Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 14
Atvinnuvegaskýrsla Þjóðhagsstofnunar Við samgöngur störfuðu 6,5% heildarmannaflans Þjoðhagsstofnunin hefur nýlega sent frá sér yfirlit yfir afkomu tveggja atvinnugreina, þjónustu og samgangna, og er það hluti af svonefndum atvinnuvegaskýrslum stofn’unarinnar. f skýrslum þessum er margs konar fróðleik að finna, en hér á eftir eru birtar nokkrar niðurstöður um afkomu og starfsmannafjölda hjá ein- stökum greinum fyrirtækja í samgöngum. í kaflanum um þann atvinnu- rekstur segir m.a., að við þær greinar samgangna, sem athug- unin nái til, hafi starfað árið 1972 um 5.700 manns eða 6,5% heildarmannafla það ár. 1973 fjölgaði starsmönnum lítilshátt- ar eða í nær 5.740. Rétt er að benda á, að með fjölda starfs- manna er hér átt við fjölda árs- manna á mælikvarða vinnu- viknafjölda í hverri grein. Fjöldi starfsmanna er því í reynd fjöldi vinnuvikna deilt með 52. Virðisauki í heild nam 4.347 m.kr. árið 1972 og 6.858 m.kr. árið 1973. 712 REKSTUR STRÆTIS- VAGNA OG LANG- FERÐABÍLA, HÓP- AKSTUR Árið 1972 störfuðu 367 menn í þessari atvinnugrein eða 6,4% af heildarmannafla í samgöng- um það ár. Árið 1973 voru starfsmennirnir hins vegar 389 eða 6,8% af heildarmannaflan- um. Virðisaukinn í þessari grein nam 226,3 m.kr. árið 1972 eða 5,2% af heildarvirðis- auka samgangna það ár, en árið 1973 nam virðisaukinn 369,4 m.'kr. eða 5,4% af heildarvirð- isaukanum 1973. Á árinu 1972 reyndist vergur hagnaður fyrir skatta1 sem hlutfall af vergum 1 Með hugtakinu vergur hagnaður fyrir skatta er átt við hagnað fyrir frádrátt afskrifta (al- mennra-, flýti- og verðstuðlun- arfyrninga) og beinna skatta. tekjum vera 8,4% samanborið við 8,2% árið 1973. í þessari atvinnugrein eru félags- og einstaklingsfyrirtæki færð upp til heildarstærðar í einu lagi, þar sem hlutur ein- staklingsins er mjög lítill. Hið sama gildir einnig um greinar 717, 719 og 720. 713 AÐRIR FÓLKSFLUTN- INGAR Á LANDI, ÞAR MEÐ FÓLKSBÍLA- STÖÐVAR OG BÍLA- LEIGUR Á árinu 1972 störfuðu 1.005 manns við þennan atvinnu- rekstur og 1.011 manns árið 1973 eða 17,6% af heildar- mannafla í samgöngum bæði árin. Virðisaukinn í þessari grein nam 539,3 m.kr. 1972 eða 12,4% af heildarvirðisauka samgangna og árið 1973 nam virðisaukinn 887,9 m.kr. eða 13,0% af heildarvirðisauka samgangna. Á árinu 1972 reyndist vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum 21,6% en 19,1% árið 1973. 714 VÖRUFLUTNINGAR Á LANDI, ÞAR MEÐ SENDIBÍLASTÖÐVAR í þessari atvinnugrein störf- uðu 1.269 menn árið 1972 eða 22,3% af heildarmaninafla í samgöngum það ár. Árið 1973 voru starfsmennirnir 1.323 eða 23,1% af heildarmannafla sam- gangna það ár. Virðisauki þess- arar atvinnugreinar nam á ár- inu 1972 733,8 m.kr. eða 16,9% af heildarvirðisauka sam- gangna, Á árinu 1973 nam virð- isaukinn aftur á móti 1.176,5 m.kr. eða 17,2% heildarvirðis- auka samgangna. Á árinu 1972 reyndist vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum 15,6% og árið 1973 var þetta hlutfall óbreytt. 715 FLUTNINGAR Á SJÓ Auk vöru- og farþegaflutn- inga á sjó, fellur starfsemi vörugeymslna skipaútgerða, skipaafgreiðslur fyrir innlend og erlend skip og togaraaf- greiðslan undir þessa atvinnu- grein. Starfsmenn í atvinnugrein- inni voru 1.826 árið 1972 eða 14 FV 10 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.