Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 27
IJtflutningsverzlunin
* *
eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing
Það virðist almennt álitið, að
útflutningur frá íslandi sé öll-
um landsmönnum frjáls. Menn
virðast álykta, að út frá mikil-
vægi þess að auka og örva út-
flutning, þá hljóti svo að vera,
sérstaklega þegar vitað er, að
innflutningur er að mestu
frjáls. Svo er þó ekki, heldur
er útfl'utningur háður leyfi við-
skiptaráðuneytisins.
Á árinu 1960 með lögum nr.
30 var hafizt handa um að
koma nýrri skipan á innflutn-
ings- og gjaldeyrisverzlun. í
framhaldi af þeirri lagasetn-
ingu var innflutningur og sala
erlends gjaldeyris að mestu
gefinn frjáls, en leyfi þurfti
áfram til útflutnings, eins og
segir í 8. grein, sem enn gildir:
Ríkisstjórninni er heimilt að
ákveða, að vörur megi ekki
bjóða til sölu, selja til útlanda
eða flytja úr landi, nema að
fengnu leyfi hennar. — Sam-
ráð skal hafa við Landsbanka
íslands, Seðlabankann, um
veitingu leyfa til útflutnings,
er greiðist í jafnkeypisgjald-
eyri, ef sá útflutningur er um-
fram þær upphæðir, sem gild-
andi viðskiptasamningar við
hlutaðeigandi jafnkeypislönd
gera ráð fyrir. — Útflutnings-
leyfi getur ríkisstjórnin bundið
skilyrðum, sem nauðsynleg
þykja, þar á meðal um verð-
jöfnun innbyrðis við sölu vöru
sömu tegundar og gæða á að-
greindum mörkuðum, og að
hver framleiðandi skuli bera
fjárhagslega ábyrgð á vöru
sinni vegna galla. — Útflytj-
endur eru skyldir að veita rík-
isstjórninni þær upplýsingar,
sem hún ós'kar, um allt, er
varðar sölu og útflutning vara,
sem seljast eiga til útlanda.
Að leyfi þurfi til útflutnings
þarf í sjálfu sér ekki að þýða,
að neinar hömlur séu á útflutn-
ingi vara. Þess munu þó vera
nokkur dæmi, að útflutnings-
leyfi hafi ekki fengizt og einn-
ig þess, að leyfi hafi verið dreg-
ið í von um erlendar verð-
hækkanir. Slíkar vonir ihafa
ekki ávallt rætzt og jafnvel
brugðist til hins verra.
# Frelsi eða einokun
Því er oft haldið fram, að
bezt sé, að innflutningur sé
frjáls. Það tryggi neytendum
hér lægsta verð. Einokun sé
hins vegar æskileg í útflutn-
ingi og tryggi hæsta verð. Nú
er það svo, að einokun gefur
vissulega möguleika á hærra
verði til neytenda en ella.
Spurningin er einungis sú,
hvort við njótum slíkrar ein-
okunaraðstöðu, og ef svo er,
hvort hún sé til góðs. íslenzkar
útflutningsafurðir eru yfirleitt
ekki í markaðsráðandi aðstöðu
eða einokunaraðstöðu á er-
lendum mörkuðum. Sumar
sjávarafurðir á vissum mörk-
uðum komast að vísu nálægt
því, en eiga í verulegri sam-
keppni við sjávarafurðafram-
leiðslu annarra þjóða og mat-
væli almennt. Verð þessara af-
urða er því 'háð verði á sjávar-
afurðum, matvælum og hrá-
efni til slíkrar framleiðslu. ís-
lendingar verða því að taka
því verði, sem framboð og eft-
irspurn myndar án þess að
geta ráðið verðinu nema innan
þröngra marka. Einnig má
nefna, að þjóðir, sem banna
einokun og hringmyndun, leyfa
yfirleitt samtök innflytjenda í
viðskiptum við önnur lönd, ef
seljendur þar hafa með sér
sölusamtök. Þannig hefur sam-
staða okkar í útflutningi t.d.
orðið til þess, að okkar erlendu
viðsemjendur bundust samtök-
um í viðskiptum við okkur.
Hinu má hins vegar aldrei
gleyma, að samstaða í útflutn-
ingi getur verið bæði nauðsyn-
leg og æskileg. Má þar fyrst
nefna glæsilegan ávöxt útflutn-
ingssamtaka á Bandaríkj a-
markaði, sem Guðmundur H.
Garðarsson lýsti mjög vel í
greinarflokki í Morgunblaðinu
nú fyrir skömmu. Einnig er
okkur nauðsynlegt að mynda
samstöðu útflytjenda í við-
skiptum við hina miðstýrðu
einokun kommúnistaríkjanna
til þess að jafna þann aðstöðu-
mun.
I ljósi þessa virðist æskileg-
ast, að útflutningirr sé frjáls, en
samtök meðal útflytjenda jafn-
framt leyfð, svo að gera megi
sameiginleg átök á erlendum
mörkuðum, sem fjárhagslega
eru ekki á færi einstakra fyrir-
tækja og einnig, svo að ná megi
hagstæðari samningum við
kommúnistaríkin, sem hafa
lengi verið okkur mikilvægur
markaður. Meginstefnan og
ríkjandi andi í útflutningsverzl-
uninni verður hins vegar að
vera frelsið, þannig að smærri
fyrirtæki séu örvuð til þátt-
töku, af því að staðreyndin er
sú, að á mörkuðum hins vest-
ræna heims eru það smærri
fyrirtækin, sem innleiða nýj-
ungar í mun ríkari mæli en
þau stærri.
§ Markaftssvæðin
Þegar samsetning íslenzka
útflutningsins er skoðuð, kem-
FV 10 1976
27