Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 27
IJtflutningsverzlunin * * eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing Það virðist almennt álitið, að útflutningur frá íslandi sé öll- um landsmönnum frjáls. Menn virðast álykta, að út frá mikil- vægi þess að auka og örva út- flutning, þá hljóti svo að vera, sérstaklega þegar vitað er, að innflutningur er að mestu frjáls. Svo er þó ekki, heldur er útfl'utningur háður leyfi við- skiptaráðuneytisins. Á árinu 1960 með lögum nr. 30 var hafizt handa um að koma nýrri skipan á innflutn- ings- og gjaldeyrisverzlun. í framhaldi af þeirri lagasetn- ingu var innflutningur og sala erlends gjaldeyris að mestu gefinn frjáls, en leyfi þurfti áfram til útflutnings, eins og segir í 8. grein, sem enn gildir: Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að vörur megi ekki bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi, nema að fengnu leyfi hennar. — Sam- ráð skal hafa við Landsbanka íslands, Seðlabankann, um veitingu leyfa til útflutnings, er greiðist í jafnkeypisgjald- eyri, ef sá útflutningur er um- fram þær upphæðir, sem gild- andi viðskiptasamningar við hlutaðeigandi jafnkeypislönd gera ráð fyrir. — Útflutnings- leyfi getur ríkisstjórnin bundið skilyrðum, sem nauðsynleg þykja, þar á meðal um verð- jöfnun innbyrðis við sölu vöru sömu tegundar og gæða á að- greindum mörkuðum, og að hver framleiðandi skuli bera fjárhagslega ábyrgð á vöru sinni vegna galla. — Útflytj- endur eru skyldir að veita rík- isstjórninni þær upplýsingar, sem hún ós'kar, um allt, er varðar sölu og útflutning vara, sem seljast eiga til útlanda. Að leyfi þurfi til útflutnings þarf í sjálfu sér ekki að þýða, að neinar hömlur séu á útflutn- ingi vara. Þess munu þó vera nokkur dæmi, að útflutnings- leyfi hafi ekki fengizt og einn- ig þess, að leyfi hafi verið dreg- ið í von um erlendar verð- hækkanir. Slíkar vonir ihafa ekki ávallt rætzt og jafnvel brugðist til hins verra. # Frelsi eða einokun Því er oft haldið fram, að bezt sé, að innflutningur sé frjáls. Það tryggi neytendum hér lægsta verð. Einokun sé hins vegar æskileg í útflutn- ingi og tryggi hæsta verð. Nú er það svo, að einokun gefur vissulega möguleika á hærra verði til neytenda en ella. Spurningin er einungis sú, hvort við njótum slíkrar ein- okunaraðstöðu, og ef svo er, hvort hún sé til góðs. íslenzkar útflutningsafurðir eru yfirleitt ekki í markaðsráðandi aðstöðu eða einokunaraðstöðu á er- lendum mörkuðum. Sumar sjávarafurðir á vissum mörk- uðum komast að vísu nálægt því, en eiga í verulegri sam- keppni við sjávarafurðafram- leiðslu annarra þjóða og mat- væli almennt. Verð þessara af- urða er því 'háð verði á sjávar- afurðum, matvælum og hrá- efni til slíkrar framleiðslu. ís- lendingar verða því að taka því verði, sem framboð og eft- irspurn myndar án þess að geta ráðið verðinu nema innan þröngra marka. Einnig má nefna, að þjóðir, sem banna einokun og hringmyndun, leyfa yfirleitt samtök innflytjenda í viðskiptum við önnur lönd, ef seljendur þar hafa með sér sölusamtök. Þannig hefur sam- staða okkar í útflutningi t.d. orðið til þess, að okkar erlendu viðsemjendur bundust samtök- um í viðskiptum við okkur. Hinu má hins vegar aldrei gleyma, að samstaða í útflutn- ingi getur verið bæði nauðsyn- leg og æskileg. Má þar fyrst nefna glæsilegan ávöxt útflutn- ingssamtaka á Bandaríkj a- markaði, sem Guðmundur H. Garðarsson lýsti mjög vel í greinarflokki í Morgunblaðinu nú fyrir skömmu. Einnig er okkur nauðsynlegt að mynda samstöðu útflytjenda í við- skiptum við hina miðstýrðu einokun kommúnistaríkjanna til þess að jafna þann aðstöðu- mun. I ljósi þessa virðist æskileg- ast, að útflutningirr sé frjáls, en samtök meðal útflytjenda jafn- framt leyfð, svo að gera megi sameiginleg átök á erlendum mörkuðum, sem fjárhagslega eru ekki á færi einstakra fyrir- tækja og einnig, svo að ná megi hagstæðari samningum við kommúnistaríkin, sem hafa lengi verið okkur mikilvægur markaður. Meginstefnan og ríkjandi andi í útflutningsverzl- uninni verður hins vegar að vera frelsið, þannig að smærri fyrirtæki séu örvuð til þátt- töku, af því að staðreyndin er sú, að á mörkuðum hins vest- ræna heims eru það smærri fyrirtækin, sem innleiða nýj- ungar í mun ríkari mæli en þau stærri. § Markaftssvæðin Þegar samsetning íslenzka útflutningsins er skoðuð, kem- FV 10 1976 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.