Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 69
Skagaströnd
IMú hefur fólk aftur öðlast trú á
staðnum eftir atvinnuleysisárin
Síðustu fjögur árin hafa verið reist 35 ný
einbýlishús
Árið 1972 tók við sveitarstjórastöðunni á Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson, sem þá var ný-
útskrifaður frá Háskóla Islands, en þá lét af því embætti Þorfinnur Bjarnason eftir 25 ára starf.
Þegar blað'amaður FV var á ferð um Skagaströnd fyrir skömmu var Lárus tckinn tali og inntur
eftir verkefnum sveitarfélagsins, en mikill uppgangur hefur verið á Skagaströnd síðustu árin.
— Síðastliðin tvö ár hefur
verið unnið að undirbyggingu
aðalgötunnar í gegnum kaup-
túnið ásamt fleiri götum og nú
á næstunni verður lögð olíu-
möl á 1500 m eða aðalgötuna.
Næsta ár verður síðan unnið
við aðal íbúðarhverfisgöturnar
og slitlag lagt á þær 1978.
Þessi áfangi í sumar kemur til
með að kosta 20 milljónir og
verður að teljast til stórfram-
kvæmda hjá svo litlu byggðar-
lagi, en heildartekjur þess eru
áætlaðar 44 milljónir og væri
óframkvæmanlegt nema með
lánum úr lánasjóði sveitarfé-
laga og Byggðasjóði.
HAFNARMANNVIRKIN
— Hugmyndin var að reka
niður 60 m stálþil í sumar. Það
er komið norður en héðan af
verður það ekki rekið niður
fyrr en næsta vor. Dýpkunar-
skipið Grettir er búið að vera
hér í mánuð að dýpka í höfn-
inni. Það var orðið mjög brýnt,
því áður varð skuttogarinn
okkar Arnar HUl að sæta sjáv-
arföllum til að leggjast að
bryggju. Allar aðgerðir undan-
farandi ár hafa miðast við að
viðhalda þeim mannvirkjum,
sem byggð voru á árunum
19401—55. Nú er hins vegar ver-
ið að fara í gang með nýja upp-
byggingu hafnarsvæðisins.
Upphaflega hafði verið ráð-
gert að byggja höfnina út frá
landinu, en nú er stefnt að því
að byggja hana inn í landið og
hafnargarðurinn notaður sem
nokkurs konar brimbrjótur.
Lárus
Ægir
Guðmunds-
son, sveitar-
stjóri á Skaga-
strönd.
Þessar framkvæmdir eru mjög
mikilvægar fyrir sveitarfélagið
því hér byggist allt á sjávarút-
vegi.
HÚSNÆÐISVANDAMÁLIÐ
OG ATVINNUUPPBYGG-
INGIN
— Hreppurinn fékk úthlutað
12 íbúðum í leiguíbúðakerfinu
og nú eru í smíðum 4 íbúðar-
raðhús, sem ljúka á fyrri hluta
næsta árs. Við leggjum áherslu
á að ljúka þessum íbúðum sem
fyrst, því húsnæðisskortur hér
er mjög tilfinnanlegur. Þetta
ástand skapaðist, þegar at-
vinnuleysið var hvað mest. Þeg-
ar hér var góð atvinna komst
íbúatalan upp í 640 þegar mest
var, en datt síðan niður í 500
manns. Hér var allt byggt upp
í kringum Síldarverksmiðju
ríkisins, sem var reist 1946, en
þá var mikil síld hér í Flóan-
um. En síldin færðist norður
og austur og þess vegna var
aldrei verulegt magn sem barst
hingað. Nú er aðallega unninn
í verksmiðjunni fiskúrgangur
úr frystihúsinu og vinna þar
tveir menn. Við bindum vonir
við að áframhald verði á sum-
arloðnunni og að þá geti orðið
veruleg umsvif í verksmiðj-
unni. Skagstrendingar munu
knýja á SR að setja hana aftur
í vinnsluhæft ástand. Við verð-
um samt að gæta þess að verða
ekki eins háðir henni og áður,
enda höfum við fleiri fyrirtæki
til að halda atvinnulífinu gang-
andi,
Það varð hér svo mikil breyt-
ing upp úr 1970, þegar hafist
var handa við atvinnuuppbygg-
ingu. Nú er íbúatalan komin
upp í 620 manms og á síðustu
fjórum árum risu og eru að
rísa 35 einbýlishús á móti að-
eins tveim sem risu á atvinnu-
leysisáratugnum milli 1960—
FV 9 1976
69