Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 79
Innréttingabúöin:
Teppi úr tölvustýrðri teppaframleiðslu-
vél á markaðinn hér
■ rætt við Jón H. Karlsson frkvst.
— Salan á gólfteppum frá
því Innréttingabúðin var stofn-
uð 1967 hefur vaxið ört, enda
hefur smíði nýbygginga á þessu
tímabili verið í miklum blóma.
Við erum vissulega ánægðir
með okkar hl'ut í sölu gólfeppa
í dag, sagði Jón Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Innréttingabúð-
arinnar, en hún er eitt þeirra
20 fyrirtækja, sem selja teppi
á Stór-Reykjavíkursvæðinu og
hefur aðsetur sitt við Grensás-
veg, við svæðið, sem menn í
daglegu tali kalla Skeifuna.
Mesl áhersla er lögð á „tuft-
ing“ ofin gólfteppi, en þessi
vefnaður er ein af þremur vefn-
aðaraðferðum, sem notaðar eru
nú. Tufting ofin teppi eru aðal-
lega með gúmmíbotni. Innrétt-
ingabúðin hefur mest flutt inn
af teppum. frá Englandi og
nokkuð frá Belgíu, Hollandi,
Danmörku og V-Þýskalandi.
Einnig hefur Innréttingabúðin
selt teppi frá Álafossi.
Tufting og axminster ofin
teppi voru 85% af heildar-
fermetrasölunni 1974, en flóka-
teppi aðeins 15%. Þessi tala
hefur nú algerlega snúist við
frá 1967, þegar mest seldist af
flókateppum, að sögn Jóns.
FLYTJA í NÝTT
HÚSNÆÐI
Innréttingabúðin leggur
mikla áherslu á þjónustuna við
kaupendur og að hafa sem mest
úrval.af litum og mynstrum.
Teppin eru flutt inn milliliða-
laust frá framleiðendunum og
stuðlar það að styttri af-
greiðslufresti og lægra verði.
Kappkostað er að hafa nóg til
af teppum í hverjum lit
og hefur Innréttingabúðin
geymslurými í Tollvörugeymsl-
unni fyrir um 200 stórar rúllur.
Nú í byrjun október flytur
Innréttingabúðin í eigið hús-
næði ofar á Grensásveginum
nánar tiltekið að Grensásvegi
13 og hefur þar til umráða 8-900
m- húsnæði á jarðhæðinni.
Sagði Jón, að þessi nýja versl-
un yrði stærsta sérverslun með
teppi á landinu og áætlað er að
sýna yfir 70 breiðar rúllur af
mismunanidi gerðum í sérstök-
um rafknúnum sýningarstönd-
Kappkostað er að hafa nóg til af
viðskiptavinir að skoða teppi.
um, en að auki verða seldir þar
gólfdreglar úr plasti til hlífðar,
baðteppi, stök teppi með austur-
lensku mynstri, flókateppi,
dyramottur og ýmsar vörur
tengdar teppum svo sem teppa-
hreinsarar og teppasópar frá
skoska fyrirtækinu SABCO.
TÖLVUSTÝRÐ TEPPA-
FRAMLEIÐSLUVÉL
Fyrirtækið Shaw Carpets í
Englandi, sem Innréttingabúð-
in hefur umboð fyrir, hefur nú
lagt út í geysilega fjárfestingu
í nýrri tölvustýrðri teppafram-
leiðsluvél, en vél þessi er ein
af 7, sem verða settar upp i
heiminum. Sagði Jón, að fram-
leiðslugeta þessarar vélar væri
með ólíkindum og hún gæti
framleitt hvaða áferð, mynstur
og liti sem er. Þegar þessi vél
er komin í gagnið getur Inn-
réttingabúðin boðið viðskipta-
vinum sínum, sem á þurfa að
halda að velja sjálfir mynstur
og liti á teppin. Þetta getur
teppum í hverjum lit. Hér eru
komið sér vel fyrir stór fyrir-
tæki eins og hótel eða opinber
fyrirtæki sem vilja láta prenta
nafn sitt eða sérkenni á tepp-
in. Innréttingabúðin er m. a.
að fá á næstunni ryateppi af
sex mismunandi gerðum, sem
framleidd hafa verið í þessari
nýju vél.
Þau efni, sem mest hafa ver-
ið notuð í teppi, eru nælon,
acryl og ull, eða blöndur af
þessum þráðum, og sagði Jón,
að blanda þessara efna í viss-
um hlutföllum kæmi út með
bestu gæðin.
FV 9 1976
79