Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 21
Samgöngur:
INiorðmenn hefja vöruflutninga
á bílum frá Osló til Persaflóans
Ferðin tekur 20 daga. Vörur eru teknar víða í Evrópu
Elgir og úlfaldar, hríðarbyljir og sandstormar skapa vissar hættur fyrir flutningabílana, sem
aka á lciðinni milli Osló og Dubai. í Noregi er,u bílstjórarnir varaðir við elgnum, sem kynni að
fara þvert yfir veginn fyrirvaralaust. í Qatar eru skilti við veginn, sem hvetja vegfarendur til að
gæta sín á úlföldunum, sem gætu álpazt út á þjóðveginn.
Einn af bilunum, sem aka milli Osló og Dubai kominn á suðlægar
glóðir.
Þetta eru aðeins fá af vanda-
málum bílstjóranna á lengstu
vöruflutningaleið bifreiða sem
fyrirfinnst í heiminum um þess-
ar mundir, leiðinni Oslo-Dubai-
Oslo, en hún er 7332 kílómet-
rar.
• Stórhríð í Tyrklandi
Til allrar hamingju hafa um-
ræddar dýrategundir ekki vald-
ið neinu tjóni á mönnum né
tækjum í sambandi við þessa
flutninga. Veðrið getur aftur á
móti orðið meira áhyggjuefni.
Það er til dæmis alls ekki
óvanalegt að í einni og sömu
ferðinni þurfi bílstjórarnir að
brjótast í gegnum eyðimerk-
ursandstorm og fannfergi.
Fram til þessa hefur hið síðar-
nefnda aðallega gert bílstjór-
unum lífið leitt. í fyrstu ferð-
inni, sem farin var á þessari
löngu leið, mættu vöruflutn-
ingabílnum verstu hríðarbylj-
ir, sem sögur fara af í hálendi
Tyrklands um tuttugu ára
skeið. Til marks um það hve
ástandið var alvarlegt má
nefna, að fimmtán manns,
sem reyndu að hafast við í
óupphituðum einkabílum sín-
um, fórust úr kulda.
# „Dubai Express”
Dubai Express, eins og þessi
flutningaleið er kölluð, er ný
af nálinni og enn hafa aðeins
verið famar tólf ferðir. Þær
hafa gengið án nokkurra
tæknilegra örðugleika, ef frá
er talið tap á Volkswagen-
„rúgbrauði“, sem týndist í
eyðimerkursandinum. í bíln-
um voru kvikmyndatöku-
menn með vélar sínar og ætl-
uðu þeir að gera kynningar-
kvikmynd um þessa nýju
flutningaleið. Flakið af bílnum
er nú sennilega falið í einhverj-
um sandhólnum á leiðinni mi.lli
Doha og Dubai en kvikmynda-
tækjunum tókst að bjarga.
Að baki þessum flutningum
er samstarf norskra og
sænskra aðila. Fyrirtækin,
sem þar koma við sögu, eru
Sundbye-TTO and Maritime
Protection A/S í Noregi, sem
hefur mikla reynslu í flutning-
um í Miðausturlöndum, sænska
fyrirtækið Gulf Agency
Company í Dubai og A/S Air-
contact Cargo í Noregi, sem
hefur í fjögur ár stundað
flutninga á varahlutum í skip
flugleiðis til Dubai.
Bílarnir á Dubai Express
leiðinni hafa hingað til farið
hálfsmánaðarlega frá Oslo en
nú er endanlega ákeðið að
taka upp vikulegar ferðir, þar
sem flutningamagnið krefst
þegar þeirrar ferðatíðni. Vör-
urnar, sem þannig eru fluttar
til Miðausturlanda eru aðallega
varahlutir í skip. Síðasta
áfangann eru þeir fluttir um
borð í skipin með bátum frá
höfninni í Dubai.
# IMóg að flytja
Þar að auki hefur hröð iðn-
aðaruppbygging í þessum
FV 9 1976
21