Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 46
Hiísavík IVIynduðu samtök verktaka vegna framkvæmda við Kröflu Þegar virkjunin við Kröflu var á döfinni tóku nokk'ur fyrirtæki á Húsavík og Þingeyjarsýslu sig saman og stofnuðu Félag bygg- ingaverktaka á Húsavík og Suð'ur Þingeyjarsýslu (FBHS). Tak- mark þessara samtaka var að reyna að fá eitthvað af þeim stóru verkefnum, sem biðu við virkjunina og töldu stofnendurnir meiri líkur á því að fá einhver verkefni ef þeir stæðu saman. Eitt af þeim fyrirtækjum sem stóð að stofnun þessara samtaka var Trésmiðja Jóns og Haraldar sf. á Húsavík og þeg- ar Frjáls verslun átti þar leið um fyrir skömmu var annar eigandinn, Jón Ingólfsson tek- inn tali og beðinn að segja frá fyrirtæki sínu og bygginga- verktakafélaginu. — Ef ég má þá byrja á fyrir- tæki okkar Haraldar Þórarins- sonar, sagði Jón, þá erum við búnir að reka það í 10 ár og er- um með 10 menn í vinnu. Verkefni okkar eru aðallega húsbyggingar fyrir þá aðila sem óska eftir þjónustu okkar. Við höfum í huga að hefja smíði einbýlishúsa fyrir eigin reikning til að selja, en höfum ekki fengið lóðir til þess. Við vorum búnir að koma okkur upp mótum sérstaklega í þess- um tilgangi, en hörgull á ein- býlishúsalóðum í bænum hef- ur orðið til þess að einstakling- ar hafa setið fyrir um úthlutun. 10 EINBÝLISHÚS OG 5 BLOKKARÍBÚÐIR Núna erum við með smíði 10 Jón Ingólfsson, húsasmiður. einbýlishúsa í gangi og frágang á tréverki í 5 íbúðir í blokk. Við stundum mest útivinnuna, en smíðum þó glugga og eld- húsinnréttingar á verkstæði okkar yfir vetrarmánuðina þeg- ar ekki er hægt að vinna úti. Á næstunni munum við taka þátt í byrjunarframkvæmdum við dvalarheimili fyrir aldraða, sem Húsavík og sveitirncu: í kring ætla að fara að byggja. í vetur förum við svo í eldhús- innréttingarnar og gluggasmíð- ina eins og vanalega en ekki er vitað hvað tekur við næsta sumar. Við vonumst til að tals- vert verði um íbúðarhúsabygg- ingar, því satt að segja hefur bærinn orðið svolítið útundan vegna Kröfluframkvæmdanna. Hins vegar er bygging einbýlis- húsa að verða nofckuð þung byrði að axla, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að byrja að byggja. HAFA SMÍÐAÐ 160 ÍVERU- SKÁLA Verkstæði Jóns og Haraldar stendur rétt fyrir ofan bæ við ána sem rennur í gegnum bæ- inn. —• Við höfum verið hér utan skipulags sagði Jón, en nú skilst mér að verið sé að skipu- leggja útivistarsvæði hér upp með ánni. Þá verðum við senni- lega að víkja með verkstæðið, en ætli við fáum þá ekki lóð í staðinn. Það er draumurinn að byggja nýtt verkstæðishús ef nauðsynleg lán fást úr Byggða- sjóði eða Iðnþróunarsjóði, en það er ekki gott að spá hversu létt verður að fá slik lán, sagði Jón. 46 FV 10 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.