Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 63
— Á vegum hreppsins er
verið að byggja tvö leiguhús
eftir nýju lögunum um leigu-
húsnæði sveitarfélaga. Er gert
ráð fyrir að húsin verði fok-
held á þessu hausti.
Að öðru leyti er ekki mikið
byggt í þorpinu, en rhikið hef-
ur verið byggt á síðustu árum.
Þá er verið að ljúka við bygg-
ingu læknamóttöku, en enn
vantar að búa hana tækjum.
Nýja læknamóttakan verður
hluti heilsugæzlustöðvarinnar
á Fáskrúðsfirði og munu um
þessar mundir standa yfir
samningar um kaup á 3 hekt-
urum lands innan þorpsgirð-
ingarinnar og er nokkurn veg-
in búið að ganga frá þeim
kaupum.
NÝTT SKÓLAHÚSNÆÐI
VANTAR
— Hefur íbúum á Stöðvar-
firði fjölgað eitthvað á síðast-
liðnum árum?
— Já, íbúum hefur fjölgað
hægt og bítandi og sem betur
fer helzt okkur vel á unga fólk-
inu, sem sezt að !hér á staðnum.
Til að tryggja atvinnumálin
sem bezt tók hreppurinn þátt í
uppbyggingu nýja fyrirtækis-
ins á staðnum þ.e. þegar fisk-
vinnslufyrirtækin fjögur voru
sameinuð og fékk lán til þess
að standa við sínar skuldbind-
ingar gagnvart stofnun þess
fyrirtækis.
Við þurfum nauðsynlega að
hefja byggingu nýs skólahús-
næðis á næstunni, en skólinn
hér var byggður fyrir 11 árum
og er fyrir löngu orðinn alltof
lítill. Samkvæmt þeim nýju
formum, sem notuð eru um
skólabyggingar, er skólinn
helmingi of lítill. Við erum
þrír fastir kennarar og börnin
stunda hér nám í átta ár, en
fara yfirleitt eftir það í áfram-
haldandi nám á Eiðum og síð-
an vítt og breytt um landið.
Um leið og við förum út í að
stækka skólann þarf að bæta
aðstöðu til félags- og iþrótta-
starfsemi.
Þá þarf að gera nýtt heildar-
skipulag að staðnum, en það
mál er nú í deiglunni, sagði
Sólmundur Jónsson að lokum.
GUNNAR GUÐMUNDSSON HF.
DUGGUVOGI 2 SÍMI 8 4411
FV 10 1976
59