Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 14
Atvinnuvegaskýrsla Þjóðhagsstofnunar
Við samgöngur störfuðu 6,5%
heildarmannaflans
Þjoðhagsstofnunin hefur nýlega sent frá sér yfirlit yfir afkomu
tveggja atvinnugreina, þjónustu og samgangna, og er það hluti af
svonefndum atvinnuvegaskýrslum stofn’unarinnar. f skýrslum
þessum er margs konar fróðleik að finna, en hér á eftir eru birtar
nokkrar niðurstöður um afkomu og starfsmannafjölda hjá ein-
stökum greinum fyrirtækja í samgöngum.
í kaflanum um þann atvinnu-
rekstur segir m.a., að við þær
greinar samgangna, sem athug-
unin nái til, hafi starfað árið
1972 um 5.700 manns eða 6,5%
heildarmannafla það ár. 1973
fjölgaði starsmönnum lítilshátt-
ar eða í nær 5.740. Rétt er að
benda á, að með fjölda starfs-
manna er hér átt við fjölda árs-
manna á mælikvarða vinnu-
viknafjölda í hverri grein.
Fjöldi starfsmanna er því í
reynd fjöldi vinnuvikna deilt
með 52. Virðisauki í heild nam
4.347 m.kr. árið 1972 og 6.858
m.kr. árið 1973.
712 REKSTUR STRÆTIS-
VAGNA OG LANG-
FERÐABÍLA, HÓP-
AKSTUR
Árið 1972 störfuðu 367 menn
í þessari atvinnugrein eða 6,4%
af heildarmannafla í samgöng-
um það ár. Árið 1973 voru
starfsmennirnir hins vegar 389
eða 6,8% af heildarmannaflan-
um. Virðisaukinn í þessari
grein nam 226,3 m.kr. árið
1972 eða 5,2% af heildarvirðis-
auka samgangna það ár, en árið
1973 nam virðisaukinn 369,4
m.'kr. eða 5,4% af heildarvirð-
isaukanum 1973. Á árinu 1972
reyndist vergur hagnaður fyrir
skatta1 sem hlutfall af vergum
1 Með hugtakinu vergur hagnaður
fyrir skatta er átt við hagnað
fyrir frádrátt afskrifta (al-
mennra-, flýti- og verðstuðlun-
arfyrninga) og beinna skatta.
tekjum vera 8,4% samanborið
við 8,2% árið 1973.
í þessari atvinnugrein eru
félags- og einstaklingsfyrirtæki
færð upp til heildarstærðar í
einu lagi, þar sem hlutur ein-
staklingsins er mjög lítill. Hið
sama gildir einnig um greinar
717, 719 og 720.
713 AÐRIR FÓLKSFLUTN-
INGAR Á LANDI, ÞAR
MEÐ FÓLKSBÍLA-
STÖÐVAR OG BÍLA-
LEIGUR
Á árinu 1972 störfuðu 1.005
manns við þennan atvinnu-
rekstur og 1.011 manns árið
1973 eða 17,6% af heildar-
mannafla í samgöngum bæði
árin. Virðisaukinn í þessari
grein nam 539,3 m.kr. 1972 eða
12,4% af heildarvirðisauka
samgangna og árið 1973 nam
virðisaukinn 887,9 m.kr. eða
13,0% af heildarvirðisauka
samgangna. Á árinu 1972
reyndist vergur hagnaður fyrir
skatta sem hlutfall af vergum
tekjum 21,6% en 19,1% árið
1973.
714 VÖRUFLUTNINGAR Á
LANDI, ÞAR MEÐ
SENDIBÍLASTÖÐVAR
í þessari atvinnugrein störf-
uðu 1.269 menn árið 1972 eða
22,3% af heildarmaninafla í
samgöngum það ár. Árið 1973
voru starfsmennirnir 1.323 eða
23,1% af heildarmannafla sam-
gangna það ár. Virðisauki þess-
arar atvinnugreinar nam á ár-
inu 1972 733,8 m.kr. eða 16,9%
af heildarvirðisauka sam-
gangna, Á árinu 1973 nam virð-
isaukinn aftur á móti 1.176,5
m.kr. eða 17,2% heildarvirðis-
auka samgangna. Á árinu 1972
reyndist vergur hagnaður fyrir
skatta sem hlutfall af vergum
tekjum 15,6% og árið 1973 var
þetta hlutfall óbreytt.
715 FLUTNINGAR Á SJÓ
Auk vöru- og farþegaflutn-
inga á sjó, fellur starfsemi
vörugeymslna skipaútgerða,
skipaafgreiðslur fyrir innlend
og erlend skip og togaraaf-
greiðslan undir þessa atvinnu-
grein.
Starfsmenn í atvinnugrein-
inni voru 1.826 árið 1972 eða
14
FV 10 1976