Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 20

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 20
ault-Breguet og ríkisfyrirtækið Aerospitale smíða og selja far- þegaþotuna Mercure-200, sem er stækkuð og arðsamari 174 sæta endursmíði af þotunni Mercure-100 frá Dassault, sem er 150 sæta vél. Mercure-100 eru tveggja hreyfla, meðal- drægar en á átta árum hafa aðeins 10 þeirra verið seldar og allar franska ríkisflugfé- laginu Air Inter. EYanska stjórnin og flugvélaverksmiðj- urnar hafa ætlað sér að verja 250 milljónum dollcira til að breyta vængjum vélarinnar og skrokk og gera hreyflana bet- ur úr garði rekstrarlega séð. McDonnell Douglas ætlar að framkvæma 15% af þessu verkefni og vinna vélinni markað vestan hafs, þar sem Frakkar vonast til að ná fót- festu. Dassault vinnur 5% verksins, Aerospitale 40% og brezk fyrirtæki fá 40%, ef af- staða brezku stjórnarinnar í málinu verður eitthvað mild- ari. # Markaður fyrir 800 vélar ? Frakkar sjá fyrir sér markað fjnir 800 vélar á næsta áatug, sem kosta myndu um 10 millj- arða dollara. Keppinautar Mc- Donnell Douglas í Bandaríkj- unum draga þó í efa að Mer- cure sé vélin, sem beðið er eft- ir. Boeing og Lockheed Air- craft Corp. efndu til viðræð- na við Frakka um Mercure- samstarfið en að þeirra dómi skorti vélina mikilvæga kosti. „Það er ekki hægt að gera þessa vél samkeppnishæfa í rekstrarútkomu með hæfileg- um fjárfestingum.“, sagði tals- maður Lockheed. „Við rann- sökuðum markaðinn og sáum að vélin kæmi ekki út sem sig- urvegari." Talsmaður Lockheed gaf í skyn að McDonnell Douglas væri að sækjast eftir ávinn- ingi á öðrum sviðum með þátt- töku í smíði Mercure, eins og til dæmis sölu á DC-9 og DC-10 vélum sínum til Air France, sem hingað til hefur verzlað við Boeing. „Ég myndi leita eftir slíku væri ég hjá Mc- Donnell Douglas", sagði mað- urinn hjá Lockheed. # Frönsk pólitík — óskiljanleg Sérfræðingar um flugvéla- framleiðslu undrast að Frakk- ar skuli taka Mercure fram yf- ir nýja útgáfu af Airbus-300B, 250 sæta vél, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa smíðað sam- eiginlega. Með því að minnka hana í 200 sæta vél eins og Frakkar hafa rætt um við Boeing og Douglas, væri feng- in millistærðar vél fyrir milli- vegalengdir, sem bandarískir sérfræðingar halda að hafi mesta markaðsmöguleika á næsta áratug. Einn af aðstoðar- forstjórum Boeing hefur sagt, að málið virðist allt flækt í net franskrar pólitikur, sem hann muni aldrei geta skilið. Embættismaður í franska samgönguráðuneytinu segir, að Frakkar vilji einmitt líka breyta Airbus 300B og minnka, einnig í samvinnu við Mc- Donnell Douglas. Þá yrði bandaríska fyrirtækið í fyrsta lagi að leggja á hilluna áform um nýja flugvélategund DC-X- 10, sem átti að keppa við Boeing 7X7. Frakkar hafa stungið upp á að DC-X-10 verði „sameinuð“ Airbus-300B af því að flugfélög, sem nú eiga þotur af gerðinini DC-10 myndu lað- ast til að kaupa þessa nýju flugvél vegna bandarískrar hönnunar og tækjabúnaðar. # Ströng skilyrfti Boeing Eins og áður segir höfðu við- ræður um samvinnu farið fram milli Frakkanna og Boeing- verksmiðjanna. Þær strönduðu á skilyrðum Boeing, sem Frökkum þóttu óaðgengileg. Ætlunin var að smíða lengda gerð af Boeing 737 en í þeirri samvinnu áttu Frakkar bara að fá að smíða vængina eins og hver annar undirverktaki. Ströng skilyrði Boeing hafa líka sett strik í reikninginn í viðræðum þeirra við Japani um sameiginlega smíði hinnar nýju Boeing 7X7. Þrír helztu flug- vélaframleiðendur í Japan, Mitsubishi, Kawasaki og Fuji hafa verið tregir til að greiða 175 milljónir dollara, sem Boe- ing hefur, að sögn sérfræðinga, krafizt í „aðgangseyri" að verk- efni þessu á móti sérfræði- kunnáttu og markaðsstöðu Boeing. Til viðbótar eiga Jap- anir að leggja fram 200 millj- ónir dollara af einum milljarði, sem áætlað er að smíði vélar- innar kosti. Þar af leggur jap- anska stjórnin fram 75%. Þrátt fyrir skoðanamun er nú talið nokkuð víst, að samn- ingar takist með Boeing og Japönum. Talið er að smíði Boeing 7X7 geti hafizt á miðju næsta ári og að vélin verði til- búin til afhendingar 1982. Þetta er þotan DC-X-10, tveggja hreyfla, sem McDonnell Douglas hafa í hyggju að smíða fyrir flugsamgöngur næsta áratugar. 20 FV 9 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.