Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 20
ault-Breguet og ríkisfyrirtækið Aerospitale smíða og selja far- þegaþotuna Mercure-200, sem er stækkuð og arðsamari 174 sæta endursmíði af þotunni Mercure-100 frá Dassault, sem er 150 sæta vél. Mercure-100 eru tveggja hreyfla, meðal- drægar en á átta árum hafa aðeins 10 þeirra verið seldar og allar franska ríkisflugfé- laginu Air Inter. EYanska stjórnin og flugvélaverksmiðj- urnar hafa ætlað sér að verja 250 milljónum dollcira til að breyta vængjum vélarinnar og skrokk og gera hreyflana bet- ur úr garði rekstrarlega séð. McDonnell Douglas ætlar að framkvæma 15% af þessu verkefni og vinna vélinni markað vestan hafs, þar sem Frakkar vonast til að ná fót- festu. Dassault vinnur 5% verksins, Aerospitale 40% og brezk fyrirtæki fá 40%, ef af- staða brezku stjórnarinnar í málinu verður eitthvað mild- ari. # Markaður fyrir 800 vélar ? Frakkar sjá fyrir sér markað fjnir 800 vélar á næsta áatug, sem kosta myndu um 10 millj- arða dollara. Keppinautar Mc- Donnell Douglas í Bandaríkj- unum draga þó í efa að Mer- cure sé vélin, sem beðið er eft- ir. Boeing og Lockheed Air- craft Corp. efndu til viðræð- na við Frakka um Mercure- samstarfið en að þeirra dómi skorti vélina mikilvæga kosti. „Það er ekki hægt að gera þessa vél samkeppnishæfa í rekstrarútkomu með hæfileg- um fjárfestingum.“, sagði tals- maður Lockheed. „Við rann- sökuðum markaðinn og sáum að vélin kæmi ekki út sem sig- urvegari." Talsmaður Lockheed gaf í skyn að McDonnell Douglas væri að sækjast eftir ávinn- ingi á öðrum sviðum með þátt- töku í smíði Mercure, eins og til dæmis sölu á DC-9 og DC-10 vélum sínum til Air France, sem hingað til hefur verzlað við Boeing. „Ég myndi leita eftir slíku væri ég hjá Mc- Donnell Douglas", sagði mað- urinn hjá Lockheed. # Frönsk pólitík — óskiljanleg Sérfræðingar um flugvéla- framleiðslu undrast að Frakk- ar skuli taka Mercure fram yf- ir nýja útgáfu af Airbus-300B, 250 sæta vél, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa smíðað sam- eiginlega. Með því að minnka hana í 200 sæta vél eins og Frakkar hafa rætt um við Boeing og Douglas, væri feng- in millistærðar vél fyrir milli- vegalengdir, sem bandarískir sérfræðingar halda að hafi mesta markaðsmöguleika á næsta áratug. Einn af aðstoðar- forstjórum Boeing hefur sagt, að málið virðist allt flækt í net franskrar pólitikur, sem hann muni aldrei geta skilið. Embættismaður í franska samgönguráðuneytinu segir, að Frakkar vilji einmitt líka breyta Airbus 300B og minnka, einnig í samvinnu við Mc- Donnell Douglas. Þá yrði bandaríska fyrirtækið í fyrsta lagi að leggja á hilluna áform um nýja flugvélategund DC-X- 10, sem átti að keppa við Boeing 7X7. Frakkar hafa stungið upp á að DC-X-10 verði „sameinuð“ Airbus-300B af því að flugfélög, sem nú eiga þotur af gerðinini DC-10 myndu lað- ast til að kaupa þessa nýju flugvél vegna bandarískrar hönnunar og tækjabúnaðar. # Ströng skilyrfti Boeing Eins og áður segir höfðu við- ræður um samvinnu farið fram milli Frakkanna og Boeing- verksmiðjanna. Þær strönduðu á skilyrðum Boeing, sem Frökkum þóttu óaðgengileg. Ætlunin var að smíða lengda gerð af Boeing 737 en í þeirri samvinnu áttu Frakkar bara að fá að smíða vængina eins og hver annar undirverktaki. Ströng skilyrði Boeing hafa líka sett strik í reikninginn í viðræðum þeirra við Japani um sameiginlega smíði hinnar nýju Boeing 7X7. Þrír helztu flug- vélaframleiðendur í Japan, Mitsubishi, Kawasaki og Fuji hafa verið tregir til að greiða 175 milljónir dollara, sem Boe- ing hefur, að sögn sérfræðinga, krafizt í „aðgangseyri" að verk- efni þessu á móti sérfræði- kunnáttu og markaðsstöðu Boeing. Til viðbótar eiga Jap- anir að leggja fram 200 millj- ónir dollara af einum milljarði, sem áætlað er að smíði vélar- innar kosti. Þar af leggur jap- anska stjórnin fram 75%. Þrátt fyrir skoðanamun er nú talið nokkuð víst, að samn- ingar takist með Boeing og Japönum. Talið er að smíði Boeing 7X7 geti hafizt á miðju næsta ári og að vélin verði til- búin til afhendingar 1982. Þetta er þotan DC-X-10, tveggja hreyfla, sem McDonnell Douglas hafa í hyggju að smíða fyrir flugsamgöngur næsta áratugar. 20 FV 9 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.