Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 85
Ritfangaverzlunin Penninn: Veitir viðskiptavinum nýja þjónustu — Allir nauðsynlegir hlutir til skrifstofureksturs Ritfangaverslunin Penninn í Hallarmúla 2 hefur tekið upp þá nýbreytni í þjónustu sinni að bjóða viðskiptavinum sínum alla nauðynlega hluti til að halda uppi skrifstofurekstri og á það ekki eingöngu við skrifstofuvélar og tæki, heldur einnig húsgögn og annað er þarf til að innrétta skrifstofur. Er þetta nýjung hér á landi og hefur ekkert annað fyrirtæki boðið slíka þjónustu. Benedikt Kristjánsson veitir þessari nýju þjónustudeild Pennans forstöðu og hjá hon- um fékk F.V. nánari upplýsing- ar. Benedikt sagði, að í fyrsta lagi mundi þjónusta þessi byggjast á því eins og áður sagði að væntanlegir viðskipta- vinir gætu fengið alla mögu- lega hluti og taeki til skrifstofu- reksturs, þ.e.a.s. ritvélar, reiknivélar, tölvur, hillur og einnig teppi og húsgögn. Einn- ig öll nauðsynleg gögn fyrir arkitekta, auglýsingateiknara, tækniteiknara og fleiri sér- hæfða starfshópa. Þessari þjón- ustu væri hægt að líkja við stóran pakka og í honum væri öll hugsanleg nútíma hagræð- ing fyrir stjórnendur ýmissa fyrirtækja, hvar sem væri á landinu og hver pakki sniðinn samkvæmt ósk viðskiptavina. Með þessu móti, sagði Bene- dikt, fá væntanlegir viðskipta- vinir óskir sínar uppfylltar og spara sér óþarfa amstur og tíma. PANTANIR AFGREIDDAR A NOKKRUM DÖGUM Þjónustudeildin er þegar tekin til óspilltra málanna og spurðum við Benedikt hvað þessi þjónusta kostaði. Tjáði hann okkur að þjónustan sem slik kostaði ekki neitt. Það eina sem væntanlegir við- skiptavinir borga er upphæð þeirra vörutegunda sem þeir óska eftir að fá og að sjálfsögðu sendingarkostnaður ef varan er send út á land. Við spurðum Benedikt Kristjánsson hve löngum af- greiðslutíma væntanlegir við- skiptavinir ættu að reikna með og svaraði hann, að pant- anir yrðu afgreiddar á nokkr- um dögum og ekki væri um undantekningu að ræða nema þegar varan væri sérstaklega pöntuð erlendis frá, t.d. ef við- skiptavinir óskuðu eftir sér- stökum skjalaskáp, peninga- skáp, reiknivél eða tölvu. Skrif- borð, stólar lampar og öll venjuleg skrifstofuáhöld væru jafnan fyrir hendi og afgreidd innan nokkurra daga frá pönt- un. ÁBYRGÐARTÍMI Á ÖLLUM VÖRUNUM Á öllum vörum sem afgreidd- ar eru frá þjónustudeild Penn- ans er sérstakur ábyrgðartími og ef viðskiptavinur verður fyrir því að fá skrifstofustól með gölluðu áklæði, þá fær hann annan stól sem hann get- ur notað á meðan verið er að gera við hinn. Gildir þetta um alla aðra hluti sem keyptir eru hjá þjónustudeild Pennans við Hallarmúla 2. Að lokum sagði Benedikt Kristjánsson. — Vert er að minnast á það, að við munum einbeita okkur að því að reyna að uppfylla allar óskir vænt- legra viðskiptavina og munum ef svo ber undir senda fyrir- spurnir til erlendra fyrirtækja ef viðskiptavinir hér heima vita til þess að sérstakt tæki er til á erlendum markaði, sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda fyrir atvinnurekstur sinn hér. Það má eiginlega segja sagði Benedikt, að við útvegum við- skiptavinum allt nema einkarit- ara. Nýju þjón’ustunni fylgja ekki eingöngu skrifstofuvélar og tæki, heldur cinnig skrifborð, stólar, hillur, teppi og húsgögn m.a. FV 10 1976 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.