Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 84
AUGLÝSING
'|| MHBKMilMH
Karnabær hf.
Og hver vill ekki felja sig ungan
Tískuverslun unga fólksins
Karnabær hf. var cinn af þeini
a'ðil'um sem fékk viðurkenn-
ingu fyrir útlit á sýningarbás
sýnum á sýningunni ÍSLENZK
FÖT/76, sem haldin var í Laug-
ardalshöllinni 8.—14. septem-
ber s.l. Guðlaugur Bergmann,
forstjóri fyrirtækisins, sagðist
vera mjög ánægður með hlut-
verk sýningarinnar og allir að-
ilar sem að henni stóðu ættu
yerðskuldað þakklæti fyrir,
enda var sýningin svo vinsæl
að hún var framlengd um tvo
daga.
Karnabær hefur löngum ver-
ið vinsæll hjá yngri kynslóð-
inni og hefur hún ef svo má
segja, verið burðarás verzlun-
arinnar, enda hefur nýtízkulegt
vöruúrval ætíð verið fyrir
hendi.
Karnabær var fyrsti aðilinn
hér á landi sem opnaði tísku-
hlið erlendra þjóða fyrir ís-
lenzkan markað og Karnabær
hefur æ síðan verið í farar-
broddi og mótað að miklu leyti
tisku unga fólksins.
Og hver vill ekki telja sig
ungan, að minnsta kosti í anda,
segjum við þegar við leikum
okkur að hugsuninni hvað það
sé að verða gamall og geta ekki
lengur gengið í gallabuxum og
baðmullarpeysu úr Karnabæ.
En ráð er undir rifi hverju
segir gamalt máltæki, og á sýn-
ingunni ÍSLENZK FÖT/76 sáu
margir sýningargestir Karna-
bæ í nýju ljósi. Þar gaf á að
líta fatnað fyrir jafnt unga sem
gamla. Buxnadragtirnar voru
sérstaklega fallegar og um leið
sportlegar. Karlmannafötin frá-
bærlega vel hönnuð og íslenzk-
ir karlmenn geta ef þeir vilja
verið með bezt klæddu karl-
mönnum í heiminum í dag, því
vöruvalið er nóg. Línan sem
sýnd var mundi henta á fólk
allt fram undir sextugt, og
þurfa aðeins eina forsendu og
hún er sú að gæta hófs í mat
og drykk.
Ekki ætlar Karnabær að sér-
hæfa sig í framleiðslu á buxna-
drögtum né kai’lmannafötum,
og tilgangur tískusýningarinn-
ar var sá að sýna meiri heild-
arsvip og gefa gesturn gott sýn-
ishorn yfir það sem Karnabær
hefur á boðstólum. Mun fyrir-
tækið stefna að því að fram-
leiða eins mikið og mögulegt er
hér á landi en jafnhliða hafa
nóg vöruúrval, þannig að ís-
lendingar verði ekki sniðgengn-
ir þegar ný tíska ryður sér til
rúms hjá nágrannaþjóðum okk-
ar.
Það hráefni sem notað er til
84
FV 9 1976