ur en þegar ég hóf afskipti af útgerðarmálum. F. V.: Nú er rætt um að þcrskveiði minnki verulega á næstu árum. Ert þú trúaður á það, og hvernig líst þér á kol- munnaveiðarnar úti fyrir Aust- fjörðum? Aðalsteinn: Meðfædd bjart- sýni sem aldrei verður frá mér tekin segir mér, að þorskstofn- inn eigi eftir að rétta við. Og þegar við verðum lausir við út- lendingana af okkar miðum, þá verðum við á grænni grein. Það á að stefna að því með oddi og egg að útlendingarnir hafi sig sem skjótast á braut héðan. Ég FV 9 1976 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.