Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 34
SamiiAarmaéiir
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri lceland Products:
„Kvíði því mest að geta ekki
séð mikilvægustu kaupendum
fyrir nægum fiski”
Fyrirtækið skilar íslenzka þjóðarbúinu um 30 milljón dollurum á þessu ári
Enginn. dregur í efa, að þau fisksölu- og fiskiflnaðarfyrirtæki tvö, sem íslenzkir útflytjendur eiga
og reka vestur í Bandaríkjunum, hafi gegnt lykilhlutverki í sambandi við aðgang okkar að mikil-
vægasta neytendamarkaði heims og þar af leiðandi haft mjög víðtæk áhrif á 'utanríkisverzlunina
í heild. Þó að verksmiðjur fyrirtækjanna vinni ekki úr öllu fiskmeti, sem við seljum á Bandaríkja-
markað, hafa þær þó orðið til þess, að íslenzkum útflytjendum hefur tekizt betur en ella að hafa
áhrif á þróun markaðs- og verðlagsmála vegna fisksölu í Bandaríkjunum. íslenzkir starfsmenn
þessara verksmiðja hafa líka öðlazt mjög þýðingarmikla þekkingu á markaðsmálum vestanhafs,
sem óvíst er að okkar menn hefðu annars hlotið.
Guðjón B. Ólafsson: Stærsta viðskiptafyrirtækið kaupir íslenzkan
fisk fyrir hærri upphæð en Sovétríkin.
íslenzku fiskiðnaðarfyrirta-k-
in eru tvö, verksmiðja Cold-
water, fyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, og
verksmiðja Iceland Products,
sem er fyrirtæki Sambands ísl.
samvinnufélaga í Bandaríkjun-
um. íslenzku fyrirtækin gera
meira en að búa til fiskrétti
úr íslenzku hráefni. Þau eru
sölufyrirtæki fyrir allar fisk-
afurðir, sem aðstandendur
þeirra hér heima selja vestur
um haf og margt af því kemur
aldrei í verksmiðjur heldur er
selt í heildsölu beint frá skips-
hlið, ef svo mætti segja.
AÐALSTÖÐVAR í
HARRISBURG
í Harrisburg í Pennsylvaníu
eru aðalstöðvar Iceland Pro-
ducts, sem Guðjón B. Ólafsson
hefur nú veitt forstöðu í rúmt
ár. Guðjón var beðinn að taka
að sér rekstur fyrirtækisins
vegna aðsteðjandi erfiðleika
síðustu ára, sem voru orðnir
mjög alvarlegs eðlis, þannág að
tap af rekstri fyrirtækisins
nam orðið milljónum dollara.
Guðjón fluttist með fjölskyldu
sinni til Bandaríkjanna vorið
1975 en hafði áður veitt sjávar-
afurðadeild Sambandsins hér í
Reykjavík forstöðu um nokk-
urra ára skeið. Ferill Guðjóns
hjá Sambandinu er þó miklu
lengri því að árið 1954 var
34
FV 10 1976