Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 29
ÚTFLUTNINGUR
EFTIR MARKAÐSSVÆÐUM
1945—1975
1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975
EFTA 6,4 19,9 19,2 19,2 13,7 17,5 19,0
EBE 84,0 43,0 28,2 33,4 48,5 37,0 24,7
U.S.A., Kanada 9,5 13,6 11,7 14,1 17,0 30,1 29,4
A-Evrópa, Kína, N-Kórea,
N-Víetnam 11,5 27,7 24,5 11,4 10,1 17,3
Þróuð lönd, önnm’ 0,1 8,1 5,0 1,2 3,8 3,8 7,7
Þróunarlönd 0,0 3,9 8,2 7,6 5,6 1,5 1,9
ar strax í ljós hínn stóri hlutui'
sjávarafurða. Lengi vel voru
sjávarafurðir rúm 90% út-
flutningsins, en með vaxandi
hlutdeild iðnaðar verður hlut-
deildin um 80%. Útflutningur
iðnaðarvara er þó ekki eins
fjölbreyttur og æskilegt væri,
en stærsti hlutinn er ál og
kísilgúr. Útflutningur á ullar-
vörum hefur þó farið vaxandi,
og var sá vöruflokkur tæp 3%
af útflutningnum í fyrra.
Vegna mikilvægi sjávaraf-
urða í útflutningnum eru þær
því ráðandi um mikilvægi
markaðssvæða. Af EFTA lönd-
unum hafa Portúgal, Sviss og
Svíþjóð verið mikilvægust. Sér-
staklega hefur Portúgal verið
mikilvægt hin síðari ár, en
þangað fór nær 12% af útflutn-
ingsverðmætinu. Innflutningur
okkar frá Portúgal er hins veg-
ar óverulegur að magni til,
tæpt V2 % af heildarinnflutn-
ingnum. Portúgal hefur lagt á
það mikla áherzlu að auka út-
flutning til íslands og íslenzk
yfirvöld og ýmis samtök hafa
hvatt innflytjendur til þess að
beina viðskiptum sínum þang-
að, enda treystir það útflutn-
ingshagsmuni okkar þar. Þetta
er fyllilega eðlilegt, enda
grundvallast utanríkisviðskipti
á gagnkvæmum hagsmunum.
Við íslendingar getum aldrei
jafnframt takmarkað eigin inn-
flutning og búizt við að eiga ó-
hindraðan aðgang að mörkuð-
um annarra þjóða. Undantekn-
ing frá þessari reglu er þó e.t.v.
Bandaríkin.
Bandaríkin hafa verið ört
vaxandi markaður fyrir fryst-
ar fiskafurðir. Þangað hafa, hin
síðari ár, farið um 30% út-
flutningsverðmætisins, enda
hefur verðlag á þeim markaði
verið afar hagstætt. Auk þess
höfum við lengi búið við betri
tollakjör í Bandaríkjunum en í
Evrópu, þótt stefna okkar
sjálfra sé önnur. Hér búa
Bandaríkin við verstu tolla-
kjör, en EFTA og EBE löndin
við þau beztu.
Viðskipti okkar við núver-
andi aðildarríki EBE hafa verið
ýmsum sviptingum háð frá
stríðslokum. Fiskveiðideilur og
tollabreytingar hafa t.d. um
lengri eða skemmri tíma lokað
vissum löndum. Þessi lönd voru
þó okkar mikilvægasti mark-
aður fyrrum, en eyðileggingin
eftir stríðið og kæliaðstaða í
verzlunum í þá tíð varð þó til
þess, að frystar fiskafurðir var
auðveldara að selja í Banda-
ríkjunum. Nú, þegar fiskveiði-
deilur ættu að vera úr sögunni
og fríverzlunarsamningar
komnir í reynd, er sennilegt, að
mikilvægi þessa svæðis aukist.
Ýmis þróunarlönd og latnesku
löndin hafa einnig verið
sveiflukenndir markaðir vegna
innanlandsátaka og erfiðs
stjórnmálaástands, sem hefur
leitt af sér lokun markaða eða
sérstakar innflutningsálögur á
okkar vörur.
# Einhæfur
útflutningur
Flestum eru þessar stað-
reyndir um okkar útflutning
vel þekktar, enda er orðtakið
um, að sjávarafurðir séu og
verði um langa framtíð okkar
helzta útflutningsvara, orðið
æði mörgum tungunni tamt.
Svo rótgróin er þessi hugsun,
að ekki má svo minnast á nýj-
an útflutning, að ræðan endi
ekki á slíkri yfirlýsingu. Þegar
slíkt er ávallt tíundað, eins og
með Karþagó forðum, eru mest-
ar líkur á, að svo verði, og öðru
hvorki gefinn mikill gaumur
né möguleikar á fjölbreyttari
útflutningi örvaðir. Þetta er
hættulegt.
Maður að nafni Theodore
Lewitt ritaði árið 1964 grein
um þröngsýni og þráhyggju í
markaðsmálum, sem olli á
margan hátt byltingu í við-
horfi manna til markaðsmála.
Þar benti hann á, að flestar
greinar atvinnulífsins í Banda-
ríkjunum hefðu eitt sinn verið
í örum vexti, vaxtarbroddin',
eins og nú tíðkast að nefna iðn-
aðinn 'hérlendis. Þessar greinar
hefðu þó margar gert þá skyssu
að skilgreina starfssvið sitt af
þröngsýni:
• Járnbrautarfyrirtæki voru
ekki í samgöngum, heldur
töldu sig annast járnbraut-
arflutninga. Þessi fyrirtæki
misstu líka af vagninum í
öllum samgöngunýjungum;
bílum, flugvélum.
• Stórar verzlunarkeðjur, sem
rígbundu sig við að veita
persónulega þjónustu í litl-
um hverfisverzlúnum voru
nær þurrkaðar út á meðan
þær þráuðust við að telja
sér trú um, að stórmarkaðir
ættu enga framtíð.
• Kvikmyndaiðnaðurinn í
Hollywood taldi sitt verk að
framleiða kvikmyndir fyrir
kvikmyndahús og vanrækti
því tilkomu sjónvarpsins,
unz það var eina leiðin fyrir
þau fyrirtæki, sem eftir
lifðu, ef þau vildu halda
velli.
• Olíufélögin skilgreindu sölu-
vöru sína ekki sem orku-
gjafa, enda hafa flestar nýj-
ungar í notkun olíu komið
frá öðrum en olíufélögunum,
og þau hafa hvorki leitað
annarra orkugjafa né komið
þeim á markað.
FV 10 1976
29