Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 7
i siultii máli
# Sala á ullarvörum
Eins og kunnugt er liefur Sambandið
flutt inikið út af ullarvörum til Sovét-
ríkjanna á undanförnum árum. Nú er
nýbúið að ganga frá samningi um sölu
á prjónavörum þangað á næsta ári, að
verðmæti 1,1 millj. Bandaríkjadollarar.
Einnig standa yfir samningar um sölu
á töluvert meira magni af prjónavörum
og teppum. f>ess má geta i þessu sam-
bandi, að í ár flytja verksmiðjur Sam-
bandsins á Akureyri samtals út vörur
til Sovétríkjanna að verðmæti um 4
millj. dollara. Samsvarar sú upphæð
nálega 750 milljónum króna, miðað við
núgildandi gengi.
0 Taxtakaup verkamanna
1 fréttabréfi kjararannsóknarnefndar
segir m.a. að samanvegið hafi taxta-
kaup verkamanna hækkað um 24,8%
frá 2. ársfj. 1975 til 2. ársfj. 1976. Á
sama tíma liækkar greitt tímakaup
verkamanna í dagvinnu úr kr. 342,33 í
kr. 440,89 eða um 28,8% samkvæmt úr-
taksathugun Kjararannsóknarncfndar.
Meðaltímakaup verkamanna án helgi-
dagaálags hefur hækkað heldur meira
eða úr 392,28 kr. í kr. 517,83 eða um
32,0% samkvæmt sömu athugun. Af
því má sjá, að yfirvinna var mciri á 2.
ársl'j. 1976 heldur en á sama ársfj. 1975
# Lán lífeyrissjóðanna
Lífeyrissjóðirnir í landinu hafa á
fyrstu 9 mánuðum þessa árs eða til 1.
október s.l. lánað fjárfestingarlánasjóð-
unum alls 1.348 millj. kr. Á sama tíma
í fyrra námu lán lífeyrissjóðanna til
fjárfestingarlánasjóða alls 660 millj. kr.
Hér cr því um umtalsverða aukningu að
ræða á lánum sjóðanna til fjárfestinga-
lánasjóða.
Eftirfarandi tafla sýnir lán lífeyris-
sjóðanna til fjárfestingarlánasjóða á
öllu árinu 1975 og á tímabilinu 1. janú-
ar til 1. október á þessu ári:
Fjárfestingalánasjóðir 1975 % 1976 %
(alltárið) (1/1—1/10)
Byggingasjóður
ríkisins Stofnlánad. 808 60,0% 811 60,1%
landb. 141 10,5% 75 5,6%
Verslunarlánasj. Stofnlánadeild 60 4,5% 80 5,9%
samvinnuf. Veðdeild 14 1,0% 8 0,6%
Iðnaðarbankans 48 3,6% 20 1,5%
Veðdeild Búnaðarb. Framkvæmdasj. 50 3,7%
ríkisins 224 16,7% 354 26,3%
1345 100% 1348 100%
(Allar tölur í millj. kr.)
# Framlög til alþjóðastofnana
Heildarhækkun fnunlaga til alþjóða-
stofnana skv. fjárlagafrumvarpi er
43.772 pús. kr., og skiptist í meginat-
riðum sem hér segir: Alþjóðaframfara-
stofunin (IDA) 11.780 þús. kr„ NATO
5.040 þús. kr„ jiróunaraðstoð S.Þ. 3.057
þús. kr„ OECD 2.770 þús. kr„ tillag til
S.Þ. 2.150 þús. kr„ gæslulið S.Þ. við
botn Miðjarðarhafs 2.080 þús. kr„ Evr-
ópuráðið 2.070 þús. kr„ EFTA 1.730
þús. kr„ UNESCO 1.540 þús. kr„ til al-
j)j óðahafrannsókna 1.530 þús. kr. og
aðrir liðir samtals 10.025 þús. kr.
Starfsemi Sambandsins
Allar fjárh. í þús. kr.
Velta
a. Búvörudeild
b. Sjávarafurðad.
c. Innflutningsd.
d. Véladeild
e. Skipadeild
f. Iðnaðardeild
g. Önnur sala
Heildarvelta
Sambandsins
Sjóðir og höfuð-
stóll í árslok
1975 i sem
1974 1975 % al 1974
3.461.600 4.312.100 125
3.391.600 6.456.000 190
3.946.700 5.335.600 135
1.511.100 1.782.000 113
629.000 866.800 138
1.837.700 3.054.000 166
295.600 382.500 129
15.073.300 22.189.000 147
869.500 2.053.700 236
a 1.538 1.537 100
FV 10 1976
i